Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 08:00 Glen Kamara varð illur eftir að Ondrej Kudela sagði eitthvað við hann. Þeir eru tvísaga um hvað var sagt. Getty/Ian MacNicol Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. Ásakanir gengu á víxl eftir leik en Tékkarnir segja að í nútímafótbolta hafi þeir aldrei lent í eins hrottalega grófum andstæðingum og Rangers. Markvörðurinn Ondrej Kolár hafa til að mynda endað á sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti tíu spor í höfuð hans, eftir viðbjóðslega tæklingu gamla Víkingsins Kemar Roofe. Hnefar hafi svo verið látnir tala eftir leik. Tveir leikmanna Rangers voru reknir af velli í leiknum og upp úr sauð svo á 87. mínútu. Það var þá sem að Ondrej Kudela, einn af fyrirliðum Slavia, sagði eitthvað við hinn þeldökka Finna, Glen Kamara. Kveðst hafa sagt „helvítið þitt“ Steven Gerrard, stjóri Rangers, sagði Kudela hafa beitt Kamara kynþáttaníði. Í yfirlýsingu Slavia segir Kudela að það sé alrangt. Hann hafi sagt „helvítið þitt“ (e. „you fucking guy“), í miklum tilfinningahita, en í því hafi ekki falist neitt kynþáttaníð. Samkvæmt yfirlýsingu Slavia mun Kamara svo hafa kýlt Kudela í leikmannagöngunum eftir leik, fyrir framan Gerrard og fulltrúa UEFA sem hafi verið í áfalli yfir þessari hegðun. Gerrard segist standa með Kamara og vonar að UEFA sópi málinu ekki einfaldlega undir teppi. Þess ber að geta að yfirlýsingin frá Slavia Prag, með ásökunum um hnefahögg Kamara, kom eftir blaðamannafund Gerrards. „Ég er í mjög sterku sambandi við Glen Kamara. Ég trúi því 100 prósent sem hann segir varðandi þessar ásakanir (um kynþáttaníð). Aðrir leikmenn sem voru nálægt heyrðu þetta líka, svo ég stend fullkomlega við bakið á Glen Kamara og mun taka á þessu eins og Glen vill,“ sagði Gerrard. „UEFA mun fara í þetta mál og ég er viss um að talað verður við báða leikmenn svo það munu aðrir sjá um að ráða fram úr þessu. Það eina sem ég get staðfest er að leikmaður minn segist hafa verið beittur kynþáttaníði,“ sagði Gerrard. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Ásakanir gengu á víxl eftir leik en Tékkarnir segja að í nútímafótbolta hafi þeir aldrei lent í eins hrottalega grófum andstæðingum og Rangers. Markvörðurinn Ondrej Kolár hafa til að mynda endað á sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti tíu spor í höfuð hans, eftir viðbjóðslega tæklingu gamla Víkingsins Kemar Roofe. Hnefar hafi svo verið látnir tala eftir leik. Tveir leikmanna Rangers voru reknir af velli í leiknum og upp úr sauð svo á 87. mínútu. Það var þá sem að Ondrej Kudela, einn af fyrirliðum Slavia, sagði eitthvað við hinn þeldökka Finna, Glen Kamara. Kveðst hafa sagt „helvítið þitt“ Steven Gerrard, stjóri Rangers, sagði Kudela hafa beitt Kamara kynþáttaníði. Í yfirlýsingu Slavia segir Kudela að það sé alrangt. Hann hafi sagt „helvítið þitt“ (e. „you fucking guy“), í miklum tilfinningahita, en í því hafi ekki falist neitt kynþáttaníð. Samkvæmt yfirlýsingu Slavia mun Kamara svo hafa kýlt Kudela í leikmannagöngunum eftir leik, fyrir framan Gerrard og fulltrúa UEFA sem hafi verið í áfalli yfir þessari hegðun. Gerrard segist standa með Kamara og vonar að UEFA sópi málinu ekki einfaldlega undir teppi. Þess ber að geta að yfirlýsingin frá Slavia Prag, með ásökunum um hnefahögg Kamara, kom eftir blaðamannafund Gerrards. „Ég er í mjög sterku sambandi við Glen Kamara. Ég trúi því 100 prósent sem hann segir varðandi þessar ásakanir (um kynþáttaníð). Aðrir leikmenn sem voru nálægt heyrðu þetta líka, svo ég stend fullkomlega við bakið á Glen Kamara og mun taka á þessu eins og Glen vill,“ sagði Gerrard. „UEFA mun fara í þetta mál og ég er viss um að talað verður við báða leikmenn svo það munu aðrir sjá um að ráða fram úr þessu. Það eina sem ég get staðfest er að leikmaður minn segist hafa verið beittur kynþáttaníði,“ sagði Gerrard.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira