Þetta kemur fram í stuttu spjalli Arons Dags við Handbolti.is. Hann segir þó ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér.
„Næstu skref eru ennþá óljós. Vonandi dettur eitthvað inn á næstu vikum,“ sagði Aron Dagur við Handbolti.is.
Aron Dagur lék með Gróttu og Stjörnunni hér á landi áður en hann hélt til Svíþjóðar árið 2019. Hann hefur leikið vel á þessari leiktíð og skorað 68 mörk í 27 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni. Einnig gaf hann 76 stoðsendingar.
Deildarkeppninni í Svíþjóð lauk á dögunum en Alingsås endaði í 5. sæti úrvalsdeildarinnar. Efstu átta lið deildarinnar fara nú í úrslitakeppni um sænska meistaratitilinn. Alingsås mætir þar Skövde, liði Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, á fimmtudaginn kemur.