Í Frostaskjóli var boðið upp á Reykjavíkurslag þar sem Valskonur voru í heimsókn hjá KR.
Snemma var ljóst í hvað stefndi því Valur hafði talsverða yfirburði. Hlíðarendaliðið leiddi leikinn til að mynda með sextán stiga mun í hálfleik.
Fór að lokum svo að Valur vann öruggan 20 stiga sigur, 67-87. Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst í liði Vals með 20 stig auk þess að taka tíu fráköst. Í liði KR var Annika Holopainen atkvæðamest með 21 stig auk þess að taka ellefu fráköst.
Á sama tíma var Snæfell í heimsókn hjá Haukum að Ásvöllum þar sem heimakonur höfðu mikla yfirburði.
Leikurinn var þó jafn til að byrja með en í öðrum leikhluta fór að draga í sundur með liðunum og unnu Hafnfirðingar að lokum 30 stiga sigur, 98-68.
Þóra Kristín Jónsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Hauka; var stigahæst með 25 stig og gaf að auki ellefu stoðsendingar.
Haiden Palmer stigahæst í liði Snæfells með 20 stig.