Leigja hótel og skikka fólk af eldrauðu svæðunum í sóttvarnahús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 11:46 Svandís ræddi tillögurnar við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tvær tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir er tengjast landamærunum og kórónuveirufaraldrinum. Börn munu nú einnig fara í sýnatöku við komuna til landsins og þá munu þeir sem koma frá eldrauðu svæðunum í Evrópu dvelja dagana fimm fram að seinni skimun í sóttvarnarhúsi. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við Ráðherrabústaðinn rétt í þessu. Til að geta tekið við öllu þessu fólki stendur til að taka hótel og fleiri rými á leigu. Hve mörg þau verða liggur ekki fyrir. Svandís reiknar með því að reglugerðin um börnin taki gildi strax á morgun en breytingin varðandi rauðu svæðin og sóttvarnahús um leið og húsnæði verður tilbúið. Bæði Íslendingar og erlendir ríkisborgarar sem koma frá verst settu löndunum hvað veiruna varðar þurfa að fara í sóttvarnahús. Dæmi um slík lönd í dag eru Pólland og Ungverjaland að sögn Svandísar auk fleiri landa. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að meginreglan verði sú að börn fædd 2005 eða síðar fari í sýnatöku á landamærum og sæti fimm daga sóttkví. Allir þeir sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir 500 á hverja 100.000 íbúa undanfarna fjórtán daga dvelji í sóttvarnahúsi meðan á fimm daga sóttkví stendur nema þeir hafi framvísað gildu bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrra smit. Það sama gildir um fólk sem kemur frá löndum þar sem skortir upplýsingar um nýgengi smita. Reglugerðin tekur gildi 1. apríl og gildir til loka þess mánaðar. Mörg dæmi um jákvæð sýni í seinni skimun Núverandi fyrirkomulag á landamærum hljóðar upp á að komið sé með neikvætt vottorð, farið í sýnatöku við komu og svo aftur fimm dögum síðar með sóttkví á milli. Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkvína á milli sýnataka. „Við erum að sjá svo mörg dæmi um að það eru að koma jákvæð sýni í seinni skimun,“ segir Svandís. Þetta kort á vef Evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar er frá 18. mars. Það uppfærist á tveggja vikna fresti. Áhyggjur hafa verið af því að fólk ferðist mögulega á milli landa í aðdraganda þess að flogið sé til Íslands frá svæði sem sé ekki eldrautt. Svandís segir erfitt að koma í veg fyrir það. Aðgerðirnar byggi áfram að stóru leyti á því að treysta fólki. Ekki sé hægt að rekja ferðir hvers og eins. Tilbúin að grípa inn í með skömmum fyrirvara Svandís nefndi jafnframt að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væri með minnisblað tilbúið ef grípa þurfi til aðgerða innanlands með skömmum fyrirvara. „Við munum hafa hraðar hendur ef til þess kemur,“ segir Svandís. Tölurnar í dag hafi sem betur fer verið góðar en einn greindist smitaður innanlands í gær og var í sóttkví. „Ef útlit er fyrir nýja bylgju verður brugðist hratt við.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Börn munu nú einnig fara í sýnatöku við komuna til landsins og þá munu þeir sem koma frá eldrauðu svæðunum í Evrópu dvelja dagana fimm fram að seinni skimun í sóttvarnarhúsi. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við Ráðherrabústaðinn rétt í þessu. Til að geta tekið við öllu þessu fólki stendur til að taka hótel og fleiri rými á leigu. Hve mörg þau verða liggur ekki fyrir. Svandís reiknar með því að reglugerðin um börnin taki gildi strax á morgun en breytingin varðandi rauðu svæðin og sóttvarnahús um leið og húsnæði verður tilbúið. Bæði Íslendingar og erlendir ríkisborgarar sem koma frá verst settu löndunum hvað veiruna varðar þurfa að fara í sóttvarnahús. Dæmi um slík lönd í dag eru Pólland og Ungverjaland að sögn Svandísar auk fleiri landa. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að meginreglan verði sú að börn fædd 2005 eða síðar fari í sýnatöku á landamærum og sæti fimm daga sóttkví. Allir þeir sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir 500 á hverja 100.000 íbúa undanfarna fjórtán daga dvelji í sóttvarnahúsi meðan á fimm daga sóttkví stendur nema þeir hafi framvísað gildu bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrra smit. Það sama gildir um fólk sem kemur frá löndum þar sem skortir upplýsingar um nýgengi smita. Reglugerðin tekur gildi 1. apríl og gildir til loka þess mánaðar. Mörg dæmi um jákvæð sýni í seinni skimun Núverandi fyrirkomulag á landamærum hljóðar upp á að komið sé með neikvætt vottorð, farið í sýnatöku við komu og svo aftur fimm dögum síðar með sóttkví á milli. Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkvína á milli sýnataka. „Við erum að sjá svo mörg dæmi um að það eru að koma jákvæð sýni í seinni skimun,“ segir Svandís. Þetta kort á vef Evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar er frá 18. mars. Það uppfærist á tveggja vikna fresti. Áhyggjur hafa verið af því að fólk ferðist mögulega á milli landa í aðdraganda þess að flogið sé til Íslands frá svæði sem sé ekki eldrautt. Svandís segir erfitt að koma í veg fyrir það. Aðgerðirnar byggi áfram að stóru leyti á því að treysta fólki. Ekki sé hægt að rekja ferðir hvers og eins. Tilbúin að grípa inn í með skömmum fyrirvara Svandís nefndi jafnframt að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væri með minnisblað tilbúið ef grípa þurfi til aðgerða innanlands með skömmum fyrirvara. „Við munum hafa hraðar hendur ef til þess kemur,“ segir Svandís. Tölurnar í dag hafi sem betur fer verið góðar en einn greindist smitaður innanlands í gær og var í sóttkví. „Ef útlit er fyrir nýja bylgju verður brugðist hratt við.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44
Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54