Öll viljum við það sem er börnum er fyrir bestu og góðar aðferðir í uppeldi barna er málefni sem flestir láta sig varða. Það getur hins vegar reynt mjög á foreldra og aðra umönnunaraðila þegar þær aðferðir og úrræði sem þau kunna, duga ekki til að mæta börnum sem af ýmiskonar ástæðum sýna krefjandi hegðun.
Í þessum fyrirlestri verður farið yfir þá þætti sem hafa áhrif á hegðun barna, rætt hvernig við getum fyrirbyggt hegðunarerfiðleika og fjallað um gagnreyndar aðferðir sem umönnunaraðilar geta notað við uppeldi barna.