Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 12:15 Hlúð að mótmælenda sem var skotinn í Yangon í gær. AP Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. Gærdagurinn var sá blóðugasti frá valdaráni hersins þann 1. febrúar. Í borginni Yangon réðust mótmælendur að kínversk fyrirtæki, því þeir standa í þeirri trú að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda, og var skotið á þá. Þar að auki var skotið á mótmælendur í öðrum borgum og bæjum og segja fjölmiðla ytra að um 50 manns hafi fallið í skothríðinni. Þá voru herlög sett á í Yangon en í kjölfarið hafa þau verið sett á í öðrum borgum einnig. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Reuters fréttaveitan hefur eftir vitnum að skotið hafi verið á mótmælendur í bæjunum Myingyan og Aunglan í morgun. Einn viðmælandi fréttaveitunnar frá Myingyan sagði lögregluna hafa skotið stúlku og dreng í höfuðið. AP fréttaveitan segir áætlað að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum frá því mótmælin hófust. Mótmælendur í Mandalay í morgun.AP Lýðræðislega kjörnir leiðtogar í haldi eða felum Eins og áður segir, þá framdi herinn valdarán þann 1. febrúar. Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu og kjörstjórn landsins hefur hafnað því að svindl hafi átt sér stað. Þá hefur herstjórnin heitið því að halda nýjar kosningar en ekki sagt hvenær það verði. Flestir leiðtogar NLD eru annað hvort í haldi hersins eða í felum, innan landamæra Mjanmar og utan. Með því að beita herlögum hefur herstjórnin tekið að sér öll völd í landinu og þá verður hægt að rétta yfir mótmælendum fyrir herdómstólum og jafnvel taka viðkomandi af líki. Lágmarksrefsins fyrir mótmæli fyrir herdómstólum er þriggja ára þrælkunarvinna og sekt, samkvæmt AP sem vitnar í miðla í Mjanmar. Herinn segir að markmiðið sé að tryggja öryggi, frið og réttarríkið. Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Gærdagurinn var sá blóðugasti frá valdaráni hersins þann 1. febrúar. Í borginni Yangon réðust mótmælendur að kínversk fyrirtæki, því þeir standa í þeirri trú að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda, og var skotið á þá. Þar að auki var skotið á mótmælendur í öðrum borgum og bæjum og segja fjölmiðla ytra að um 50 manns hafi fallið í skothríðinni. Þá voru herlög sett á í Yangon en í kjölfarið hafa þau verið sett á í öðrum borgum einnig. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Reuters fréttaveitan hefur eftir vitnum að skotið hafi verið á mótmælendur í bæjunum Myingyan og Aunglan í morgun. Einn viðmælandi fréttaveitunnar frá Myingyan sagði lögregluna hafa skotið stúlku og dreng í höfuðið. AP fréttaveitan segir áætlað að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum frá því mótmælin hófust. Mótmælendur í Mandalay í morgun.AP Lýðræðislega kjörnir leiðtogar í haldi eða felum Eins og áður segir, þá framdi herinn valdarán þann 1. febrúar. Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu og kjörstjórn landsins hefur hafnað því að svindl hafi átt sér stað. Þá hefur herstjórnin heitið því að halda nýjar kosningar en ekki sagt hvenær það verði. Flestir leiðtogar NLD eru annað hvort í haldi hersins eða í felum, innan landamæra Mjanmar og utan. Með því að beita herlögum hefur herstjórnin tekið að sér öll völd í landinu og þá verður hægt að rétta yfir mótmælendum fyrir herdómstólum og jafnvel taka viðkomandi af líki. Lágmarksrefsins fyrir mótmæli fyrir herdómstólum er þriggja ára þrælkunarvinna og sekt, samkvæmt AP sem vitnar í miðla í Mjanmar. Herinn segir að markmiðið sé að tryggja öryggi, frið og réttarríkið. Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira