Ættu að geta farið nýstikuðu leiðina á einum og hálfum tíma Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 22:57 Björgunarsveitarmenn frá Þorbirni sjást hér í aftakaveðri við stikun í dag. Leiðin sem þeir stikuðu sést merkt hér til hægri. Samsett Björgunarsveitin Þorbjörn hefur lokið við að stika gönguleið að gosstöðvunum í Geldingadal. Gönguleiðin hefst við Suðurstrandarveg og sveitin segir að vel búið göngufólk geti farið hana á einum og hálfum klukkutíma. Gríðarmikil ásókn hefur verið í eldosið í Geldingadal um helgina. Gosið er mjög úr alfaraleið og erfiðar aðstæður hafa verið í nágrenni þess; vont veður og merkingar engar. Björgunarsveitin Þorbjörn hefur þurft að aðstoða fjölmarga göngumenn sem villst hafa af leið eða verið orðnir kaldir og hraktir á langri göngu. Allt í skrúfuna í gærkvöldi „Það er einfaldlega þannig að við fengum þetta eldgos beint í fangið og á stað sem er mjög óaðgengilegur. Þangað liggja hvorki gönguleiðir né vegslóðar sem gerir þetta verkefni mun flóknara fyrir okkur. Ofan á þetta hefur verið mjög hvasst og leiðinlegt veður,“ segir björgunarsveitin í færslu á Facebook í kvöld. „Á meðan við höfum verið að ná utan um ástandið hefur fólk í þúsundatali lagt leið sína á svæðið. Okkur þykir það mjög skiljanlegt og við vildum að við gætum tekið betur á móti öllum. Í gærkvöldi fór svo allt í skrúfuna og fólki gekk illa að komast frá eldgosinu sem endaði með fjölda örmagna fólks sem þurfti á aðstoð okkar að halda. Við vildum óska þess að staðan væri betri og viljum koma því á framfæri hér með að við björgunarsveitarfólk erum einfaldlega sjálfboðaliðar sem hlaupa undir bagga með ýmsum aðilum þegar á reynir. Við tökum ekki ákvarðanir um lokanir né skilgreind hættusvæði, stofnanir og lögregla gera það.“ Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Sú leið hefur nú verið stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf Sjö kílómetrar fram og til baka Síðdegis í dag fór tíu manna hópur björgunarsveitarmanna upp á Fagradalsfjall í aftakaveðri og stikaði þægilega gönguleið að gosinu fyrir þá sem vilja berja það augum. „Nú er hægt að ganga stikaða slóð frá Suðurstrandavegi að gosstöðvunun á mjög þægilegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3.5 km eða 7 km fram og til baka,“ segir í færslu Þorbjarnar. Leiðin liggur frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika og hækkunin um 300 metrar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg fyrr í dag. Vegna eldgosins í Fagradalsfjalli Það eru nokkur atriði sem Björgunarsveitin Þorbjörn vill koma á framfæri í tengslum...Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Mánudagur, 22. mars 2021 Fólk er þó beðið að fara varlega, fylgjast með veðurspá og vera vel búið til göngunnar. Þá megi búast við því að vind lægi en þá eykst hættan á gasmengun verulega. „Það er vegna þess að gígurinn er í mikilli lægð og þegar vindurinn blæs ekki gasinu frá leggst það ofan í lægðina. Að endingu viljum við vinsamlegast biðja fólk um að vera ekki að ganga ofan á nýja hrauninu, það er einfaldlega stórhættulegt!“ Svona verður opnuninni háttað á Suðurstrandarvegi.Vegagerðin Vegagerðin boðaði í dag að Suðurstrandarvegur, sem staðið hefur lokaður síðan 18. mars, verði opnaður með takmörkunum í kvöld, sem sjást á myndinni hér fyrir ofan. Vegurinn er þó enn lokaður allri almennri umferð milli Grindavíkur og gatnamóta við Krýsuvíkurveg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni um tíuleytið í kvöld. Þá er vert að taka fram að almannavarnir hafa lokað gossvæðinu og er sú lokun enn í gildi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. 22. mars 2021 20:24 Opna Suðurstrandarveg með takmörkunum í kvöld Suðurstrandarvegur verður opnaður með takmörkunum í kvöld mánudaginn 22. mars en vegurinn hefur staðið lokaður síðan á fimmtudag, degi áður en eldgos hófst í Geldingadal. 22. mars 2021 18:41 Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Gríðarmikil ásókn hefur verið í eldosið í Geldingadal um helgina. Gosið er mjög úr alfaraleið og erfiðar aðstæður hafa verið í nágrenni þess; vont veður og merkingar engar. Björgunarsveitin Þorbjörn hefur þurft að aðstoða fjölmarga göngumenn sem villst hafa af leið eða verið orðnir kaldir og hraktir á langri göngu. Allt í skrúfuna í gærkvöldi „Það er einfaldlega þannig að við fengum þetta eldgos beint í fangið og á stað sem er mjög óaðgengilegur. Þangað liggja hvorki gönguleiðir né vegslóðar sem gerir þetta verkefni mun flóknara fyrir okkur. Ofan á þetta hefur verið mjög hvasst og leiðinlegt veður,“ segir björgunarsveitin í færslu á Facebook í kvöld. „Á meðan við höfum verið að ná utan um ástandið hefur fólk í þúsundatali lagt leið sína á svæðið. Okkur þykir það mjög skiljanlegt og við vildum að við gætum tekið betur á móti öllum. Í gærkvöldi fór svo allt í skrúfuna og fólki gekk illa að komast frá eldgosinu sem endaði með fjölda örmagna fólks sem þurfti á aðstoð okkar að halda. Við vildum óska þess að staðan væri betri og viljum koma því á framfæri hér með að við björgunarsveitarfólk erum einfaldlega sjálfboðaliðar sem hlaupa undir bagga með ýmsum aðilum þegar á reynir. Við tökum ekki ákvarðanir um lokanir né skilgreind hættusvæði, stofnanir og lögregla gera það.“ Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Sú leið hefur nú verið stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf Sjö kílómetrar fram og til baka Síðdegis í dag fór tíu manna hópur björgunarsveitarmanna upp á Fagradalsfjall í aftakaveðri og stikaði þægilega gönguleið að gosinu fyrir þá sem vilja berja það augum. „Nú er hægt að ganga stikaða slóð frá Suðurstrandavegi að gosstöðvunun á mjög þægilegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3.5 km eða 7 km fram og til baka,“ segir í færslu Þorbjarnar. Leiðin liggur frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika og hækkunin um 300 metrar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg fyrr í dag. Vegna eldgosins í Fagradalsfjalli Það eru nokkur atriði sem Björgunarsveitin Þorbjörn vill koma á framfæri í tengslum...Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Mánudagur, 22. mars 2021 Fólk er þó beðið að fara varlega, fylgjast með veðurspá og vera vel búið til göngunnar. Þá megi búast við því að vind lægi en þá eykst hættan á gasmengun verulega. „Það er vegna þess að gígurinn er í mikilli lægð og þegar vindurinn blæs ekki gasinu frá leggst það ofan í lægðina. Að endingu viljum við vinsamlegast biðja fólk um að vera ekki að ganga ofan á nýja hrauninu, það er einfaldlega stórhættulegt!“ Svona verður opnuninni háttað á Suðurstrandarvegi.Vegagerðin Vegagerðin boðaði í dag að Suðurstrandarvegur, sem staðið hefur lokaður síðan 18. mars, verði opnaður með takmörkunum í kvöld, sem sjást á myndinni hér fyrir ofan. Vegurinn er þó enn lokaður allri almennri umferð milli Grindavíkur og gatnamóta við Krýsuvíkurveg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni um tíuleytið í kvöld. Þá er vert að taka fram að almannavarnir hafa lokað gossvæðinu og er sú lokun enn í gildi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. 22. mars 2021 20:24 Opna Suðurstrandarveg með takmörkunum í kvöld Suðurstrandarvegur verður opnaður með takmörkunum í kvöld mánudaginn 22. mars en vegurinn hefur staðið lokaður síðan á fimmtudag, degi áður en eldgos hófst í Geldingadal. 22. mars 2021 18:41 Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. 22. mars 2021 20:24
Opna Suðurstrandarveg með takmörkunum í kvöld Suðurstrandarvegur verður opnaður með takmörkunum í kvöld mánudaginn 22. mars en vegurinn hefur staðið lokaður síðan á fimmtudag, degi áður en eldgos hófst í Geldingadal. 22. mars 2021 18:41
Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44