Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2021 14:50 Hlynur Andrésson nær andanum eftir maraþon dagsins. Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki. „Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Ég var alveg viss eftir 25 km að ég myndi ná lágmarkinu,“ sagði Hlynur Andrésson eftir hlaupið í dag. „Svo datt hérinn út og ég lenti á veggnum þegar það voru um sex kílómetrar eftir þannig að þetta var ströggl í endann.“ Hlynur var ekki nógu sáttur við að ná ekki Ólympíulágmarkinu. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég var á tímapunkti alveg viss um að ég myndi ná lágmarkinu en það var svolítið mikið rok og það hefðu mátt vera betri aðstæður. Þetta voru öðruvísi aðstæður en ég er vanur.“ Hlynur segist ekki ætla að reyna aftur við Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Tokyo í sumar og að mikill munur sé á heilu og hálfu maraþoni. „Það er í rauninni varla hægt. Ég þyrfti þá að hlaupa þrjú maraþon á hálfu ári og það er bara eiginlega ekki hægt.“ „Þetta er öðruvísi en hálft maraþon. Maður þarf að vera að taka inn kolvetni allan tímann til að halda sér gangandi sem þarf kannski ekki í hálfu. Svo lenti ég á veggnum eftir 36 kílómetra og ég hef eiginlega aldrei lent í því áður.“ Þetta var enn eitt Íslandsmetið sem Hlynur bætir, en fyrir á hann Íslandsmet í öllum vegalengdum frá 3.000 metrum upp í hálft maraþon, eða 21 km. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir.“ Hlaup Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
„Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Ég var alveg viss eftir 25 km að ég myndi ná lágmarkinu,“ sagði Hlynur Andrésson eftir hlaupið í dag. „Svo datt hérinn út og ég lenti á veggnum þegar það voru um sex kílómetrar eftir þannig að þetta var ströggl í endann.“ Hlynur var ekki nógu sáttur við að ná ekki Ólympíulágmarkinu. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég var á tímapunkti alveg viss um að ég myndi ná lágmarkinu en það var svolítið mikið rok og það hefðu mátt vera betri aðstæður. Þetta voru öðruvísi aðstæður en ég er vanur.“ Hlynur segist ekki ætla að reyna aftur við Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Tokyo í sumar og að mikill munur sé á heilu og hálfu maraþoni. „Það er í rauninni varla hægt. Ég þyrfti þá að hlaupa þrjú maraþon á hálfu ári og það er bara eiginlega ekki hægt.“ „Þetta er öðruvísi en hálft maraþon. Maður þarf að vera að taka inn kolvetni allan tímann til að halda sér gangandi sem þarf kannski ekki í hálfu. Svo lenti ég á veggnum eftir 36 kílómetra og ég hef eiginlega aldrei lent í því áður.“ Þetta var enn eitt Íslandsmetið sem Hlynur bætir, en fyrir á hann Íslandsmet í öllum vegalengdum frá 3.000 metrum upp í hálft maraþon, eða 21 km. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir.“
Hlaup Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10