Lífið

Top Gear-stjarnan Sabine Schmitz látin

Atli Ísleifsson skrifar
Sabine Schmitz var oft kölluð „Drottning Nürburgring“.
Sabine Schmitz var oft kölluð „Drottning Nürburgring“. Getty

Kappaksturs- og Top Gear-stjarnan Sabine Schmitz er látin 51 árs að aldri. Hin þýska Schmitz, sem þekkt var sem „Drottning Nürburgring“, hafði glímt við krabbamein síðustu ár.

Sky News segir frá þessu. Í yfirlýsingu frá kappakstursbrautinni Nürburgring segir að brautin hafi nú misst frægasta kvenkyns ökuþór sinn. Á ferli sínum ók hún bæði fyrir BMW og Porsche.

Schmitz var fastur gestur í Top Gear, bílaþáttum BBC, og var í hópi stjórnenda þáttanna á árunum 2016 til 2020. 

Fyrrverandi þáttastjórnandinn, Jeremy Clarkson, minnist Schmitz og segir hana hafa verið geislandi og glaðlega.

Núverandi stjórnandi þáttanna, Paddy McGuinness, segir Schmitz meðal annars veitt sér leiðbeiningar um hvernig skuli keyra Ferrari á miklum hraða og að hún hafi verið „mögnuð manneskja“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.