Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 15:56 Mynd Juno-geimfarsins af Júpíter. Blái baugurinn sem er teiknaður við suðurskaut reikistjörnunnar á að tákna vindhraða. ESO/L. Calçada & NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. Á gasrisunum í sólkerfi okkar geisar stanslaust ofsaveður þar sem ekkert fast yfirborð er til staðar sem gæti hægt á vindunum. Á Júpíter hefur mönnum tekist að mæla hraða vindsins í neðri hluta lofthjúpsins með því að rekja slóð rauðra og hvítra skýjanna sem skiptast upp í rendur og eru helsta kennileiti reikistjörnunnar. Segulljós við heimskautin, sem á norðurhveli jarðar kallast norðurljós, hafa einnig verið talin tengjast öflugum vindum í efri hluta lofthjúpsins. Ekki hefur hins vegar gengið að mæla vindhraðann í heiðhvolfi Júpíters, lagsins á milli háloftanna og skýjanna fyrir neðan það. Ástæðan er að heiðhvolfið er heiðskírt. Til þess að komast í kringum vandamálið og mæla vindhraðann beint nýttu stjörnufræðingar árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 við Júpíter árið 1994. Í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) kemur fram að við áreksturinn urðu til nýjar sameindir í heiðhvolfi Júpíters sem eru enn til staðar. Með því að rekja ferðalag vetnissýaníðssameinda og mæla svonefnt Dopplervik, örlitla hliðrun á tíðni geilsunar hennar, með ALMA-útvarpssjónaukanum í Síle gátu vísindamennirnir mælt hraða skotvinda í heiðhvolfinu. Í ljós kom að vindhraðinn nær allt að 1.450 kílómetra hraða á klukkustund eða ríflega 400 metrum á sekúndu. Risavaxinn hvifill á breidd við fjórar jarðir Skotvindurinn reyndist mynda tröllaukinn hvirfil sem er allt að fjórum sinnum breiðari en jörðin og um 900 kílómetra þykkur. „Hvirfill af þessari stærðargráðu er einstakt veðurfyrirbrigði í sólkerfinu okkar,“ er haft eftir Thibault Cavalié við Stjarneðlisfræðistöðina í Bordeaux í Frakklandi sem stýrði rannsókninni. Niðurstöðurnar komu á óvart. Vísindamennirnir vissu að öflugur vindur væri á heimskautasvæðum Júpíters en mun hærra í lofthjúpnum, nokkur hundruð kílómetrum ofar en rannsókn þeirra náði til. Talið hafði verið að það hægðist á vindinum eftir því sem neðar í lofthjúpinu drægi. Hann hyrfi jafnvel alveg þegar komið væri djúpt niður í heiðhvolfið. Það gagnstæða var uppi á teningnum. Nær miðbaug reyndist veðrið í heiðhvolfinu skaplegra. Þar mældist vindhraðinn „aðeins“ um 600 kílómetrar á klukkustund, um 160 metrar á sekúndu. Júpíter Vísindi Geimurinn Veður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Á gasrisunum í sólkerfi okkar geisar stanslaust ofsaveður þar sem ekkert fast yfirborð er til staðar sem gæti hægt á vindunum. Á Júpíter hefur mönnum tekist að mæla hraða vindsins í neðri hluta lofthjúpsins með því að rekja slóð rauðra og hvítra skýjanna sem skiptast upp í rendur og eru helsta kennileiti reikistjörnunnar. Segulljós við heimskautin, sem á norðurhveli jarðar kallast norðurljós, hafa einnig verið talin tengjast öflugum vindum í efri hluta lofthjúpsins. Ekki hefur hins vegar gengið að mæla vindhraðann í heiðhvolfi Júpíters, lagsins á milli háloftanna og skýjanna fyrir neðan það. Ástæðan er að heiðhvolfið er heiðskírt. Til þess að komast í kringum vandamálið og mæla vindhraðann beint nýttu stjörnufræðingar árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 við Júpíter árið 1994. Í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) kemur fram að við áreksturinn urðu til nýjar sameindir í heiðhvolfi Júpíters sem eru enn til staðar. Með því að rekja ferðalag vetnissýaníðssameinda og mæla svonefnt Dopplervik, örlitla hliðrun á tíðni geilsunar hennar, með ALMA-útvarpssjónaukanum í Síle gátu vísindamennirnir mælt hraða skotvinda í heiðhvolfinu. Í ljós kom að vindhraðinn nær allt að 1.450 kílómetra hraða á klukkustund eða ríflega 400 metrum á sekúndu. Risavaxinn hvifill á breidd við fjórar jarðir Skotvindurinn reyndist mynda tröllaukinn hvirfil sem er allt að fjórum sinnum breiðari en jörðin og um 900 kílómetra þykkur. „Hvirfill af þessari stærðargráðu er einstakt veðurfyrirbrigði í sólkerfinu okkar,“ er haft eftir Thibault Cavalié við Stjarneðlisfræðistöðina í Bordeaux í Frakklandi sem stýrði rannsókninni. Niðurstöðurnar komu á óvart. Vísindamennirnir vissu að öflugur vindur væri á heimskautasvæðum Júpíters en mun hærra í lofthjúpnum, nokkur hundruð kílómetrum ofar en rannsókn þeirra náði til. Talið hafði verið að það hægðist á vindinum eftir því sem neðar í lofthjúpinu drægi. Hann hyrfi jafnvel alveg þegar komið væri djúpt niður í heiðhvolfið. Það gagnstæða var uppi á teningnum. Nær miðbaug reyndist veðrið í heiðhvolfinu skaplegra. Þar mældist vindhraðinn „aðeins“ um 600 kílómetrar á klukkustund, um 160 metrar á sekúndu.
Júpíter Vísindi Geimurinn Veður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira