Metoo-hneyksli skekur leikhúsið hans Þorleifs Arnar í Berlín Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2021 16:35 Klaus Dörr leikhússtjóri hefur nú sagt starfi sínu lausu eftir að fram komu ásakanir á hendur honum um fjölþætta kynferðislega áreitni gagnvart konum í þýsku leikhúsi. Dörr fékk Þorleif Örn til liðs við leikhúsið fyrir tveimur árum. Getty/picture alliance Klaus Dörr leikhússtjóri der Berliner Volksbühne hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðisáreitni. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Metoo-hneyksli hafi komið upp innan leikhússgeirans þar í landi. Tíu konur hafa sett fram ásakanir á hendur Klaus Dörr leikhússtjóra Volksbühne og eru þær af ýmsu tagi. Dörr er sagður hafa notfært sér yfirburði í krafti valdastöðu sinnar og sýnt af sér óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga: Sent klámfengin sms-skilaboð, glápt ótæpilega á barm kvenna, sagt ósmekklega brandara af kynferðislegum toga, krafist þess að konur gangi á háhælaskóm, beint síma sínum undir pils kvenna til að taka myndir og mismunað konum með ýmsum hætti. Mikið áfall fyrir leikhúsið Vísir ræddi við Þorleif Örn Arnarson, sem er listrænn stjórnandi við húsið. Hann fékk fyrst fréttir af málinu um helgina og segir því sé óábyrgt að tjá sig um of. Mál af þessum toga séu alvarleg, gríðarlega flókin og samskipti innan húss sem utan séu vandmeðfarin. Þorleifur Örn dregur engan dul á að málið sé mikið áfall fyrir Volksbühne þó einkum sé um að ræða atvik og orð sem féllu áður en Dörr tók við Volksbühne. Þá er þetta ekki síst áfall vegna þess að málið kemur upp eftir metoo-vakninguna; því svo virðist sem menn hafi ekki dregið af þeirri umræðu nauðsynlegan lærdóm. Erfið helgi eftir að ásakanirnar komu fram „Þetta hefur verið þungbær helgi meðan beðið hefur verið eftir ákvörðun leikhússtjórans – enda honum gert það algerlega skýrt að hvorki ég né aðrir listamenn við húsið tækjum neitt annað í mál en sjálfstæða og yfirgripsmikla rannsókn. Hún þyrfti að byggjast á virðingu fyrir upplifun þeirra sem telja sig hafa verið beittar misrétti og ferli sem ver bæði þær, aðra starfsmenn og sé einangrað frá valdastrúktúr hússins,“ segir Þorleifur Örn sem nú er staddur á Íslandi og hefur verið undanfarna mánuði. Þorleifur Örn er í þeirri flóknu stöðu að tilheyra stjórnunarteymi hússins en vera einnig listamaður við það. Þá er Sólveig Arnardóttir leikkona, systir Þorleifs, fastráðin við húsið. Hún er nýfarin aftur til Berlínar frá Íslandi og er því í miðju fellibylsins sem nú fer um þýskt leikhúslíf. Að sögn Þorleifs hefur ekki verið mikil starfsemi þar að undanförnu vegna Covid, það er hvað varðar sýningar en æfingar standa yfir á ýmsum verkefnum. MeToo Þýskaland Leikhús Tengdar fréttir Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Metoo-hneyksli hafi komið upp innan leikhússgeirans þar í landi. Tíu konur hafa sett fram ásakanir á hendur Klaus Dörr leikhússtjóra Volksbühne og eru þær af ýmsu tagi. Dörr er sagður hafa notfært sér yfirburði í krafti valdastöðu sinnar og sýnt af sér óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga: Sent klámfengin sms-skilaboð, glápt ótæpilega á barm kvenna, sagt ósmekklega brandara af kynferðislegum toga, krafist þess að konur gangi á háhælaskóm, beint síma sínum undir pils kvenna til að taka myndir og mismunað konum með ýmsum hætti. Mikið áfall fyrir leikhúsið Vísir ræddi við Þorleif Örn Arnarson, sem er listrænn stjórnandi við húsið. Hann fékk fyrst fréttir af málinu um helgina og segir því sé óábyrgt að tjá sig um of. Mál af þessum toga séu alvarleg, gríðarlega flókin og samskipti innan húss sem utan séu vandmeðfarin. Þorleifur Örn dregur engan dul á að málið sé mikið áfall fyrir Volksbühne þó einkum sé um að ræða atvik og orð sem féllu áður en Dörr tók við Volksbühne. Þá er þetta ekki síst áfall vegna þess að málið kemur upp eftir metoo-vakninguna; því svo virðist sem menn hafi ekki dregið af þeirri umræðu nauðsynlegan lærdóm. Erfið helgi eftir að ásakanirnar komu fram „Þetta hefur verið þungbær helgi meðan beðið hefur verið eftir ákvörðun leikhússtjórans – enda honum gert það algerlega skýrt að hvorki ég né aðrir listamenn við húsið tækjum neitt annað í mál en sjálfstæða og yfirgripsmikla rannsókn. Hún þyrfti að byggjast á virðingu fyrir upplifun þeirra sem telja sig hafa verið beittar misrétti og ferli sem ver bæði þær, aðra starfsmenn og sé einangrað frá valdastrúktúr hússins,“ segir Þorleifur Örn sem nú er staddur á Íslandi og hefur verið undanfarna mánuði. Þorleifur Örn er í þeirri flóknu stöðu að tilheyra stjórnunarteymi hússins en vera einnig listamaður við það. Þá er Sólveig Arnardóttir leikkona, systir Þorleifs, fastráðin við húsið. Hún er nýfarin aftur til Berlínar frá Íslandi og er því í miðju fellibylsins sem nú fer um þýskt leikhúslíf. Að sögn Þorleifs hefur ekki verið mikil starfsemi þar að undanförnu vegna Covid, það er hvað varðar sýningar en æfingar standa yfir á ýmsum verkefnum.
MeToo Þýskaland Leikhús Tengdar fréttir Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36