Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2021 18:41 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, segir veðurspána gera ráð fyrir nánast logni seinni part morgundagsins og þá geti hættuleg gös safnast fyrir, ólíkt síðustu dögum í sterkri sunnan átt. „Það er auðvitað bæði hár styrkur af brennisteinstvíildi sem þarf að hafa áhyggjur af. Svo er það líka koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem hreinlega eru þung og geta valdið því að það myndast ekkert súrefni. Ef það myndast slíkar aðstæður hjálpa gasgrímur ekki neitt. Og það er stórhættulegt í slíkum dældum,“ segir Kristín. Hve lengi tórir fólk í slíkum aðstæðum? „Ekki lengi.“ Vísindamenn hafa áhyggjur af því að framlenging geti opnast fyrirvaralaust til norðausturs eða suðurs á þeirri sprungu sem nú gýs úr. „Við sáum það í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Þar opnuðust sprungur fyrirvaralaust og fólk var í stórhættu. Þetta er eitthvað sem fólk sem fer á svæðið þarf að vera meðvitað um.“ Hún segir þó engin merki um það eins og er. „Við fylgjumst mjög vel með þessu. Við sjáum mjög litla skjálfta alls staðar í ganginum. Við fylgjum vel með því, sérstaklega ef skjálftar fara að grynnast. En það eru engin merki um það eins og er.“ Gosvirknin var svipuð á svæðinu í dag og síðustu daga. „Og það lítur út fyrir að gosið sé minna en við sjáum á gosóróa mælingum að styrkurinn er svipaður. En það kannski lítur út fyrir að vera minna því gígurinn er að hækka.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, segir veðurspána gera ráð fyrir nánast logni seinni part morgundagsins og þá geti hættuleg gös safnast fyrir, ólíkt síðustu dögum í sterkri sunnan átt. „Það er auðvitað bæði hár styrkur af brennisteinstvíildi sem þarf að hafa áhyggjur af. Svo er það líka koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem hreinlega eru þung og geta valdið því að það myndast ekkert súrefni. Ef það myndast slíkar aðstæður hjálpa gasgrímur ekki neitt. Og það er stórhættulegt í slíkum dældum,“ segir Kristín. Hve lengi tórir fólk í slíkum aðstæðum? „Ekki lengi.“ Vísindamenn hafa áhyggjur af því að framlenging geti opnast fyrirvaralaust til norðausturs eða suðurs á þeirri sprungu sem nú gýs úr. „Við sáum það í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Þar opnuðust sprungur fyrirvaralaust og fólk var í stórhættu. Þetta er eitthvað sem fólk sem fer á svæðið þarf að vera meðvitað um.“ Hún segir þó engin merki um það eins og er. „Við fylgjumst mjög vel með þessu. Við sjáum mjög litla skjálfta alls staðar í ganginum. Við fylgjum vel með því, sérstaklega ef skjálftar fara að grynnast. En það eru engin merki um það eins og er.“ Gosvirknin var svipuð á svæðinu í dag og síðustu daga. „Og það lítur út fyrir að gosið sé minna en við sjáum á gosóróa mælingum að styrkurinn er svipaður. En það kannski lítur út fyrir að vera minna því gígurinn er að hækka.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27