Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 12:15 Hlúð að mótmælenda sem var skotinn í Yangon í gær. AP Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. Gærdagurinn var sá blóðugasti frá valdaráni hersins þann 1. febrúar. Í borginni Yangon réðust mótmælendur að kínversk fyrirtæki, því þeir standa í þeirri trú að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda, og var skotið á þá. Þar að auki var skotið á mótmælendur í öðrum borgum og bæjum og segja fjölmiðla ytra að um 50 manns hafi fallið í skothríðinni. Þá voru herlög sett á í Yangon en í kjölfarið hafa þau verið sett á í öðrum borgum einnig. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Reuters fréttaveitan hefur eftir vitnum að skotið hafi verið á mótmælendur í bæjunum Myingyan og Aunglan í morgun. Einn viðmælandi fréttaveitunnar frá Myingyan sagði lögregluna hafa skotið stúlku og dreng í höfuðið. AP fréttaveitan segir áætlað að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum frá því mótmælin hófust. Mótmælendur í Mandalay í morgun.AP Lýðræðislega kjörnir leiðtogar í haldi eða felum Eins og áður segir, þá framdi herinn valdarán þann 1. febrúar. Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu og kjörstjórn landsins hefur hafnað því að svindl hafi átt sér stað. Þá hefur herstjórnin heitið því að halda nýjar kosningar en ekki sagt hvenær það verði. Flestir leiðtogar NLD eru annað hvort í haldi hersins eða í felum, innan landamæra Mjanmar og utan. Með því að beita herlögum hefur herstjórnin tekið að sér öll völd í landinu og þá verður hægt að rétta yfir mótmælendum fyrir herdómstólum og jafnvel taka viðkomandi af líki. Lágmarksrefsins fyrir mótmæli fyrir herdómstólum er þriggja ára þrælkunarvinna og sekt, samkvæmt AP sem vitnar í miðla í Mjanmar. Herinn segir að markmiðið sé að tryggja öryggi, frið og réttarríkið. Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Gærdagurinn var sá blóðugasti frá valdaráni hersins þann 1. febrúar. Í borginni Yangon réðust mótmælendur að kínversk fyrirtæki, því þeir standa í þeirri trú að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda, og var skotið á þá. Þar að auki var skotið á mótmælendur í öðrum borgum og bæjum og segja fjölmiðla ytra að um 50 manns hafi fallið í skothríðinni. Þá voru herlög sett á í Yangon en í kjölfarið hafa þau verið sett á í öðrum borgum einnig. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Reuters fréttaveitan hefur eftir vitnum að skotið hafi verið á mótmælendur í bæjunum Myingyan og Aunglan í morgun. Einn viðmælandi fréttaveitunnar frá Myingyan sagði lögregluna hafa skotið stúlku og dreng í höfuðið. AP fréttaveitan segir áætlað að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum frá því mótmælin hófust. Mótmælendur í Mandalay í morgun.AP Lýðræðislega kjörnir leiðtogar í haldi eða felum Eins og áður segir, þá framdi herinn valdarán þann 1. febrúar. Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu og kjörstjórn landsins hefur hafnað því að svindl hafi átt sér stað. Þá hefur herstjórnin heitið því að halda nýjar kosningar en ekki sagt hvenær það verði. Flestir leiðtogar NLD eru annað hvort í haldi hersins eða í felum, innan landamæra Mjanmar og utan. Með því að beita herlögum hefur herstjórnin tekið að sér öll völd í landinu og þá verður hægt að rétta yfir mótmælendum fyrir herdómstólum og jafnvel taka viðkomandi af líki. Lágmarksrefsins fyrir mótmæli fyrir herdómstólum er þriggja ára þrælkunarvinna og sekt, samkvæmt AP sem vitnar í miðla í Mjanmar. Herinn segir að markmiðið sé að tryggja öryggi, frið og réttarríkið. Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira