„Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2021 10:14 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum. Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að hvorki væri tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Þetta er gert að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. „Þetta hefur þær afleiðingar að hinum sístækkandi hópi bólusettra ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína er meinaður aðgangur að landinu, en þessar þjóðir hafa myndað stærstu ferðamannahópa á Íslandi undanfarin ár,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Þar er jafnframt haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar að hann voni að banninu verði aflétt fyrir ágústmánuð. „Mér finnst hins vegar að það hljómi undarlega að vera bara að taka vottorð gild um sömu bólusetningu og sama sjúkdóminn innan Schengen. Allavega út frá mínum sjónarhóli og faraldsfræðilegu og sjúkdómalegu sjónarmiði þá sé ég ekki mun á því í sjálfu sér,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, inntur eftir viðbrögðum við þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En reglugerðin kveður á um þetta núna og það getur vel verið að ég komi með tillögu um að við tökum gild vottorð utan Schengen en það eru náttúrulega stjórnvöld sem ráða þessu endanlega.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að 1. maí næstkomandi verði tekin varfærin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum, sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfararstað komufarþega. Frá og með þeim degi verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að hvorki væri tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Þetta er gert að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. „Þetta hefur þær afleiðingar að hinum sístækkandi hópi bólusettra ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína er meinaður aðgangur að landinu, en þessar þjóðir hafa myndað stærstu ferðamannahópa á Íslandi undanfarin ár,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Þar er jafnframt haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar að hann voni að banninu verði aflétt fyrir ágústmánuð. „Mér finnst hins vegar að það hljómi undarlega að vera bara að taka vottorð gild um sömu bólusetningu og sama sjúkdóminn innan Schengen. Allavega út frá mínum sjónarhóli og faraldsfræðilegu og sjúkdómalegu sjónarmiði þá sé ég ekki mun á því í sjálfu sér,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, inntur eftir viðbrögðum við þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En reglugerðin kveður á um þetta núna og það getur vel verið að ég komi með tillögu um að við tökum gild vottorð utan Schengen en það eru náttúrulega stjórnvöld sem ráða þessu endanlega.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að 1. maí næstkomandi verði tekin varfærin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum, sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfararstað komufarþega. Frá og með þeim degi verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira