Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 14:04 Ekki voru allir á eitt sáttir með frumvarpið sem nú er orðið að lögum. Andstaðan var mikil hjá þingmönnum hægriflokka og sömuleiðis kaþólsku kirkjunni. AP Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 202 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 141 greiddi atkvæði gegn. „Í dag er þetta orðið mannúðlegra, réttlátara og frjálsara land. Dánaraðstoðarlögin, sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar, er loks orðið að veruleika,“ sagði forsætisráðherrann Pedro Sanchez að lokinni atkvæðagreiðslunni á spænska þinginu. Hoy somos un país más humano, más justo y más libre. La ley de eutanasia, ampliamente demandada por la sociedad, se convierte por fin en una realidad. Gracias a todas las personas que han peleado incansablemente para que el derecho a morir dignamente fuera reconocido en España. pic.twitter.com/Ge4CZWuvIe— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) March 18, 2021 Með lögunum verður sjúklingum, sem eru með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma eða meiðsli, heimilt að fá aðstoð lækna með að binda á líf sitt til að koma í veg fyrir frekari þjáningar. Sjúklingurinn verður að vera talinn með fulla meðvitund þegar beiðni um dánaraðstoð er lögð fram og þá þarf að senda skriflega beiðni í tvígang, með fimmtán daga millibili, eigi læknar að taka beiðni sjúklingsins til meðferðar. Auk stjórnarflokkanna – Jafnaðarmannaflokksins PSOE og vinstriflokksins Podemos – greiddu þingmenn hins frjálslynda Ciudadanos atkvæði með frumvarpinu, en lögin munu taka gildi í júní. Þingmenn íhaldsflokksins PP og hægri öfgaflokksins Vox, sem og kaþólska kirkjan mótmæltu frumvarpinu hins vegar harðlega. Önnur ríki í Evrópu sem hafa lögleitt dánaraðstoð eru Belgía, Holland og Lúxemborg. Spánn Dánaraðstoð Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
202 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 141 greiddi atkvæði gegn. „Í dag er þetta orðið mannúðlegra, réttlátara og frjálsara land. Dánaraðstoðarlögin, sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar, er loks orðið að veruleika,“ sagði forsætisráðherrann Pedro Sanchez að lokinni atkvæðagreiðslunni á spænska þinginu. Hoy somos un país más humano, más justo y más libre. La ley de eutanasia, ampliamente demandada por la sociedad, se convierte por fin en una realidad. Gracias a todas las personas que han peleado incansablemente para que el derecho a morir dignamente fuera reconocido en España. pic.twitter.com/Ge4CZWuvIe— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) March 18, 2021 Með lögunum verður sjúklingum, sem eru með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma eða meiðsli, heimilt að fá aðstoð lækna með að binda á líf sitt til að koma í veg fyrir frekari þjáningar. Sjúklingurinn verður að vera talinn með fulla meðvitund þegar beiðni um dánaraðstoð er lögð fram og þá þarf að senda skriflega beiðni í tvígang, með fimmtán daga millibili, eigi læknar að taka beiðni sjúklingsins til meðferðar. Auk stjórnarflokkanna – Jafnaðarmannaflokksins PSOE og vinstriflokksins Podemos – greiddu þingmenn hins frjálslynda Ciudadanos atkvæði með frumvarpinu, en lögin munu taka gildi í júní. Þingmenn íhaldsflokksins PP og hægri öfgaflokksins Vox, sem og kaþólska kirkjan mótmæltu frumvarpinu hins vegar harðlega. Önnur ríki í Evrópu sem hafa lögleitt dánaraðstoð eru Belgía, Holland og Lúxemborg.
Spánn Dánaraðstoð Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira