Íslenski boltinn

Árni í Breiðablik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Árni við undirskriftina.
Árni við undirskriftina. mynd/heimasíða breiðabliks

Árni Vilhjálmsson er genginn í raðir Breiðabliks. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í kvöld.

Árni hefur skrifað undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið en hann hefur undanfarin ár leikið erlendis.

Árni hefur leikið í Noregi, Svíþjóð, Póllandi og nú síðast Úkraínu en hann á að baki einn A-landsleik og 32 leiki fyrir yngri landlið Íslands.

„Það er fagnaðarefni fyrir alla Blika að fá Árna Vilhjálmsson heim,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika.

„Hann er frábær leikmaður og karakter sem mun hjálpa liðinu ómælt bæði innan vallar sem utan.“

Árni er 26 ára gamall framherji en hann var í viðtali við heimasíðu félagsins í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×