Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 15:56 Mynd Juno-geimfarsins af Júpíter. Blái baugurinn sem er teiknaður við suðurskaut reikistjörnunnar á að tákna vindhraða. ESO/L. Calçada & NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. Á gasrisunum í sólkerfi okkar geisar stanslaust ofsaveður þar sem ekkert fast yfirborð er til staðar sem gæti hægt á vindunum. Á Júpíter hefur mönnum tekist að mæla hraða vindsins í neðri hluta lofthjúpsins með því að rekja slóð rauðra og hvítra skýjanna sem skiptast upp í rendur og eru helsta kennileiti reikistjörnunnar. Segulljós við heimskautin, sem á norðurhveli jarðar kallast norðurljós, hafa einnig verið talin tengjast öflugum vindum í efri hluta lofthjúpsins. Ekki hefur hins vegar gengið að mæla vindhraðann í heiðhvolfi Júpíters, lagsins á milli háloftanna og skýjanna fyrir neðan það. Ástæðan er að heiðhvolfið er heiðskírt. Til þess að komast í kringum vandamálið og mæla vindhraðann beint nýttu stjörnufræðingar árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 við Júpíter árið 1994. Í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) kemur fram að við áreksturinn urðu til nýjar sameindir í heiðhvolfi Júpíters sem eru enn til staðar. Með því að rekja ferðalag vetnissýaníðssameinda og mæla svonefnt Dopplervik, örlitla hliðrun á tíðni geilsunar hennar, með ALMA-útvarpssjónaukanum í Síle gátu vísindamennirnir mælt hraða skotvinda í heiðhvolfinu. Í ljós kom að vindhraðinn nær allt að 1.450 kílómetra hraða á klukkustund eða ríflega 400 metrum á sekúndu. Risavaxinn hvifill á breidd við fjórar jarðir Skotvindurinn reyndist mynda tröllaukinn hvirfil sem er allt að fjórum sinnum breiðari en jörðin og um 900 kílómetra þykkur. „Hvirfill af þessari stærðargráðu er einstakt veðurfyrirbrigði í sólkerfinu okkar,“ er haft eftir Thibault Cavalié við Stjarneðlisfræðistöðina í Bordeaux í Frakklandi sem stýrði rannsókninni. Niðurstöðurnar komu á óvart. Vísindamennirnir vissu að öflugur vindur væri á heimskautasvæðum Júpíters en mun hærra í lofthjúpnum, nokkur hundruð kílómetrum ofar en rannsókn þeirra náði til. Talið hafði verið að það hægðist á vindinum eftir því sem neðar í lofthjúpinu drægi. Hann hyrfi jafnvel alveg þegar komið væri djúpt niður í heiðhvolfið. Það gagnstæða var uppi á teningnum. Nær miðbaug reyndist veðrið í heiðhvolfinu skaplegra. Þar mældist vindhraðinn „aðeins“ um 600 kílómetrar á klukkustund, um 160 metrar á sekúndu. Júpíter Vísindi Geimurinn Veður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Á gasrisunum í sólkerfi okkar geisar stanslaust ofsaveður þar sem ekkert fast yfirborð er til staðar sem gæti hægt á vindunum. Á Júpíter hefur mönnum tekist að mæla hraða vindsins í neðri hluta lofthjúpsins með því að rekja slóð rauðra og hvítra skýjanna sem skiptast upp í rendur og eru helsta kennileiti reikistjörnunnar. Segulljós við heimskautin, sem á norðurhveli jarðar kallast norðurljós, hafa einnig verið talin tengjast öflugum vindum í efri hluta lofthjúpsins. Ekki hefur hins vegar gengið að mæla vindhraðann í heiðhvolfi Júpíters, lagsins á milli háloftanna og skýjanna fyrir neðan það. Ástæðan er að heiðhvolfið er heiðskírt. Til þess að komast í kringum vandamálið og mæla vindhraðann beint nýttu stjörnufræðingar árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 við Júpíter árið 1994. Í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) kemur fram að við áreksturinn urðu til nýjar sameindir í heiðhvolfi Júpíters sem eru enn til staðar. Með því að rekja ferðalag vetnissýaníðssameinda og mæla svonefnt Dopplervik, örlitla hliðrun á tíðni geilsunar hennar, með ALMA-útvarpssjónaukanum í Síle gátu vísindamennirnir mælt hraða skotvinda í heiðhvolfinu. Í ljós kom að vindhraðinn nær allt að 1.450 kílómetra hraða á klukkustund eða ríflega 400 metrum á sekúndu. Risavaxinn hvifill á breidd við fjórar jarðir Skotvindurinn reyndist mynda tröllaukinn hvirfil sem er allt að fjórum sinnum breiðari en jörðin og um 900 kílómetra þykkur. „Hvirfill af þessari stærðargráðu er einstakt veðurfyrirbrigði í sólkerfinu okkar,“ er haft eftir Thibault Cavalié við Stjarneðlisfræðistöðina í Bordeaux í Frakklandi sem stýrði rannsókninni. Niðurstöðurnar komu á óvart. Vísindamennirnir vissu að öflugur vindur væri á heimskautasvæðum Júpíters en mun hærra í lofthjúpnum, nokkur hundruð kílómetrum ofar en rannsókn þeirra náði til. Talið hafði verið að það hægðist á vindinum eftir því sem neðar í lofthjúpinu drægi. Hann hyrfi jafnvel alveg þegar komið væri djúpt niður í heiðhvolfið. Það gagnstæða var uppi á teningnum. Nær miðbaug reyndist veðrið í heiðhvolfinu skaplegra. Þar mældist vindhraðinn „aðeins“ um 600 kílómetrar á klukkustund, um 160 metrar á sekúndu.
Júpíter Vísindi Geimurinn Veður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira