Kraftar menntunar leysast úr læðingi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:30 Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni. Þá veita vísindin og sérfræðingar af ólíkum fagsviðum okkur ómetanlegar upplýsingar, leiðsögn og öryggi. Engu að síður ríkir ákveðin óvissa því náttúran er í einhverjum skilningi óútreiknanleg, kraftmikil og óvænt. Sama á við um félagslegan veruleika og þau vísindi sem varpa ljósi á svið mannlegrar tilveru, til að mynda menntakerfi. Menntavísindi felast í rannsóknum á þeim öflum sem hafa áhrif á nám og þroska einstaklinga. Markmið menntarannsókna felst ekki hvað síst í að greina og skilja jarðveginn, hræringarnar og kvikuna sem einkennir og mótar menntakerfi. Slíkar rannsóknir eiga sér ekki stað í tómarúmi, heldur byggjast á ríkulegri samvinnu fræðafólks og fagfólks um land allt. Að skilja betur félagslegan veruleika Ólíkt jarðvísindum þá beinast menntavísindin að því að skilja betur mannlega hegðun, varpa ljósi á tengsl uppeldis og arfgerðar, einstaklings og samfélags og tengsl nemenda og kennara. Líkt og innan jarðvísinda þá þarf að púsla saman ólíkum upplýsingabrotum og það þarf fjölbreyttan og þverfræðilegan hóp rannsakenda til að draga upp mynd af þeim flóknu samfélagslegu og einstaklingsbundnu þáttum sem koma við sögu. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum og ungu fólki hafa beina reynslu af því sem gerist innan og utan skólastofunnar og eru því lykilaðilar í því að skilja betur þá þætti sem styðja við árangursríkt skólastarf. Mikilvægi starfsþróunar Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leiða þróun innan menntakerfisins. Þau efla þekkingu og skapa skilyrði fyrir þroska einstaklinga. Samkvæmt skilgreiningu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara þá er starfsþróun „… samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins“. Slík starfsþróun skapar einnig jákvæð skilyrði fyrir því að fagfólk taki þátt í menntarannsóknum og að niðurstöður slíkra rannsókna verði hagnýttar á fjölbreyttan og lifandi máta. Menntamiðja, vefgátt starfsþróunar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Samband íslenskra sveitarfélaga stofnuðu til Menntamiðju árið 2012 og átti Menntamiðja ríkan þátt í því að efla lærdómssamfélög kennara víða um land, meðal annars með því að skipuleggja menntabúðir þar sem fólk hittist og miðlar hugmyndum og nýjum leiðum í skólastarfi. Með nýju samkomulag sem undirritað var í byrjun mars komu fjórir nýir aðilar til samstarfs um Menntamiðju, það eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands og Menntamálastofnun. Við sama tækifæri opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, nýja vefgátt Menntamiðju https://menntamidja.is/. Menntamiðja leiðir saman krafta fræðasamfélags og vettvangs og mun hýsa upplýsingar um formlega og óformlega starfsþróun fyrir fagfólk í menntakerfinu. Á vef Menntamiðju verður m.a. að finna greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörpsem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir viðburði og styrktarsjóði. Menntamiðja verður enn fremur vettvangur til miðlunar á rannsóknum sem eiga erindi við menntakerfið og fyrir samstarf um þróunarstarf, nýsköpun og nýliðun kennara og annars starfsfólks. Ég óska íslensku skólasamfélagi til hamingju með Menntamiðju og hvet áhugasama að heimsækja síðuna. Hún ber vott um kraftinn sem býr í íslensku menntakerfi. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni. Þá veita vísindin og sérfræðingar af ólíkum fagsviðum okkur ómetanlegar upplýsingar, leiðsögn og öryggi. Engu að síður ríkir ákveðin óvissa því náttúran er í einhverjum skilningi óútreiknanleg, kraftmikil og óvænt. Sama á við um félagslegan veruleika og þau vísindi sem varpa ljósi á svið mannlegrar tilveru, til að mynda menntakerfi. Menntavísindi felast í rannsóknum á þeim öflum sem hafa áhrif á nám og þroska einstaklinga. Markmið menntarannsókna felst ekki hvað síst í að greina og skilja jarðveginn, hræringarnar og kvikuna sem einkennir og mótar menntakerfi. Slíkar rannsóknir eiga sér ekki stað í tómarúmi, heldur byggjast á ríkulegri samvinnu fræðafólks og fagfólks um land allt. Að skilja betur félagslegan veruleika Ólíkt jarðvísindum þá beinast menntavísindin að því að skilja betur mannlega hegðun, varpa ljósi á tengsl uppeldis og arfgerðar, einstaklings og samfélags og tengsl nemenda og kennara. Líkt og innan jarðvísinda þá þarf að púsla saman ólíkum upplýsingabrotum og það þarf fjölbreyttan og þverfræðilegan hóp rannsakenda til að draga upp mynd af þeim flóknu samfélagslegu og einstaklingsbundnu þáttum sem koma við sögu. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum og ungu fólki hafa beina reynslu af því sem gerist innan og utan skólastofunnar og eru því lykilaðilar í því að skilja betur þá þætti sem styðja við árangursríkt skólastarf. Mikilvægi starfsþróunar Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leiða þróun innan menntakerfisins. Þau efla þekkingu og skapa skilyrði fyrir þroska einstaklinga. Samkvæmt skilgreiningu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara þá er starfsþróun „… samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins“. Slík starfsþróun skapar einnig jákvæð skilyrði fyrir því að fagfólk taki þátt í menntarannsóknum og að niðurstöður slíkra rannsókna verði hagnýttar á fjölbreyttan og lifandi máta. Menntamiðja, vefgátt starfsþróunar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Samband íslenskra sveitarfélaga stofnuðu til Menntamiðju árið 2012 og átti Menntamiðja ríkan þátt í því að efla lærdómssamfélög kennara víða um land, meðal annars með því að skipuleggja menntabúðir þar sem fólk hittist og miðlar hugmyndum og nýjum leiðum í skólastarfi. Með nýju samkomulag sem undirritað var í byrjun mars komu fjórir nýir aðilar til samstarfs um Menntamiðju, það eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands og Menntamálastofnun. Við sama tækifæri opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, nýja vefgátt Menntamiðju https://menntamidja.is/. Menntamiðja leiðir saman krafta fræðasamfélags og vettvangs og mun hýsa upplýsingar um formlega og óformlega starfsþróun fyrir fagfólk í menntakerfinu. Á vef Menntamiðju verður m.a. að finna greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörpsem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir viðburði og styrktarsjóði. Menntamiðja verður enn fremur vettvangur til miðlunar á rannsóknum sem eiga erindi við menntakerfið og fyrir samstarf um þróunarstarf, nýsköpun og nýliðun kennara og annars starfsfólks. Ég óska íslensku skólasamfélagi til hamingju með Menntamiðju og hvet áhugasama að heimsækja síðuna. Hún ber vott um kraftinn sem býr í íslensku menntakerfi. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar