Handbolti

Yfir­gefur Alingsås í sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Dagur mun færa sig um set eftir að tímabilinu lýkur.
Aron Dagur mun færa sig um set eftir að tímabilinu lýkur. Alingsås

Aron Dagur Pálsson mun yfirgefa sænska handknattleiksliðið Alingsås nú í sumar er yfirstandandi leiktíð lýkur. Aron Dagur hefur verið í herbúðum félagsins í tvö ár en finnst kominn tími á breytingu.

Þetta kemur fram í stuttu spjalli Arons Dags við Handbolti.is. Hann segir þó ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér.

„Næstu skref eru ennþá óljós. Vonandi dettur eitthvað inn á næstu vikum,“ sagði Aron Dagur við Handbolti.is.

Aron Dagur lék með Gróttu og Stjörnunni hér á landi áður en hann hélt til Svíþjóðar árið 2019. Hann hefur leikið vel á þessari leiktíð og skorað 68 mörk í 27 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni. Einnig gaf hann 76 stoðsendingar.

Deildarkeppninni í Svíþjóð lauk á dögunum en Alingsås endaði í 5. sæti úrvalsdeildarinnar. Efstu átta lið deildarinnar fara nú í úrslitakeppni um sænska meistaratitilinn. Alingsås mætir þar Skövde, liði Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, á fimmtudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×