Barn á eftir bolta fær bætur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 17:56 Drengurinn var í leit að bolta þegar hann fór inn á byggingarsvæðið, sem var skammt frá sparkvelli við grunnskóla. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu TM vegna líkamstjóns níu ára drengs sem slasaðist á byggingarsvæði skammt frá grunnskóla í september árið 2016. Drengurinn, sem var níu ára þegar hann slasaðist, hafði farið inn á byggingarsvæði skammt frá sparkvelli grunnskóla, til þess að leita að bolta að beiðni drengs sem hafði verið þar að leik. Þar fór hann upp á sand- og malarhrúgu til þess að freista þess að finna boltinn, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, þar sem stórgrýti rann undan honum, og hann með, þannig að grjótið fór yfir bak hans og höfuð og hafnaði ofan á fótlegg hans. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem kom í ljós að hann hafði lærleggsbrotnað. Hann gekkst undir aðgerð og eyddi níu dögum á sjúkrahúsi. Forráðamenn drengsins kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM í ágúst 2017, en félagið hafnaði bótaskyldu. Kröfu um viðurkenningu á bótarétti í málinu var beint að TM, þar sem verktakinn var með ábyrgðartryggingu hjá félaginu þegar atvikið átti sér stað. Móðir drengsins, sem höfðaði málið fyrir hans hönd, byggði meðal annars á því að ríkar skyldur hafi hvílt á verktakanum til að tryggja öryggi barna og að þau kæmust ekki inn á svæðið. Héraðsdómur tók meðal annars tillit til þess að drengurinn var níu ára gamall þegar slysið varð, og taldi að þótt hann hafi vitað eða hafi mátt vita að ekki væri heimilt að fara inn á byggingarsvæðið, yrði ekki talið að háttsemi hans væri frábrugðin því sem vænta mætti frá börnum á þeim aldri. Dómurinn féllst því á kröfur sem settar voru fram fyrir hönd drengsins og var því viðurkenndur réttur hans til bóta úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM. Þá var TM gert að greiða 1.200.000 milljónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, þar sem drengurinn fékk gjafsókn í málinu. Dómsmál Börn og uppeldi Tryggingar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Drengurinn, sem var níu ára þegar hann slasaðist, hafði farið inn á byggingarsvæði skammt frá sparkvelli grunnskóla, til þess að leita að bolta að beiðni drengs sem hafði verið þar að leik. Þar fór hann upp á sand- og malarhrúgu til þess að freista þess að finna boltinn, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, þar sem stórgrýti rann undan honum, og hann með, þannig að grjótið fór yfir bak hans og höfuð og hafnaði ofan á fótlegg hans. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem kom í ljós að hann hafði lærleggsbrotnað. Hann gekkst undir aðgerð og eyddi níu dögum á sjúkrahúsi. Forráðamenn drengsins kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM í ágúst 2017, en félagið hafnaði bótaskyldu. Kröfu um viðurkenningu á bótarétti í málinu var beint að TM, þar sem verktakinn var með ábyrgðartryggingu hjá félaginu þegar atvikið átti sér stað. Móðir drengsins, sem höfðaði málið fyrir hans hönd, byggði meðal annars á því að ríkar skyldur hafi hvílt á verktakanum til að tryggja öryggi barna og að þau kæmust ekki inn á svæðið. Héraðsdómur tók meðal annars tillit til þess að drengurinn var níu ára gamall þegar slysið varð, og taldi að þótt hann hafi vitað eða hafi mátt vita að ekki væri heimilt að fara inn á byggingarsvæðið, yrði ekki talið að háttsemi hans væri frábrugðin því sem vænta mætti frá börnum á þeim aldri. Dómurinn féllst því á kröfur sem settar voru fram fyrir hönd drengsins og var því viðurkenndur réttur hans til bóta úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM. Þá var TM gert að greiða 1.200.000 milljónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, þar sem drengurinn fékk gjafsókn í málinu.
Dómsmál Börn og uppeldi Tryggingar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira