Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2021 14:36 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, en gleðiefnið er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á landamærunum. Þeir sem eru bólusettir og eru búsettir utan Schengen-svæðisins mega koma til landsins gegn framvísun vottorðs. Dómsmálaráðherra greindi frá þessari ákvörðun að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum orðin svo þyrst í góð tíðindi. Bara að það sé möguleiki á að eitthvað gerist gleður fólk mikið þannig að þetta er miði inn í framtíðina, virkilega. Nú er bara að sjá hvernig viðbrögðin verða.“ Bjarnheiður segir ákvörðunina mikið gleðiefni því 40% allra gistinátta ársins 2019 megi rekja til bandarískra og breskra ferðamanna. Því sé um að ræða gríðarlega mikilvægan markhóp. „Bólusetning í Bretlandi og Bandaríkjunum gengur betur en í Evrópu þannig að þetta verður orðinn álitlegur hópur eftir nokkrar vikur sem annað hvort er bólusettur eða búinn að fá veiruna.“ Bjarnheiður kveðst aðspurð telja að þessi ákvörðun verði beinn liður í markaðssetningu landsins. Íslandsstofa hafi í gegnum faraldurinn brugðist við aðstæðum hverju sinni. „Þannig að ég tel einsýnt að nú veðri farið að einbeita sér í auknum mæli að þessum tveimur löndum, ég held það sé alveg á hreinu.“ Bjarnheiður segir að hún hefði ekki búist við að þessi ákvörðun yrði tekin. „Nei, ég bjóst ekki við því. Allt í einu fór af stað einhver bylgja þar sem fólk fór að hugsa um þetta og þetta gerðist bara mjög hratt, þessi ákvörðun stjórnvalda. Mér finnst bara alveg til fyrirmyndar að sjá svona fumlaus vinnubrögð hjá ríkisstjórninni hvað þetta varðar því þetta skiptir alveg gríðarlegu máli. Það má alveg hrósa henni fyrir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, en gleðiefnið er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á landamærunum. Þeir sem eru bólusettir og eru búsettir utan Schengen-svæðisins mega koma til landsins gegn framvísun vottorðs. Dómsmálaráðherra greindi frá þessari ákvörðun að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum orðin svo þyrst í góð tíðindi. Bara að það sé möguleiki á að eitthvað gerist gleður fólk mikið þannig að þetta er miði inn í framtíðina, virkilega. Nú er bara að sjá hvernig viðbrögðin verða.“ Bjarnheiður segir ákvörðunina mikið gleðiefni því 40% allra gistinátta ársins 2019 megi rekja til bandarískra og breskra ferðamanna. Því sé um að ræða gríðarlega mikilvægan markhóp. „Bólusetning í Bretlandi og Bandaríkjunum gengur betur en í Evrópu þannig að þetta verður orðinn álitlegur hópur eftir nokkrar vikur sem annað hvort er bólusettur eða búinn að fá veiruna.“ Bjarnheiður kveðst aðspurð telja að þessi ákvörðun verði beinn liður í markaðssetningu landsins. Íslandsstofa hafi í gegnum faraldurinn brugðist við aðstæðum hverju sinni. „Þannig að ég tel einsýnt að nú veðri farið að einbeita sér í auknum mæli að þessum tveimur löndum, ég held það sé alveg á hreinu.“ Bjarnheiður segir að hún hefði ekki búist við að þessi ákvörðun yrði tekin. „Nei, ég bjóst ekki við því. Allt í einu fór af stað einhver bylgja þar sem fólk fór að hugsa um þetta og þetta gerðist bara mjög hratt, þessi ákvörðun stjórnvalda. Mér finnst bara alveg til fyrirmyndar að sjá svona fumlaus vinnubrögð hjá ríkisstjórninni hvað þetta varðar því þetta skiptir alveg gríðarlegu máli. Það má alveg hrósa henni fyrir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25
Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35