Þorgerður Anna valdi bestu varnarmennina í Olís-deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 13:01 Topp fimm listi vikunnar í Seinni bylgjunnar var í boði Þorgerðar Önnu Atladóttur. stöð 2 sport Þorgerður Anna Atladóttir valdi fimm bestu varnarmenn Olís-deild kvenna í handbolta í Seinni bylgjunni í gær. Þrátt fyrir að hafa spilað þrjá leiki í vetur er Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í 5. sæti á lista Þorgerðar. Í 4. sæti listans er Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. „Hún er mjög flott í vörn og ekkert smá sterk. Það er erfitt að komast framhjá henni,“ sagði Þorgerður um Helenu. Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV er í 3. sæti listans. „Hún er búin að vera geggjuð í vörn og sókn og er alhliða leikmaður. Þegar maður horfir á ÍBV í vörn eru sóknarmenn sem forðast að fara á Sunnu því það er erfitt að komast þar í gegn.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu varnarmenn Olís-deildar kvenna Næsti leikmaður á lista kom nokkuð á óvart, ekki að hún hafi komist á listann heldur að hún skyldi ekki vera á toppi hans. Það er Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Það sem ég ætla að segja um Steinunni og kannski Önnu Úrsúlu líka er að þær eru ekki bara góðar í löglegum stöðvunum. Þær gera vörnina í sínum liðum betri. Þær vinna báðar vel með markverðinum og þetta eru varnarmenn sem er geggjað að hafa í sínu liði en ógeðslega pirrandi að vera á móti,“ sagði Þorgerður. Í efsta sæti listans setti hún HK-inginn Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur sem er með langflestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni. „Hún er búin að vera frábær. Samkvæmt HB Statz er hún með átta lögleg stopp að meðaltali í leik. Hún er búin að springa út á þessu tímabili. Maður sá alveg eitthvað frá henni áður en hún er stöðug, fáránleg fljót og sterk á fótunum,“ sagði Þorgerður um Elnu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa spilað þrjá leiki í vetur er Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í 5. sæti á lista Þorgerðar. Í 4. sæti listans er Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. „Hún er mjög flott í vörn og ekkert smá sterk. Það er erfitt að komast framhjá henni,“ sagði Þorgerður um Helenu. Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV er í 3. sæti listans. „Hún er búin að vera geggjuð í vörn og sókn og er alhliða leikmaður. Þegar maður horfir á ÍBV í vörn eru sóknarmenn sem forðast að fara á Sunnu því það er erfitt að komast þar í gegn.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu varnarmenn Olís-deildar kvenna Næsti leikmaður á lista kom nokkuð á óvart, ekki að hún hafi komist á listann heldur að hún skyldi ekki vera á toppi hans. Það er Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Það sem ég ætla að segja um Steinunni og kannski Önnu Úrsúlu líka er að þær eru ekki bara góðar í löglegum stöðvunum. Þær gera vörnina í sínum liðum betri. Þær vinna báðar vel með markverðinum og þetta eru varnarmenn sem er geggjað að hafa í sínu liði en ógeðslega pirrandi að vera á móti,“ sagði Þorgerður. Í efsta sæti listans setti hún HK-inginn Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur sem er með langflestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni. „Hún er búin að vera frábær. Samkvæmt HB Statz er hún með átta lögleg stopp að meðaltali í leik. Hún er búin að springa út á þessu tímabili. Maður sá alveg eitthvað frá henni áður en hún er stöðug, fáránleg fljót og sterk á fótunum,“ sagði Þorgerður um Elnu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira