Meðal þeirra voru yfir fimmtíu starfsmenn Landspítalans, sautján nemendur og einn kennari hjá Mími og 30-40 starfsmenn ION-hótela á Nesjavöllum. Konan er starfsmaður hótelsins og sótti starfsmannagleði hótelsins síðastliðinn sunnudag.
Eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi í gær að starfsmaðurinn væri einkennalítill og að engir samstarfsmenn hafi fundið fyrir einkennum.
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en 639 fóru í sýnatöku.
Fréttin hefur verið uppfærð.