Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Atli Ísleifsson skrifar 23. mars 2021 07:56 Almennt er litið á kosningarnar í dag sem þjóðaratkvæðagreiðslu um ísraelska forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. AP Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. Engin skýr niðurstaða fékkst í hinum þremur þingkosningunum, en þjóðstjórnin sem mynduð var til að leysa hnútinn eftir kosningarnar í mars 2020 riðaði til falls í desember síðastliðinn. Skoðanakannanir benda til að sama staða kunni að koma upp á ný að loknum þessum kosningum. Kosningarnar nú fara fram á sama tíma og verið er að losa um samkomutakmarkanir í landinu og tveimur vikum áður en réttarhöld í spillingarmáli Netanjahús hefjast. Forsætisráðherrann hefur verið ákærður um mútuþægni, fjársvik og umboðssvik. Hann neitar sök í málinu sem hann segir það eiga sér pólitískar rætur. Deilt um viðbrögð við faraldrinum Andstæðingar Netanjahús hafa sakað hann um að slæma stjórn þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en framan var staðan í landinu sérstaklega slæm í samanburði við mörg önnur ríki. Ísraelskt samfélag hefur hins vegar opnast að stórum hluta á ný á síðustu vikum og hefur innanlandssmitum fækkað umtalsvert. Þá hefur Netanjahú bent á góðan árangur þegar kemur að bólusetningum, en þær hafa gengið mun hraðar fyrir sig í Ísrael en víða annars staðar. Þannig hefur nú rúmlega helmingur Ísraela nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. Andstæðingar forsætisráðherrann hafa sömuleiðis ítrekað bent á gríðarleg pólitísk ítök Netanjahús í landinu og segja ljóst að löngu sé kominn tími á nýjan mann í brúnni. Netanjahú hefur stýrt landinu samfellt frá árinu 2009, en auk þess gegndi hann embættinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Likud líklega stærstur Líklegt þykir að Likud-flokkur Netanjahús muni fá flest sæti á þingi, en þó eiga langt í land með að ná meirihluta. Þannig benda kannanir til þess að aðrir hægriflokkar gætu átt í vandræðum með að ná þeim fjölda þingsæta sem upp á vantar til að tryggja áframhaldandi völd Netanjahús. Þó að líklegast þyki að vinstri flokkarnir nái meirihluta er alls óvíst hvort að þeim takist að ná saman um stjórn vegna innbyrðis deilna. Ísrael Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Engin skýr niðurstaða fékkst í hinum þremur þingkosningunum, en þjóðstjórnin sem mynduð var til að leysa hnútinn eftir kosningarnar í mars 2020 riðaði til falls í desember síðastliðinn. Skoðanakannanir benda til að sama staða kunni að koma upp á ný að loknum þessum kosningum. Kosningarnar nú fara fram á sama tíma og verið er að losa um samkomutakmarkanir í landinu og tveimur vikum áður en réttarhöld í spillingarmáli Netanjahús hefjast. Forsætisráðherrann hefur verið ákærður um mútuþægni, fjársvik og umboðssvik. Hann neitar sök í málinu sem hann segir það eiga sér pólitískar rætur. Deilt um viðbrögð við faraldrinum Andstæðingar Netanjahús hafa sakað hann um að slæma stjórn þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en framan var staðan í landinu sérstaklega slæm í samanburði við mörg önnur ríki. Ísraelskt samfélag hefur hins vegar opnast að stórum hluta á ný á síðustu vikum og hefur innanlandssmitum fækkað umtalsvert. Þá hefur Netanjahú bent á góðan árangur þegar kemur að bólusetningum, en þær hafa gengið mun hraðar fyrir sig í Ísrael en víða annars staðar. Þannig hefur nú rúmlega helmingur Ísraela nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. Andstæðingar forsætisráðherrann hafa sömuleiðis ítrekað bent á gríðarleg pólitísk ítök Netanjahús í landinu og segja ljóst að löngu sé kominn tími á nýjan mann í brúnni. Netanjahú hefur stýrt landinu samfellt frá árinu 2009, en auk þess gegndi hann embættinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Likud líklega stærstur Líklegt þykir að Likud-flokkur Netanjahús muni fá flest sæti á þingi, en þó eiga langt í land með að ná meirihluta. Þannig benda kannanir til þess að aðrir hægriflokkar gætu átt í vandræðum með að ná þeim fjölda þingsæta sem upp á vantar til að tryggja áframhaldandi völd Netanjahús. Þó að líklegast þyki að vinstri flokkarnir nái meirihluta er alls óvíst hvort að þeim takist að ná saman um stjórn vegna innbyrðis deilna.
Ísrael Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira