Vill óháða úttekt á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. mars 2021 12:35 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að óháð úttekt verði gerð á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandans í Fossvogsskóla. Hún segir það sæta furðu að engir verkferlar séu til staðar í málum sem þessum og að viðbrögð borgarinnar séu skammarleg. Fossvogsskóla var í gær lokað og ákvörðun tekin um að finna annað húsnæði undir kennslu á meðan lausna er leitað við mygluvanda í húsnæðinu. Myglan greindist fyrst árið 2019 og síðan þá hefur verið ráðist í endurbætur fyrir um 500 milljónir króna, en þrátt fyrir það er myglugró áfram til stðaar. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir úrbótum frá því myglan greindist fyrst. „Staðan er sorgleg að mörgu leyti til. Það er Reykjavíkurborg sem ber að skaffa húsnæði sem er heilnæmt og það hefur meirihlutanum ekki tekist. En ég vona svo sannarlega að núna verði tekið á málefnum þar af festu og fundin góð lausn og húsnæðið gert heilnæmt,” segir Valgerður. Hún fagnar því að loks sé hlustað á kröfur foreldra, en telur þó full seint í rassinn gripið - nú þremur árum síðar. „Mér finnst það. Það eru þrjú ár síðan ég kom fyrst að þessu máli og í þrjú ár hafa foreldrar verið að berjast við borgina, við stærsta sveitarfélag landsins. Það er meirihlutinn í Reykjavík sem ber ábygð á málefnum Fossvogsskóla og auðvitað er betra seint en aldrei. Ég fagna því vissulega að það sé verið að gera eitthvað í málefnum skólans.” Valgerður segir viðhaldi ekki hafa verið nægilega sinnt í skólum borgarinnar og kallar eftir því að óháðum aðilum verði falið að gera úttekt á skólum borgarinnar. „Ég myndi vilja sjá það í framhaldinu að það yrði farið í úttekt á öllum leik- og grunnskólum í borginni og þau gögn gerð opinber á heimasíðum allra skóla,” segir hún.Þá þurfi skýra verkferla. „Það eru engir verkferlar til hjá Reykjavíkurborg út af myglumálum sem vekur ákveðna furðu hjá mér, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum myglu í skólahúsnæði á vegum borgarinnar.” Unnið verður að því í dag að finna nýtt húsnæði. Tveir valmöguleikar eru í stöðunni að sögn borgarinnar, meðal annars að sameina Fossvogsskóla öðrum skóla. Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01 Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Fossvogsskóla var í gær lokað og ákvörðun tekin um að finna annað húsnæði undir kennslu á meðan lausna er leitað við mygluvanda í húsnæðinu. Myglan greindist fyrst árið 2019 og síðan þá hefur verið ráðist í endurbætur fyrir um 500 milljónir króna, en þrátt fyrir það er myglugró áfram til stðaar. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir úrbótum frá því myglan greindist fyrst. „Staðan er sorgleg að mörgu leyti til. Það er Reykjavíkurborg sem ber að skaffa húsnæði sem er heilnæmt og það hefur meirihlutanum ekki tekist. En ég vona svo sannarlega að núna verði tekið á málefnum þar af festu og fundin góð lausn og húsnæðið gert heilnæmt,” segir Valgerður. Hún fagnar því að loks sé hlustað á kröfur foreldra, en telur þó full seint í rassinn gripið - nú þremur árum síðar. „Mér finnst það. Það eru þrjú ár síðan ég kom fyrst að þessu máli og í þrjú ár hafa foreldrar verið að berjast við borgina, við stærsta sveitarfélag landsins. Það er meirihlutinn í Reykjavík sem ber ábygð á málefnum Fossvogsskóla og auðvitað er betra seint en aldrei. Ég fagna því vissulega að það sé verið að gera eitthvað í málefnum skólans.” Valgerður segir viðhaldi ekki hafa verið nægilega sinnt í skólum borgarinnar og kallar eftir því að óháðum aðilum verði falið að gera úttekt á skólum borgarinnar. „Ég myndi vilja sjá það í framhaldinu að það yrði farið í úttekt á öllum leik- og grunnskólum í borginni og þau gögn gerð opinber á heimasíðum allra skóla,” segir hún.Þá þurfi skýra verkferla. „Það eru engir verkferlar til hjá Reykjavíkurborg út af myglumálum sem vekur ákveðna furðu hjá mér, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum myglu í skólahúsnæði á vegum borgarinnar.” Unnið verður að því í dag að finna nýtt húsnæði. Tveir valmöguleikar eru í stöðunni að sögn borgarinnar, meðal annars að sameina Fossvogsskóla öðrum skóla.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01 Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01
Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32
„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00