Kosningar 2021: Línur leggjast Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði skrifar 22. mars 2021 07:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, rýnir í nýjustu könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. Sá fyrsti er tiltölulega sterk staða bæði ríkisstjórnarinnar sem slíkrar, sem og hvers og eins ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Öndvert við það sem iðulega reynist á krísutíð haggast stuðningurinn við ríkisstjórnina lítið, raunar vex ögn ánægjan með störf hennar. Stjórnarandstöðunni er vissulega nokkur vorkunn því fárið þrengir að athafnarými hennar. Um leið virðist þó sem að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi kannski ekki heldur verið svo ýkja ákafir í að bjóða upp á annan valkost við stjórnarstefnuna, hvað svo sem veldur því. Vænleg staða ríkisstjórnarflokkanna Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé að vísu í órafjarlægð frá stuðningnum sem hann naut lengst af á fyrri tíð – og jafnvel þótt hann nái ekki heldur því fjórðungsfylgi sem hann landaði í síðustu kosningum – má flokkurinn engu að síður vel við una, miðað við aðstæður. Með 21,8 prósent fylgi nú ber hann enn þá höfuð og herðar yfir þá sem næstir koma. Ef eitthvað er hefur hlutfallsleg forysta Sjálfstæðisflokks bara aukist í þeim fjórum mánaðarkönnunum sem við rýnum í hér. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gæti verið að skoða nýjar tölur úr könnun Maskínu á þessari mynd. Sjálfstæðisflokkurinn viðheldur öruggu forskoti á aðra flokka.Vísir/Vilhelm Vinstri Grænir áttu óvanlega góðu gengi að fagna í síðustu kosningum. Og við það eitt að setjast við stjórnvölinn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki hlaut fylgið að falla – stappar nærri náttúrulögmáli í íslenskum stjórnmálum. En flokkurinn getur fagnað því að fylgið hefur ekki fallið nándar nærri eins mikið og ætla hefði mátt. Stuðningurinn er enn æði stöðugur ofan við þrettán prósentin. Síðustu mánuði er það þó Framsóknarflokkurinn sem best dafnar í þessari stjórn, sæll með sitt á milli pólanna tveggja. Bætir meira að segja eina litla ögn við fylgið, þótt það sé raun innan skekkjumarka, með nálega ellefu prósenta fylgi. Stuðningurinn við Framsókn hafði nokkuð dalað á miðju kjörtímabilinu en í síðustu fjórum könnunum Maskínu er hann á skýrt merkjanlegu skriði upp á við. Vandi andstöðunnar Einna sérkennilegast við þær fjórar kannanir sem hér um ræðir er kannski bágborin staða Miðflokksins sem nær sér engan vegin á strik. – Líkast til nýtur Framsóknarflokkurinn þess nú. Hvað svo sem verður þegar kosningabaráttan fer á skrið með vorinu. Nokkuð hefur blásið um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vegna málaferla sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra. Það er þó ekki að sjá í nýjum tölum.Vísir/Vilhelm Annar áhugaverður straumur er hin mjög svo hægfara en nokkuð stöðuga fylgisaukning Sósíalistaflokksins sem nú er kominn til leiks sem alvöru áskorandi í íslenskum stjórnmálum, með 5,7% atkvæða í þessari könnun. Á sama tíma mælist Flokkur fólksins aftur undir þröskuldi og virðist fylgið nú fremur fljóta frá honum. Hnígur á landsvísu ... Áhugaverðasta breytingin er samt sem áður á stöðu Samfylkingarinnar. Og hér þurfum við að staldra allnokkuð við. Samfylkingin beið algjört afhroð í kosningunum 2016 þegar hún var nálægt því að þurrkast út af þingi – sem sé flokkurinn sem stofnaður hafði verið til höfuðs yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins og hafði um tíma mælst á milli þrjátíu og fjörutíu prósenta í fylgi. Í kosningunum árið 2017 rétti Samfylkingin aðeins úr kútnum og kraflaði sig yfir tólf prósentin. Logi Einarsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eiga mikið verk fyrir höndum að styrkja fylgi Samfylkingar fram að kosningunum í september.Vísir/Vilhelm Við myndun ríkisstjórnar samsettri úr fremur íhaldssömum flokkum þvert yfir miðju mætti ætla að Samfylkingin gæti fundið nýja viðspyrnu. En því hefur nú hreint ekki verið að heilsa og í síðustu fjórum mánaðarkönnunum Maskínu hefur flokkurinn stöðugt verið á fallanda fæti – fer úr nálega átján prósenta fylgi í desember og trappast svo niður í hverri könnun, í 13,7% nú. Einkennilegast er að fylgisfallið kemur á sama tíma og flokkurinn hefur verið allnokkuð í sviðsljósinu við uppstillingu á lista sína. ... en rís í Reykjavík Þessi staða er ekki síst athyglisverð sökum þess að í borginni virðist sami flokkur vera á feikiflugi. Kannski má segja að áhugaverðustu niðurstöðu í skoðanakönnunum að undanförnu sé að finna hjá Gallup fyrr í mánuðinum um fylgi við flokka í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkarnir sem skipa meirihlutann bæta allir við sig í fylgi en Samfylkingin sker sig úr. Í borginni mælist hún með tvöfalt fylgi á við móðurflokkinn á landsvísu, með 26,4 prósent. Það er ansi hreint mögnuð niðurstaða. Það virðist lítið bíta á Dag B. Eggertsson borgarstjóra sem hefur mátt sæta linnulausum og langvarandi ákúrum.Vísir/Baldur Hrafnkell Og kannski ekki síst merkileg fyrir þær sakir hvað hart hefur verið sótt að borgarstjóranum, Degi B. Eggertssyni. Raunar er leitun að forystumanni í íslenskum stjórnmálum sem sætt hefur eins langvarandi linnulausum ákúrum og borgarstjórinn. Gríðarsterk öfl bæði í stjórnmálalífi og kaupsýslu hafa hamast á honum árum saman. Samt tekst ekki að höggva skarð í fylgið við hann, hvað svo sem á gengur. Þetta er eftirtektarvert. Snúin staða Sjálfstæðisflokks Áður en við snúum okkur aftur að landsmálunum þarf fyrst að ræða stjórnarandstöðuna í borgarstjórn. Eftir að hafa haft öll tögl og haldir í borginni áratugum saman hefur Sjálfstæðisflokkurinn gengið mikla eyðimerkurgöngu eftir strætum Reykjavíkur frá því um miðjan tíunda áratuginn, svona að mestu allavega. Margt hefur verið reynt til að snúa þeirri stöðu við en allt komið fyrir ekki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru á öndverðum meiði um ýmislegt er við kemur samgöngumálum í Reykjavíkurborg.Vísir/Vilhelm Smám saman komu svo í forystu fyrir Sjálfstæðisflokk í borginni fólk sem talaði fyrir eiginlegri borgarmenningu, til dæmis fyrir þéttari byggð, fjörugra mannlífi og fyrir fjölbreyttari samgöngumátum. Þetta fólk hóf nokkuð friðsama samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn og með hægð kom það í gegn fjölmörgum stefnumálum sínum, sem sé án þess að sitja sjálft við stjórnvölinn. En í Valhöll var þó ekki alltaf mikil kátína með þessa þróun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru sakaðir um linkind í stjórnarandstöðu og um að liggja marflatir undir vilja meirihlutans. Svo fór að þau voru flest hrakin á brott, sem sé fyrir að vera of lin í gagnrýni sinni á meirihlutann og í raun fyrir að styðja stefnu hans í megindráttum. Á þessum forsendum hurfu fyrst á braut þau Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og svo þær Hildur Sverrisdóttir (sem þó hélt áfram störfum á vettvangi flokksins) og Áslaug Friðriksdóttir. Það virðast vera ár og dagar síðan Gísli Marteinn Baldursson var í eldlínunni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í borginni.Vísir/Vilhlm Við taumunum tók fólk sem sló mun harðskeyttari tón. Nýja forystan skerpti verulega á hellunni í átökum við meirihlutann og lagðist gegn þeirri meginstefnu sem borgin hefur rekið, til dæmis með verulegum efasemdum um borgarlínu, þéttingu byggðar og því að setja hjólreiðar og göngustíga framar í röðina en áður gagnvart einkabílnum. Þetta varð í raun algjör hreinsun. Og jafnvel þótt Eyþór Arnalds hafi kannski ekki verið augljósasti fulltrúi úthverfanna og einkabílismans – hafandi verið einn forystumanna samtakanna 102 Reykjavík sem barðist fyrir brottflutningi flugvallarins úr Vatnsmýri í kosningunni um hann árið 2001 – þá fylgdi honum og nýja fólkinu, svo sem Hildi Björnsdóttur sem settist í sætið fyrir aftan hann, mun harðari stjórnarandstaða. En sú andstaða hefur, sem sé, ekki náð að höggva í stuðning meirihlutans. Þvert á móti raunar. Með öðrum orðum skiluðu áhafnaskiptin Sjálfstæðisflokknum ekki tilætluðum árangri. Skiptar skoðanir eru um Reykjavíkurflugvöll og hvort hann eigi að vera eða fara. Þær skoðanir hafa raunar verið skiptar í langan tíma.Vísir/Vilhelm Með þessa forsögu í huga er aðsend grein Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í síðustu viku sérdeilis áhugaverð. Þar lýsir hún einörðum stuðningi við borgarlínu og því að greiða fyrir öðrum samgönguleiðum en einkabílsins, svo sem fyrir hjólreiðum. Sú grein gæti allt eins hafa verið skrifuð af þeim Gísla Marteini, Þorbjörgu Helgu, Hildi Sverris og Áslaugu. – Sem segir okkur jú heilmikla sögu. Átakalínur næstu missera – aflétting sóttvarnaráðstafana Jæja, þetta var kannski svolítill útúrdúr. Snúum okkur þá aftur að landsmálunum í aðdraganda kosninga. Í síðustu grein fyrir mánuði benti ég á að meginátök næsta misserið eða svo verði aflétting þeirra hafta á líf fólks sem sett hafa verið í sóttvarnaskyni. Undanfarið höfum við einmitt séð fyrsta vísinn af þeim átökum – sem líkast til eiga bara eftir að harðna. Ríkisstjórnin, með þær Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu fremstar í flokki, tilkynntu um fyrstu tilslökun á landamærunum sem eiga að hefjast 1. maí næstkomandi. Lítið hefur farið fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Fyrirsjáanlega reis strax upp mikil andstaða við þær ráðstafanir. Afléttingaáætlunin er samt fremur varfærin og kannski er áhugaverðast hér að enginn flokkur hefur staðsett sig frelsismegin við stjórnina. Raddir sem krefjast hraðari og viðameiri afléttinga heyrast varla í íslenskum stjórnmálum. Ekki einu sinni frá Viðreisn eða Pírötum sem þó stilla sér yfirleitt upp frjálslyndismegin í íslenskum stjórnmálum. Kannski er einna athyglisverðast að Samfylkingin gagnrýnir stjórnina fyrir að ganga allt of langt í frelsisátt. Vill nú viðhalda strangari höftum á ferðum fólks á milli landa heldur en ríkisstjórnin stefnir að. Umhleypingar Í raun hefur hér orðið gerbreyting á stefnu Samfylkingarinnar frá fyrri tíð. Hún á arfleifð í Alþýðuflokknum sem átti skýran stað í flokkakerfinu sem frjálslyndi flokkurinn á vinstri vængnum. Framan af nýju öldinni staðsetti Samfylkingin sig þar líka, en að undanförnu virðist hún hafa fjarlægst frjálslynda arfleifð sína, sér í lagi núna í sóttinni. Fyrir vikið er staður Samfylkingarinnar í flokkakerfinu óljósari en áður og mögulega sést það í könnunum núna. Samfylkingin er um margt komin vinstra megin við VG og klemmist þar einnig á móti Sósíalistaflokknum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er á meðal þingmanna flokksins sem ætla að hverfa frá þingi en vera áfram virkir í innri starfi flokksins.Vísir/SigurjónÓ Svo virðist sem einkum Viðreisn og Píratar njóti stöðubreytingar Samfylkingarinnar, mælast nú hvor um sig með 12,1 prósent fylgi í könnun Maskínu – og geta vel við unað. Mæta nú minni samkeppni á frjálslyndisfeltinu. Áfram má gera ráð fyrir að átökin um afléttingu sóttvarnaráðstafana verði meginátakaás íslenskra stjórnmála – líkt og svo sem víðast hvar. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sá fyrsti er tiltölulega sterk staða bæði ríkisstjórnarinnar sem slíkrar, sem og hvers og eins ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Öndvert við það sem iðulega reynist á krísutíð haggast stuðningurinn við ríkisstjórnina lítið, raunar vex ögn ánægjan með störf hennar. Stjórnarandstöðunni er vissulega nokkur vorkunn því fárið þrengir að athafnarými hennar. Um leið virðist þó sem að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi kannski ekki heldur verið svo ýkja ákafir í að bjóða upp á annan valkost við stjórnarstefnuna, hvað svo sem veldur því. Vænleg staða ríkisstjórnarflokkanna Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé að vísu í órafjarlægð frá stuðningnum sem hann naut lengst af á fyrri tíð – og jafnvel þótt hann nái ekki heldur því fjórðungsfylgi sem hann landaði í síðustu kosningum – má flokkurinn engu að síður vel við una, miðað við aðstæður. Með 21,8 prósent fylgi nú ber hann enn þá höfuð og herðar yfir þá sem næstir koma. Ef eitthvað er hefur hlutfallsleg forysta Sjálfstæðisflokks bara aukist í þeim fjórum mánaðarkönnunum sem við rýnum í hér. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gæti verið að skoða nýjar tölur úr könnun Maskínu á þessari mynd. Sjálfstæðisflokkurinn viðheldur öruggu forskoti á aðra flokka.Vísir/Vilhelm Vinstri Grænir áttu óvanlega góðu gengi að fagna í síðustu kosningum. Og við það eitt að setjast við stjórnvölinn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki hlaut fylgið að falla – stappar nærri náttúrulögmáli í íslenskum stjórnmálum. En flokkurinn getur fagnað því að fylgið hefur ekki fallið nándar nærri eins mikið og ætla hefði mátt. Stuðningurinn er enn æði stöðugur ofan við þrettán prósentin. Síðustu mánuði er það þó Framsóknarflokkurinn sem best dafnar í þessari stjórn, sæll með sitt á milli pólanna tveggja. Bætir meira að segja eina litla ögn við fylgið, þótt það sé raun innan skekkjumarka, með nálega ellefu prósenta fylgi. Stuðningurinn við Framsókn hafði nokkuð dalað á miðju kjörtímabilinu en í síðustu fjórum könnunum Maskínu er hann á skýrt merkjanlegu skriði upp á við. Vandi andstöðunnar Einna sérkennilegast við þær fjórar kannanir sem hér um ræðir er kannski bágborin staða Miðflokksins sem nær sér engan vegin á strik. – Líkast til nýtur Framsóknarflokkurinn þess nú. Hvað svo sem verður þegar kosningabaráttan fer á skrið með vorinu. Nokkuð hefur blásið um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vegna málaferla sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra. Það er þó ekki að sjá í nýjum tölum.Vísir/Vilhelm Annar áhugaverður straumur er hin mjög svo hægfara en nokkuð stöðuga fylgisaukning Sósíalistaflokksins sem nú er kominn til leiks sem alvöru áskorandi í íslenskum stjórnmálum, með 5,7% atkvæða í þessari könnun. Á sama tíma mælist Flokkur fólksins aftur undir þröskuldi og virðist fylgið nú fremur fljóta frá honum. Hnígur á landsvísu ... Áhugaverðasta breytingin er samt sem áður á stöðu Samfylkingarinnar. Og hér þurfum við að staldra allnokkuð við. Samfylkingin beið algjört afhroð í kosningunum 2016 þegar hún var nálægt því að þurrkast út af þingi – sem sé flokkurinn sem stofnaður hafði verið til höfuðs yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins og hafði um tíma mælst á milli þrjátíu og fjörutíu prósenta í fylgi. Í kosningunum árið 2017 rétti Samfylkingin aðeins úr kútnum og kraflaði sig yfir tólf prósentin. Logi Einarsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eiga mikið verk fyrir höndum að styrkja fylgi Samfylkingar fram að kosningunum í september.Vísir/Vilhelm Við myndun ríkisstjórnar samsettri úr fremur íhaldssömum flokkum þvert yfir miðju mætti ætla að Samfylkingin gæti fundið nýja viðspyrnu. En því hefur nú hreint ekki verið að heilsa og í síðustu fjórum mánaðarkönnunum Maskínu hefur flokkurinn stöðugt verið á fallanda fæti – fer úr nálega átján prósenta fylgi í desember og trappast svo niður í hverri könnun, í 13,7% nú. Einkennilegast er að fylgisfallið kemur á sama tíma og flokkurinn hefur verið allnokkuð í sviðsljósinu við uppstillingu á lista sína. ... en rís í Reykjavík Þessi staða er ekki síst athyglisverð sökum þess að í borginni virðist sami flokkur vera á feikiflugi. Kannski má segja að áhugaverðustu niðurstöðu í skoðanakönnunum að undanförnu sé að finna hjá Gallup fyrr í mánuðinum um fylgi við flokka í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkarnir sem skipa meirihlutann bæta allir við sig í fylgi en Samfylkingin sker sig úr. Í borginni mælist hún með tvöfalt fylgi á við móðurflokkinn á landsvísu, með 26,4 prósent. Það er ansi hreint mögnuð niðurstaða. Það virðist lítið bíta á Dag B. Eggertsson borgarstjóra sem hefur mátt sæta linnulausum og langvarandi ákúrum.Vísir/Baldur Hrafnkell Og kannski ekki síst merkileg fyrir þær sakir hvað hart hefur verið sótt að borgarstjóranum, Degi B. Eggertssyni. Raunar er leitun að forystumanni í íslenskum stjórnmálum sem sætt hefur eins langvarandi linnulausum ákúrum og borgarstjórinn. Gríðarsterk öfl bæði í stjórnmálalífi og kaupsýslu hafa hamast á honum árum saman. Samt tekst ekki að höggva skarð í fylgið við hann, hvað svo sem á gengur. Þetta er eftirtektarvert. Snúin staða Sjálfstæðisflokks Áður en við snúum okkur aftur að landsmálunum þarf fyrst að ræða stjórnarandstöðuna í borgarstjórn. Eftir að hafa haft öll tögl og haldir í borginni áratugum saman hefur Sjálfstæðisflokkurinn gengið mikla eyðimerkurgöngu eftir strætum Reykjavíkur frá því um miðjan tíunda áratuginn, svona að mestu allavega. Margt hefur verið reynt til að snúa þeirri stöðu við en allt komið fyrir ekki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru á öndverðum meiði um ýmislegt er við kemur samgöngumálum í Reykjavíkurborg.Vísir/Vilhelm Smám saman komu svo í forystu fyrir Sjálfstæðisflokk í borginni fólk sem talaði fyrir eiginlegri borgarmenningu, til dæmis fyrir þéttari byggð, fjörugra mannlífi og fyrir fjölbreyttari samgöngumátum. Þetta fólk hóf nokkuð friðsama samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn og með hægð kom það í gegn fjölmörgum stefnumálum sínum, sem sé án þess að sitja sjálft við stjórnvölinn. En í Valhöll var þó ekki alltaf mikil kátína með þessa þróun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru sakaðir um linkind í stjórnarandstöðu og um að liggja marflatir undir vilja meirihlutans. Svo fór að þau voru flest hrakin á brott, sem sé fyrir að vera of lin í gagnrýni sinni á meirihlutann og í raun fyrir að styðja stefnu hans í megindráttum. Á þessum forsendum hurfu fyrst á braut þau Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og svo þær Hildur Sverrisdóttir (sem þó hélt áfram störfum á vettvangi flokksins) og Áslaug Friðriksdóttir. Það virðast vera ár og dagar síðan Gísli Marteinn Baldursson var í eldlínunni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í borginni.Vísir/Vilhlm Við taumunum tók fólk sem sló mun harðskeyttari tón. Nýja forystan skerpti verulega á hellunni í átökum við meirihlutann og lagðist gegn þeirri meginstefnu sem borgin hefur rekið, til dæmis með verulegum efasemdum um borgarlínu, þéttingu byggðar og því að setja hjólreiðar og göngustíga framar í röðina en áður gagnvart einkabílnum. Þetta varð í raun algjör hreinsun. Og jafnvel þótt Eyþór Arnalds hafi kannski ekki verið augljósasti fulltrúi úthverfanna og einkabílismans – hafandi verið einn forystumanna samtakanna 102 Reykjavík sem barðist fyrir brottflutningi flugvallarins úr Vatnsmýri í kosningunni um hann árið 2001 – þá fylgdi honum og nýja fólkinu, svo sem Hildi Björnsdóttur sem settist í sætið fyrir aftan hann, mun harðari stjórnarandstaða. En sú andstaða hefur, sem sé, ekki náð að höggva í stuðning meirihlutans. Þvert á móti raunar. Með öðrum orðum skiluðu áhafnaskiptin Sjálfstæðisflokknum ekki tilætluðum árangri. Skiptar skoðanir eru um Reykjavíkurflugvöll og hvort hann eigi að vera eða fara. Þær skoðanir hafa raunar verið skiptar í langan tíma.Vísir/Vilhelm Með þessa forsögu í huga er aðsend grein Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í síðustu viku sérdeilis áhugaverð. Þar lýsir hún einörðum stuðningi við borgarlínu og því að greiða fyrir öðrum samgönguleiðum en einkabílsins, svo sem fyrir hjólreiðum. Sú grein gæti allt eins hafa verið skrifuð af þeim Gísla Marteini, Þorbjörgu Helgu, Hildi Sverris og Áslaugu. – Sem segir okkur jú heilmikla sögu. Átakalínur næstu missera – aflétting sóttvarnaráðstafana Jæja, þetta var kannski svolítill útúrdúr. Snúum okkur þá aftur að landsmálunum í aðdraganda kosninga. Í síðustu grein fyrir mánuði benti ég á að meginátök næsta misserið eða svo verði aflétting þeirra hafta á líf fólks sem sett hafa verið í sóttvarnaskyni. Undanfarið höfum við einmitt séð fyrsta vísinn af þeim átökum – sem líkast til eiga bara eftir að harðna. Ríkisstjórnin, með þær Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu fremstar í flokki, tilkynntu um fyrstu tilslökun á landamærunum sem eiga að hefjast 1. maí næstkomandi. Lítið hefur farið fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Fyrirsjáanlega reis strax upp mikil andstaða við þær ráðstafanir. Afléttingaáætlunin er samt fremur varfærin og kannski er áhugaverðast hér að enginn flokkur hefur staðsett sig frelsismegin við stjórnina. Raddir sem krefjast hraðari og viðameiri afléttinga heyrast varla í íslenskum stjórnmálum. Ekki einu sinni frá Viðreisn eða Pírötum sem þó stilla sér yfirleitt upp frjálslyndismegin í íslenskum stjórnmálum. Kannski er einna athyglisverðast að Samfylkingin gagnrýnir stjórnina fyrir að ganga allt of langt í frelsisátt. Vill nú viðhalda strangari höftum á ferðum fólks á milli landa heldur en ríkisstjórnin stefnir að. Umhleypingar Í raun hefur hér orðið gerbreyting á stefnu Samfylkingarinnar frá fyrri tíð. Hún á arfleifð í Alþýðuflokknum sem átti skýran stað í flokkakerfinu sem frjálslyndi flokkurinn á vinstri vængnum. Framan af nýju öldinni staðsetti Samfylkingin sig þar líka, en að undanförnu virðist hún hafa fjarlægst frjálslynda arfleifð sína, sér í lagi núna í sóttinni. Fyrir vikið er staður Samfylkingarinnar í flokkakerfinu óljósari en áður og mögulega sést það í könnunum núna. Samfylkingin er um margt komin vinstra megin við VG og klemmist þar einnig á móti Sósíalistaflokknum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er á meðal þingmanna flokksins sem ætla að hverfa frá þingi en vera áfram virkir í innri starfi flokksins.Vísir/SigurjónÓ Svo virðist sem einkum Viðreisn og Píratar njóti stöðubreytingar Samfylkingarinnar, mælast nú hvor um sig með 12,1 prósent fylgi í könnun Maskínu – og geta vel við unað. Mæta nú minni samkeppni á frjálslyndisfeltinu. Áfram má gera ráð fyrir að átökin um afléttingu sóttvarnaráðstafana verði meginátakaás íslenskra stjórnmála – líkt og svo sem víðast hvar.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45
Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30