Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. mars 2021 16:38 Björgunarsveitarmenn sjást hér stika gönguleið að gosinu í Geldingadal nú á fimmta tímanum. Vísir/Egill Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal. „Þetta er langstysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum. Mikil umræða hefur skapast í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í dag og um helgina vegna ferða fólks að gossvæðinu. Vegalengdin mun vera um fjórir kílómetrar hvora leið og hækkunin nemur um 300 metrum samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hjálmar segir að stikunin fari fram nú í samráði við Almannavarnir og Veðurstofu Íslands. Þar skipti meðal annars máli að ekki sé gengið um Nátthaga á leiðinni á gosstöðvarnar þar sem órói sé á því svæði. Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal og sú sem verður stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf „Við teljum þetta vera öruggustu leiðina miðað við þær upplýsingar sem við höfum.“ Gul veðurviðvörun er í gildi í dag og líkur á gassöfnun á morgun. „Vandamálið sem við glímum við í dag er að veður er vont og kalt. Svæðið er því lokað. Morgundagurinn býður upp á betra veður en þá kemur önnur hætta sem er gassöfnun.“ Hann minnir á að gossvæðinu hafi verið lokað af Almannavörnum í dag og það sé þeirra að aflétta þeirri lokun þegar tilefni sé til. Samvinna við stikun nú síðdegis.Vísir/Jóhann K. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir meðal annars til skoðunar að opna Suðurstrandarveg að hluta en vegurinn er lokaður sem stendur vegna skemmda. Þá sagði Rögnvaldur ekkert til í því að mælt hefði verið með því að leggja langt í burtu til að letja fólk frá því að koma á svæðið. Þær ráðleggingar snúist um aðra hluti. Verið sé að skoða bílastæðamál varðandi gönguleiðina. V iðtalið má heyra hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Þetta er langstysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum. Mikil umræða hefur skapast í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í dag og um helgina vegna ferða fólks að gossvæðinu. Vegalengdin mun vera um fjórir kílómetrar hvora leið og hækkunin nemur um 300 metrum samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hjálmar segir að stikunin fari fram nú í samráði við Almannavarnir og Veðurstofu Íslands. Þar skipti meðal annars máli að ekki sé gengið um Nátthaga á leiðinni á gosstöðvarnar þar sem órói sé á því svæði. Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal og sú sem verður stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf „Við teljum þetta vera öruggustu leiðina miðað við þær upplýsingar sem við höfum.“ Gul veðurviðvörun er í gildi í dag og líkur á gassöfnun á morgun. „Vandamálið sem við glímum við í dag er að veður er vont og kalt. Svæðið er því lokað. Morgundagurinn býður upp á betra veður en þá kemur önnur hætta sem er gassöfnun.“ Hann minnir á að gossvæðinu hafi verið lokað af Almannavörnum í dag og það sé þeirra að aflétta þeirri lokun þegar tilefni sé til. Samvinna við stikun nú síðdegis.Vísir/Jóhann K. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir meðal annars til skoðunar að opna Suðurstrandarveg að hluta en vegurinn er lokaður sem stendur vegna skemmda. Þá sagði Rögnvaldur ekkert til í því að mælt hefði verið með því að leggja langt í burtu til að letja fólk frá því að koma á svæðið. Þær ráðleggingar snúist um aðra hluti. Verið sé að skoða bílastæðamál varðandi gönguleiðina. V iðtalið má heyra hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira