Ættu að geta farið nýstikuðu leiðina á einum og hálfum tíma Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 22:57 Björgunarsveitarmenn frá Þorbirni sjást hér í aftakaveðri við stikun í dag. Leiðin sem þeir stikuðu sést merkt hér til hægri. Samsett Björgunarsveitin Þorbjörn hefur lokið við að stika gönguleið að gosstöðvunum í Geldingadal. Gönguleiðin hefst við Suðurstrandarveg og sveitin segir að vel búið göngufólk geti farið hana á einum og hálfum klukkutíma. Gríðarmikil ásókn hefur verið í eldosið í Geldingadal um helgina. Gosið er mjög úr alfaraleið og erfiðar aðstæður hafa verið í nágrenni þess; vont veður og merkingar engar. Björgunarsveitin Þorbjörn hefur þurft að aðstoða fjölmarga göngumenn sem villst hafa af leið eða verið orðnir kaldir og hraktir á langri göngu. Allt í skrúfuna í gærkvöldi „Það er einfaldlega þannig að við fengum þetta eldgos beint í fangið og á stað sem er mjög óaðgengilegur. Þangað liggja hvorki gönguleiðir né vegslóðar sem gerir þetta verkefni mun flóknara fyrir okkur. Ofan á þetta hefur verið mjög hvasst og leiðinlegt veður,“ segir björgunarsveitin í færslu á Facebook í kvöld. „Á meðan við höfum verið að ná utan um ástandið hefur fólk í þúsundatali lagt leið sína á svæðið. Okkur þykir það mjög skiljanlegt og við vildum að við gætum tekið betur á móti öllum. Í gærkvöldi fór svo allt í skrúfuna og fólki gekk illa að komast frá eldgosinu sem endaði með fjölda örmagna fólks sem þurfti á aðstoð okkar að halda. Við vildum óska þess að staðan væri betri og viljum koma því á framfæri hér með að við björgunarsveitarfólk erum einfaldlega sjálfboðaliðar sem hlaupa undir bagga með ýmsum aðilum þegar á reynir. Við tökum ekki ákvarðanir um lokanir né skilgreind hættusvæði, stofnanir og lögregla gera það.“ Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Sú leið hefur nú verið stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf Sjö kílómetrar fram og til baka Síðdegis í dag fór tíu manna hópur björgunarsveitarmanna upp á Fagradalsfjall í aftakaveðri og stikaði þægilega gönguleið að gosinu fyrir þá sem vilja berja það augum. „Nú er hægt að ganga stikaða slóð frá Suðurstrandavegi að gosstöðvunun á mjög þægilegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3.5 km eða 7 km fram og til baka,“ segir í færslu Þorbjarnar. Leiðin liggur frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika og hækkunin um 300 metrar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg fyrr í dag. Vegna eldgosins í Fagradalsfjalli Það eru nokkur atriði sem Björgunarsveitin Þorbjörn vill koma á framfæri í tengslum...Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Mánudagur, 22. mars 2021 Fólk er þó beðið að fara varlega, fylgjast með veðurspá og vera vel búið til göngunnar. Þá megi búast við því að vind lægi en þá eykst hættan á gasmengun verulega. „Það er vegna þess að gígurinn er í mikilli lægð og þegar vindurinn blæs ekki gasinu frá leggst það ofan í lægðina. Að endingu viljum við vinsamlegast biðja fólk um að vera ekki að ganga ofan á nýja hrauninu, það er einfaldlega stórhættulegt!“ Svona verður opnuninni háttað á Suðurstrandarvegi.Vegagerðin Vegagerðin boðaði í dag að Suðurstrandarvegur, sem staðið hefur lokaður síðan 18. mars, verði opnaður með takmörkunum í kvöld, sem sjást á myndinni hér fyrir ofan. Vegurinn er þó enn lokaður allri almennri umferð milli Grindavíkur og gatnamóta við Krýsuvíkurveg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni um tíuleytið í kvöld. Þá er vert að taka fram að almannavarnir hafa lokað gossvæðinu og er sú lokun enn í gildi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. 22. mars 2021 20:24 Opna Suðurstrandarveg með takmörkunum í kvöld Suðurstrandarvegur verður opnaður með takmörkunum í kvöld mánudaginn 22. mars en vegurinn hefur staðið lokaður síðan á fimmtudag, degi áður en eldgos hófst í Geldingadal. 22. mars 2021 18:41 Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
Gríðarmikil ásókn hefur verið í eldosið í Geldingadal um helgina. Gosið er mjög úr alfaraleið og erfiðar aðstæður hafa verið í nágrenni þess; vont veður og merkingar engar. Björgunarsveitin Þorbjörn hefur þurft að aðstoða fjölmarga göngumenn sem villst hafa af leið eða verið orðnir kaldir og hraktir á langri göngu. Allt í skrúfuna í gærkvöldi „Það er einfaldlega þannig að við fengum þetta eldgos beint í fangið og á stað sem er mjög óaðgengilegur. Þangað liggja hvorki gönguleiðir né vegslóðar sem gerir þetta verkefni mun flóknara fyrir okkur. Ofan á þetta hefur verið mjög hvasst og leiðinlegt veður,“ segir björgunarsveitin í færslu á Facebook í kvöld. „Á meðan við höfum verið að ná utan um ástandið hefur fólk í þúsundatali lagt leið sína á svæðið. Okkur þykir það mjög skiljanlegt og við vildum að við gætum tekið betur á móti öllum. Í gærkvöldi fór svo allt í skrúfuna og fólki gekk illa að komast frá eldgosinu sem endaði með fjölda örmagna fólks sem þurfti á aðstoð okkar að halda. Við vildum óska þess að staðan væri betri og viljum koma því á framfæri hér með að við björgunarsveitarfólk erum einfaldlega sjálfboðaliðar sem hlaupa undir bagga með ýmsum aðilum þegar á reynir. Við tökum ekki ákvarðanir um lokanir né skilgreind hættusvæði, stofnanir og lögregla gera það.“ Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Sú leið hefur nú verið stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf Sjö kílómetrar fram og til baka Síðdegis í dag fór tíu manna hópur björgunarsveitarmanna upp á Fagradalsfjall í aftakaveðri og stikaði þægilega gönguleið að gosinu fyrir þá sem vilja berja það augum. „Nú er hægt að ganga stikaða slóð frá Suðurstrandavegi að gosstöðvunun á mjög þægilegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3.5 km eða 7 km fram og til baka,“ segir í færslu Þorbjarnar. Leiðin liggur frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika og hækkunin um 300 metrar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg fyrr í dag. Vegna eldgosins í Fagradalsfjalli Það eru nokkur atriði sem Björgunarsveitin Þorbjörn vill koma á framfæri í tengslum...Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Mánudagur, 22. mars 2021 Fólk er þó beðið að fara varlega, fylgjast með veðurspá og vera vel búið til göngunnar. Þá megi búast við því að vind lægi en þá eykst hættan á gasmengun verulega. „Það er vegna þess að gígurinn er í mikilli lægð og þegar vindurinn blæs ekki gasinu frá leggst það ofan í lægðina. Að endingu viljum við vinsamlegast biðja fólk um að vera ekki að ganga ofan á nýja hrauninu, það er einfaldlega stórhættulegt!“ Svona verður opnuninni háttað á Suðurstrandarvegi.Vegagerðin Vegagerðin boðaði í dag að Suðurstrandarvegur, sem staðið hefur lokaður síðan 18. mars, verði opnaður með takmörkunum í kvöld, sem sjást á myndinni hér fyrir ofan. Vegurinn er þó enn lokaður allri almennri umferð milli Grindavíkur og gatnamóta við Krýsuvíkurveg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni um tíuleytið í kvöld. Þá er vert að taka fram að almannavarnir hafa lokað gossvæðinu og er sú lokun enn í gildi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. 22. mars 2021 20:24 Opna Suðurstrandarveg með takmörkunum í kvöld Suðurstrandarvegur verður opnaður með takmörkunum í kvöld mánudaginn 22. mars en vegurinn hefur staðið lokaður síðan á fimmtudag, degi áður en eldgos hófst í Geldingadal. 22. mars 2021 18:41 Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. 22. mars 2021 20:24
Opna Suðurstrandarveg með takmörkunum í kvöld Suðurstrandarvegur verður opnaður með takmörkunum í kvöld mánudaginn 22. mars en vegurinn hefur staðið lokaður síðan á fimmtudag, degi áður en eldgos hófst í Geldingadal. 22. mars 2021 18:41
Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44