Mourinho æfur: „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 13:00 José Mourinho sakaði sína menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum gegn Dinamo Zagreb. ap/Darko Bandic José Mourinho hefur oft verið sakaður um að leggja rútunni en í gær henti hann leikmönnum Tottenham undir rútuna svo gripið sé í aðra slælega hráþýðingu. Tottenham féll úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær eftir 3-0 tap fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Spurs vann fyrri leikinn, 2-0, og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo en sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Mourinho var afar ósáttur með frammistöðu Totttenham í leiknum í Zagreb í gær og sakaði sína menn um að leggja sig ekki nóg fram. „Þeir skildu blóð, orku og tár eftir inni í vellinum og í lokin jafnvel gleðitár. Þeir voru mjög auðmjúkir og einbeittir. Ég verð að hrósa þeim,“ sagði Mourinho sem fór inn í búningsklefa Dinamo eftir leikinn og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Say what you want about Jose Mourinho, but walking into the Dinamo Zagreb dressing room to congratulate them is pure class pic.twitter.com/i30VqJ3xA7— Hayters TV (@HaytersTV) March 19, 2021 Mourinho sakaði Tottenham-menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum. „Aftur á móti leit ekki út fyrir að mitt lið - og ég endurtek, mitt lið - ekki út fyrir að vera að spila mikilvægan leik. Ef leikurinn var ekki mikilvægur fyrir alla þá var hann mikilvægur fyrir mig. Ég er vonsvikinn yfir muninum á viðhorfi liðanna. Ég er svekktur að það vantaði ekki bara grunnatriði fótboltans heldur lífsins, sem er að virða starfið okkar og leggja okkur alla fram, hjá mínu liði,“ sagði Mourinho. „Ég get bara beðið stuðningsmenn Tottenham afsökunar. Vonandi líður þeim eins og mér. Í dag var þetta upp á líf og dauða og á þessu augnabliki dóum við.“ Mourinho var ekki hættur og hélt áfram að gagnrýna viðhorf sinna manna. „Af virðingu við ferilinn minn og starfið mitt er hver leikur mikilvægur. Fyrir hvern einasta stuðningsmann Tottenham skiptir hver einasti leikur máli. Við þurfum viðhorfsbreytingu. Ég er miklu meira en sorgmæddur,“ sagði Portúgalinn. „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir. Viðhorf er aðalatriðið í fótbolta og þar höfðu þeir yfirhöndina.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46 Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Tottenham féll úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær eftir 3-0 tap fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Spurs vann fyrri leikinn, 2-0, og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo en sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Mourinho var afar ósáttur með frammistöðu Totttenham í leiknum í Zagreb í gær og sakaði sína menn um að leggja sig ekki nóg fram. „Þeir skildu blóð, orku og tár eftir inni í vellinum og í lokin jafnvel gleðitár. Þeir voru mjög auðmjúkir og einbeittir. Ég verð að hrósa þeim,“ sagði Mourinho sem fór inn í búningsklefa Dinamo eftir leikinn og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Say what you want about Jose Mourinho, but walking into the Dinamo Zagreb dressing room to congratulate them is pure class pic.twitter.com/i30VqJ3xA7— Hayters TV (@HaytersTV) March 19, 2021 Mourinho sakaði Tottenham-menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum. „Aftur á móti leit ekki út fyrir að mitt lið - og ég endurtek, mitt lið - ekki út fyrir að vera að spila mikilvægan leik. Ef leikurinn var ekki mikilvægur fyrir alla þá var hann mikilvægur fyrir mig. Ég er vonsvikinn yfir muninum á viðhorfi liðanna. Ég er svekktur að það vantaði ekki bara grunnatriði fótboltans heldur lífsins, sem er að virða starfið okkar og leggja okkur alla fram, hjá mínu liði,“ sagði Mourinho. „Ég get bara beðið stuðningsmenn Tottenham afsökunar. Vonandi líður þeim eins og mér. Í dag var þetta upp á líf og dauða og á þessu augnabliki dóum við.“ Mourinho var ekki hættur og hélt áfram að gagnrýna viðhorf sinna manna. „Af virðingu við ferilinn minn og starfið mitt er hver leikur mikilvægur. Fyrir hvern einasta stuðningsmann Tottenham skiptir hver einasti leikur máli. Við þurfum viðhorfsbreytingu. Ég er miklu meira en sorgmæddur,“ sagði Portúgalinn. „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir. Viðhorf er aðalatriðið í fótbolta og þar höfðu þeir yfirhöndina.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46 Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46
Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30