„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2021 06:30 Það hefur verið tiltölulega rólegt á Reykjanesskaganum í nótt þótt mörg hundruð skjálftar hafi engu að síður mælst. Aðeins þrír þeirra hafa verið yfir þremur. Vísir/Vilhelm Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvárfræðingur, tekur undir það þegar blaðamaður spyr hvort þessi nótt hafi ekki verið svona frekar róleg miðað við það sem á undan er gengið í hrinunni sem hófst með stórum skjálfta upp á 5,7 fyrir þremur vikum. „Já, ég held að þetta sé alveg rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði. Það var frekar rólegt í gær í þessari hrinu en þetta er náttúrulega mjög mikið,“ segir Elísabet. Skjálftarnir eru því enn mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þá er ekki hægt að segja að atburðurinn sé búinn eða fullyrða neitt um að honum sé að ljúka þar sem nýjustu gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur á milli Keilis og Fagradalsfjalls. ´ Á meðan svo er megi enn búast við gosi þótt jarðskjálftarnir séu kannski eitthvað færri á ákveðnum tímapunkti. Elísabet segir að til að hægt sé að segja að þetta sé búið þá þyrfti kvikan að hætta að flæða inn í ganginn og skjálftavirknin að fjara út. Kannski gerist það en of snemmt sé að segja til um það. Enn megi jafnframt búast við stórum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum á milli Kleifarvatns og Bláfjalla upp á allt að 6,5 og eru raunar að mælast einn og einn skjálfti þar. Elísabet segir að vel sé fylgst með því svæði einnig en enn er þó virknin mest bundin við Fagradalsfjall. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Elísabet Pálmadóttir, náttúruvárfræðingur, tekur undir það þegar blaðamaður spyr hvort þessi nótt hafi ekki verið svona frekar róleg miðað við það sem á undan er gengið í hrinunni sem hófst með stórum skjálfta upp á 5,7 fyrir þremur vikum. „Já, ég held að þetta sé alveg rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði. Það var frekar rólegt í gær í þessari hrinu en þetta er náttúrulega mjög mikið,“ segir Elísabet. Skjálftarnir eru því enn mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þá er ekki hægt að segja að atburðurinn sé búinn eða fullyrða neitt um að honum sé að ljúka þar sem nýjustu gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur á milli Keilis og Fagradalsfjalls. ´ Á meðan svo er megi enn búast við gosi þótt jarðskjálftarnir séu kannski eitthvað færri á ákveðnum tímapunkti. Elísabet segir að til að hægt sé að segja að þetta sé búið þá þyrfti kvikan að hætta að flæða inn í ganginn og skjálftavirknin að fjara út. Kannski gerist það en of snemmt sé að segja til um það. Enn megi jafnframt búast við stórum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum á milli Kleifarvatns og Bláfjalla upp á allt að 6,5 og eru raunar að mælast einn og einn skjálfti þar. Elísabet segir að vel sé fylgst með því svæði einnig en enn er þó virknin mest bundin við Fagradalsfjall.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira