Hinn ákærði metinn ósakhæfur Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 20:49 Tugir voru skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg. Vísir/Vilhelm Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. RÚV greinir frá þessu en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Yfirmatið staðfestir geðmat sem verjandi mannsins lagði fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í september en samkvæmt því var hann ósakhæfur á verknaðarstundu. Þrír létust í brunanum við Bræðraborgarstíg og fleiri slösuðust en Marek hefur neitað sök í báðum ákæruliðum. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, fór fram á að þinghald í málinu yrði lokað en dómari hafnaði þeirri beiðni. Fram kemur í frétt RÚV að ákæruvaldið hyggist kalla 35 vitni fyrir dóminn. Þá fór verjandinn fram á að lagðar yrðu fram lögregluskýrslur tveggja einstaklinga sem handteknir voru á vettvangi fyrir að torvelda störf svo kanna megi hvernig þeir tengjast málinu. Dómurinn verður fjölskipaður og fer aðalmeðferð fram þann 26. apríl næstkomandi. Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Fram kom í desember að rannsakendur brunans telji líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu við Bræðraborgarstíg. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni um brunann að ekki hefði verið hægt, eins og aðstæður voru, að bjarga þeim þremur einstaklingum sem létu lífið í eldsvoðanum. Niðurstöður athugana leiddu í ljós að eldurinn hefði byrjað í herbergi á 2. hæð og og að hurðinni á því herbergi hefði verið hallað aftur. Um mínútu seinna hefði eldur kviknað á stigapalli á sömu hæð og reykur frá þeim eldi fljótlega teppt einu flóttaleið hússins. „Skömmu eftir að gluggi í stigahúsinu til suðurs var brotinn varð yfirtendrun í stigahúsinu,“ segir í skýrslunni. Um er að ræða einn mannskæðasta bruna hér á landi á síðustu áratugum. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08 Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. 3. desember 2020 15:36 Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Yfirmatið staðfestir geðmat sem verjandi mannsins lagði fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í september en samkvæmt því var hann ósakhæfur á verknaðarstundu. Þrír létust í brunanum við Bræðraborgarstíg og fleiri slösuðust en Marek hefur neitað sök í báðum ákæruliðum. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, fór fram á að þinghald í málinu yrði lokað en dómari hafnaði þeirri beiðni. Fram kemur í frétt RÚV að ákæruvaldið hyggist kalla 35 vitni fyrir dóminn. Þá fór verjandinn fram á að lagðar yrðu fram lögregluskýrslur tveggja einstaklinga sem handteknir voru á vettvangi fyrir að torvelda störf svo kanna megi hvernig þeir tengjast málinu. Dómurinn verður fjölskipaður og fer aðalmeðferð fram þann 26. apríl næstkomandi. Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Fram kom í desember að rannsakendur brunans telji líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu við Bræðraborgarstíg. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni um brunann að ekki hefði verið hægt, eins og aðstæður voru, að bjarga þeim þremur einstaklingum sem létu lífið í eldsvoðanum. Niðurstöður athugana leiddu í ljós að eldurinn hefði byrjað í herbergi á 2. hæð og og að hurðinni á því herbergi hefði verið hallað aftur. Um mínútu seinna hefði eldur kviknað á stigapalli á sömu hæð og reykur frá þeim eldi fljótlega teppt einu flóttaleið hússins. „Skömmu eftir að gluggi í stigahúsinu til suðurs var brotinn varð yfirtendrun í stigahúsinu,“ segir í skýrslunni. Um er að ræða einn mannskæðasta bruna hér á landi á síðustu áratugum.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08 Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. 3. desember 2020 15:36 Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08
Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. 3. desember 2020 15:36
Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17