Ísak Óli kemur að láni heim til Keflavíkur frá SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hann varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.
Ísak er tvítugur en fór frá Keflavík til SönderjyskE síðla sumars 2019. Hann hefur komið við sögu í fjórum deildarleikjum með SönderjyskE.
Hann er í EM-hópi U21-landsliðs Íslands sem hefur leik í lokakeppni EM næsta fimmtudag í Györ í Ungverjalandi.
Ísak Óli Ólafsson gengur aftur til liðs við Keflavík! Ísak Óli er kominn aftur heim í Bítlabæinn. Ísak Óli sem var á...
Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Föstudagur, 19. mars 2021
Ísak var fastamaður í byrjunarliði Keflavíkur í þrjár leiktíðir áður en hann fór út og var 16 ára byrjaður að spila með liðinu. Hann lék tvær leiktíðir í næstefstu deild og eina í efstu deild, árið 2018.
Keflavík verður nýliði í Pepsi Max-deildinni í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar á síðustu leiktíð.