Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 11:11 Valur leikur í búningum merktum Píeta samtökunum. Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending byrjar klukkan 19:45 þar sem vakin verður athygli á Píeta samtökunum. „Fyrir um tveimur árum vorum við kynntir fyrir verkefni Geðhjálpar og Rauða krossins sem hét Útmeð'a! sem var forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum. Þar var ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hvattir til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og sækja sér þá hjálp sem þeir gætu þurft á að halda,“ sagði Bergur Ástráðsson, leikmaður Vals, í samtali við Vísi í dag. „Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsok íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára og þetta tímabil, 2018-19, voru allir leikmenn Vals á þessu aldursbili sem hreyfði við okkur og við vorum með styrktarleik fyrir Útmeð'a! sem gekk mjög vel.“ Valsmenn hafa lagt Píeta samtökunum lið og bæði karla- og kvennalið félagsins leika í treyjum með merki Píeta samtakanna á brjóstinu og munu gera út tímabilið. „Við ákváðum að endurtaka leikinn og styðja við Píeta samtökin. Því miður eru alltof margar sögur af því að fólk sem sækir sér aðstoð lendir á vegg í kerfinu. Þarna koma Píeta samtökin inn. Þau styðjast ekki við biðtíma og síminn hjá þeim er opinn allan sólarhringinn. Þú getur hringt og fengið tíma nánast samstundis. Síðasta nóvember voru tekin 510 viðtöl hjá Píeta samtökunum sem eru um sautján viðtöl á dag. Þau vinna mjög þarft starf og við viljum endilega hjálpa til,“ sagði Bergur. „Við leikmennirnir, sem ungir karlmenn í þessum áhættuhópi, viljum vera talsmenn þessarar baráttu og vera hvati í þessari viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað á undanförum árum, að það sé í lagi að tjá sig um tilfinningar sínar. Þetta hefur verið tabú alltof lengi en er hægt og rólega að breytast sem betur fer.“ Allur ágóði af miðasölu leiksins annað kvöld rennur til Píeta samtakanna. Einnig er hægt að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Dominos-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Fleiri fréttir Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending byrjar klukkan 19:45 þar sem vakin verður athygli á Píeta samtökunum. „Fyrir um tveimur árum vorum við kynntir fyrir verkefni Geðhjálpar og Rauða krossins sem hét Útmeð'a! sem var forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum. Þar var ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hvattir til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og sækja sér þá hjálp sem þeir gætu þurft á að halda,“ sagði Bergur Ástráðsson, leikmaður Vals, í samtali við Vísi í dag. „Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsok íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára og þetta tímabil, 2018-19, voru allir leikmenn Vals á þessu aldursbili sem hreyfði við okkur og við vorum með styrktarleik fyrir Útmeð'a! sem gekk mjög vel.“ Valsmenn hafa lagt Píeta samtökunum lið og bæði karla- og kvennalið félagsins leika í treyjum með merki Píeta samtakanna á brjóstinu og munu gera út tímabilið. „Við ákváðum að endurtaka leikinn og styðja við Píeta samtökin. Því miður eru alltof margar sögur af því að fólk sem sækir sér aðstoð lendir á vegg í kerfinu. Þarna koma Píeta samtökin inn. Þau styðjast ekki við biðtíma og síminn hjá þeim er opinn allan sólarhringinn. Þú getur hringt og fengið tíma nánast samstundis. Síðasta nóvember voru tekin 510 viðtöl hjá Píeta samtökunum sem eru um sautján viðtöl á dag. Þau vinna mjög þarft starf og við viljum endilega hjálpa til,“ sagði Bergur. „Við leikmennirnir, sem ungir karlmenn í þessum áhættuhópi, viljum vera talsmenn þessarar baráttu og vera hvati í þessari viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað á undanförum árum, að það sé í lagi að tjá sig um tilfinningar sínar. Þetta hefur verið tabú alltof lengi en er hægt og rólega að breytast sem betur fer.“ Allur ágóði af miðasölu leiksins annað kvöld rennur til Píeta samtakanna. Einnig er hægt að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Dominos-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Fleiri fréttir Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Sjá meira