„Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2021 10:14 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum. Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að hvorki væri tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Þetta er gert að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. „Þetta hefur þær afleiðingar að hinum sístækkandi hópi bólusettra ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína er meinaður aðgangur að landinu, en þessar þjóðir hafa myndað stærstu ferðamannahópa á Íslandi undanfarin ár,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Þar er jafnframt haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar að hann voni að banninu verði aflétt fyrir ágústmánuð. „Mér finnst hins vegar að það hljómi undarlega að vera bara að taka vottorð gild um sömu bólusetningu og sama sjúkdóminn innan Schengen. Allavega út frá mínum sjónarhóli og faraldsfræðilegu og sjúkdómalegu sjónarmiði þá sé ég ekki mun á því í sjálfu sér,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, inntur eftir viðbrögðum við þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En reglugerðin kveður á um þetta núna og það getur vel verið að ég komi með tillögu um að við tökum gild vottorð utan Schengen en það eru náttúrulega stjórnvöld sem ráða þessu endanlega.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að 1. maí næstkomandi verði tekin varfærin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum, sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfararstað komufarþega. Frá og með þeim degi verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að hvorki væri tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Þetta er gert að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. „Þetta hefur þær afleiðingar að hinum sístækkandi hópi bólusettra ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína er meinaður aðgangur að landinu, en þessar þjóðir hafa myndað stærstu ferðamannahópa á Íslandi undanfarin ár,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Þar er jafnframt haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar að hann voni að banninu verði aflétt fyrir ágústmánuð. „Mér finnst hins vegar að það hljómi undarlega að vera bara að taka vottorð gild um sömu bólusetningu og sama sjúkdóminn innan Schengen. Allavega út frá mínum sjónarhóli og faraldsfræðilegu og sjúkdómalegu sjónarmiði þá sé ég ekki mun á því í sjálfu sér,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, inntur eftir viðbrögðum við þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En reglugerðin kveður á um þetta núna og það getur vel verið að ég komi með tillögu um að við tökum gild vottorð utan Schengen en það eru náttúrulega stjórnvöld sem ráða þessu endanlega.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að 1. maí næstkomandi verði tekin varfærin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum, sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfararstað komufarþega. Frá og með þeim degi verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira