„Hann var svo hrokafullur að hann vildi ekkert tala við mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 17:00 Snorri Steinn Guðjónsson og Sverre Andreas Jakobsson voru í fimmta og fjórða sæti hjá Ásgeiri Erni. Skjámynd/S2 Sport Haukagoðsögnin og silfurdrengurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson valdi þá fimm erfiðustu og leiðinlegustu sem hann mætti á handbolaferlinum af þeim sem eru núna að þjálfa í Olís deildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk smá heimavinnu fyrir Seinni bylgjuna í gær en nú var komið að gamla landsliðsmanninum að henda upp topp fimm lista. „Ég tók þjálfarana í deildinni og henti í topp fimm lista yfir þá af þeim sem mér fannst erfiðast og leiðinlegast að spila á móti,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er enginn heilagur listi þannig lagað en ég tók svolítið mið af þessu tímabili áður en ég fór út eða frá 2000 til 2005. Ég var mikið að miða við það,“ sagði Ásgeir Örn. Hann byrjaði á því að setja Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, í fimmta sætið. Þeir spiluðu ekki saman hér heima en voru saman í atvinnumennsku. „Í fimmta sæti er Snorri sjálfur. Þá var hann búinn að vera á miðjunni í Valsliðinu og var örugglega búinn að spila einhver tvö tímabil áður en ég byrja að spila á móti honum í meistaraflokki. Hann var geggjaður stjórnandi,“ sagði Ásgeir og freistaðist til að skjóta aðeins á sinn gamla liðsfélaga í landsliðinu. „Hann tók stjórnina í liðinu en hann var fyrstu árin sín að spila með þessum risanöfnum eins og Geira [Geir Sveinsson] og Júlla [Júlíus Jónasson], Valdi [Valdimar Grímsson] var þarna og Rolo [Roland Eradze] var í markinu. Svo var hann þarna pínulítill tittur með einhverja Noel Gallagher klippingu á miðjunni að reyna að stýra þessu sem hann gerði frábærlega. Svo inn á milli komu þessu undirhandarskot frá honum upp í vinklana,“ sagði Ásgeir. „Það var erfitt að spila við hann en ekki beint leiðinlegt og aðallega vara skemmtilegt. Maður sá strax að þarna voru gæði í gangi,“ sagði Ásgeir en voru þeir ekkert að kýta þarna í gamla daga. „Nei ekki mikið. Hann var svo hrokafullur að hann vildi ekkert tala við mig þarna í byrjun,“ sagði Ásgeir en hér fyrir neðan má sjá hverja hann valdi síðan í fjögur efstu sætin hjá sér. Klippa: Seinni bylgjan: Topp fimm listi frá Ásgeiri Erni Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk smá heimavinnu fyrir Seinni bylgjuna í gær en nú var komið að gamla landsliðsmanninum að henda upp topp fimm lista. „Ég tók þjálfarana í deildinni og henti í topp fimm lista yfir þá af þeim sem mér fannst erfiðast og leiðinlegast að spila á móti,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er enginn heilagur listi þannig lagað en ég tók svolítið mið af þessu tímabili áður en ég fór út eða frá 2000 til 2005. Ég var mikið að miða við það,“ sagði Ásgeir Örn. Hann byrjaði á því að setja Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, í fimmta sætið. Þeir spiluðu ekki saman hér heima en voru saman í atvinnumennsku. „Í fimmta sæti er Snorri sjálfur. Þá var hann búinn að vera á miðjunni í Valsliðinu og var örugglega búinn að spila einhver tvö tímabil áður en ég byrja að spila á móti honum í meistaraflokki. Hann var geggjaður stjórnandi,“ sagði Ásgeir og freistaðist til að skjóta aðeins á sinn gamla liðsfélaga í landsliðinu. „Hann tók stjórnina í liðinu en hann var fyrstu árin sín að spila með þessum risanöfnum eins og Geira [Geir Sveinsson] og Júlla [Júlíus Jónasson], Valdi [Valdimar Grímsson] var þarna og Rolo [Roland Eradze] var í markinu. Svo var hann þarna pínulítill tittur með einhverja Noel Gallagher klippingu á miðjunni að reyna að stýra þessu sem hann gerði frábærlega. Svo inn á milli komu þessu undirhandarskot frá honum upp í vinklana,“ sagði Ásgeir. „Það var erfitt að spila við hann en ekki beint leiðinlegt og aðallega vara skemmtilegt. Maður sá strax að þarna voru gæði í gangi,“ sagði Ásgeir en voru þeir ekkert að kýta þarna í gamla daga. „Nei ekki mikið. Hann var svo hrokafullur að hann vildi ekkert tala við mig þarna í byrjun,“ sagði Ásgeir en hér fyrir neðan má sjá hverja hann valdi síðan í fjögur efstu sætin hjá sér. Klippa: Seinni bylgjan: Topp fimm listi frá Ásgeiri Erni
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni