Líklegast að skaðvaldurinn hafi verið rekaviðardrumbur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:25 Fimm farþegar voru hífðir um borð í TF-EIR í gærkvöldi. Landhelgisgæslan Betur fór en á horfðist þegar leki kom að farþegabátnum Bjarma á fimmta tímanum í gær. Tökulið breska ríkisútvarpsins BBC, sem var í bátnum, var híft um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í varúðarskyni í gærkvöldi. Eigandi bátsins segir engan bilbug á hópnum en hann fékk engu að síður áfallahjálp. Talið er að báturinn hafi keyrt á rekaviðardrumb. Um borð var tökulið breska ríkisútvarpsins sem var á leið norður í Hornvík þar sem til stóð að hópurinn myndi dvelja í hálfan mánuð í tökum. Rúnar Óli Karlsson er einn eigenda ísfirska fyrirtækisins Borea Adventures sem gerir út bátinn Bjarma en Rúnar var sjálfur um borð í bátnum. „Allt í einu fáum við á okkur þetta högg og þá spretta allir upp og líta hver á annan og spyrja hvað þetta gæti eiginlega hafa verið. Við drepum náttúrulega á vélinni því það var svo mikill víbringur. Við kíkjum niður í vélarrúm og þar er aðeins vatn að leka inn. Okkur finnst líklegasta skýringin að við hefðum lent á rekaviðardrumb. Við byrjum að dæla út og köllum í gæsluna og útskýrum stöðuna. Síðan voru tveir bátar þarna í nágrenninu.“ Sjö um borð í bátnum Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Rúnar kveðst þakklátur öllum sem lögðu hönd á plóg. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir þeim og viðbrögðunum frá björgunarfélaginu og bara öllum hérna. Það voru fjölmargir sem hjálpuðu okkur, bara eins og gerist í litlum samfélögum.“ Sjö voru um borð í bátnum. „Þetta er mikið harðkjarnalið þannig að það voru allir mjög rólegir.“ Skelfing hafi ekki gripið um sig á meðal farþega. Mikill titringur var frá vélinni áður en ákveðið var að drepa á henni. Síðar kom í ljós að eitt skrúfublaðanna hefði brotnað. „Við það kemur svo mikill víbringur á öxulinn að það skemmir sem sagt þéttinguna sem fer yfir öxulinn og þá lekur inn með öxlinum.“ Enginn bilbugur á hópnum Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í gærkvöldi og varð engum meint af. Rúnar segir að fólkið hafi ekki verið óttaslegið og að í dag sé enginn bilbugur á hópnum. „Nei í rauninni ekki. Það hefur verið regla í okkar fyrirtæki að ef eitthvað kemur upp – það getur verið vont veður eða að einhverjir verði hræddir – að þá köllum við alltaf til svona áfallahjálparteymi til að koma og spjalla. Við gerðum það í gær. Við áttum bara gott spjall á hótelinu. Allir eru bara mjög ánægðir þrátt fyrir þessa uppákomu.“ Rúnar Óli segir tökuliðið ætla að slaka á í dag en á morgun verði haldið af stað til Hornvíkur að nýju en á öðrum bát. Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54 Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira
Um borð var tökulið breska ríkisútvarpsins sem var á leið norður í Hornvík þar sem til stóð að hópurinn myndi dvelja í hálfan mánuð í tökum. Rúnar Óli Karlsson er einn eigenda ísfirska fyrirtækisins Borea Adventures sem gerir út bátinn Bjarma en Rúnar var sjálfur um borð í bátnum. „Allt í einu fáum við á okkur þetta högg og þá spretta allir upp og líta hver á annan og spyrja hvað þetta gæti eiginlega hafa verið. Við drepum náttúrulega á vélinni því það var svo mikill víbringur. Við kíkjum niður í vélarrúm og þar er aðeins vatn að leka inn. Okkur finnst líklegasta skýringin að við hefðum lent á rekaviðardrumb. Við byrjum að dæla út og köllum í gæsluna og útskýrum stöðuna. Síðan voru tveir bátar þarna í nágrenninu.“ Sjö um borð í bátnum Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Rúnar kveðst þakklátur öllum sem lögðu hönd á plóg. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir þeim og viðbrögðunum frá björgunarfélaginu og bara öllum hérna. Það voru fjölmargir sem hjálpuðu okkur, bara eins og gerist í litlum samfélögum.“ Sjö voru um borð í bátnum. „Þetta er mikið harðkjarnalið þannig að það voru allir mjög rólegir.“ Skelfing hafi ekki gripið um sig á meðal farþega. Mikill titringur var frá vélinni áður en ákveðið var að drepa á henni. Síðar kom í ljós að eitt skrúfublaðanna hefði brotnað. „Við það kemur svo mikill víbringur á öxulinn að það skemmir sem sagt þéttinguna sem fer yfir öxulinn og þá lekur inn með öxlinum.“ Enginn bilbugur á hópnum Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í gærkvöldi og varð engum meint af. Rúnar segir að fólkið hafi ekki verið óttaslegið og að í dag sé enginn bilbugur á hópnum. „Nei í rauninni ekki. Það hefur verið regla í okkar fyrirtæki að ef eitthvað kemur upp – það getur verið vont veður eða að einhverjir verði hræddir – að þá köllum við alltaf til svona áfallahjálparteymi til að koma og spjalla. Við gerðum það í gær. Við áttum bara gott spjall á hótelinu. Allir eru bara mjög ánægðir þrátt fyrir þessa uppákomu.“ Rúnar Óli segir tökuliðið ætla að slaka á í dag en á morgun verði haldið af stað til Hornvíkur að nýju en á öðrum bát.
Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54 Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira
Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54
Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04