Blikkið sem vekur upp spurningar: „Svona lagað gerist ekki hjá Frökkum“ Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 09:30 Nicolas Tournat virðist hér blikka til Melvyn Richardson í síðasta leikhléi Frakka gegn Portúgal, rétt áður en Richardson kastaði boltanum frá sér og Portúgal skoraði sigurmarkið. skjáskot/youtuberás IHF Króatar eru í öngum sínum eftir að hafa misst af sæti í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þjálfari þeirra furðar sig á því að Frakkar hafi klúðrað afar góðri stöðu gegn Portúgölum. Ef Frakkland hefði ekki tapað gegn Portúgal í gær, 29-28, hefði Króatía komist á Ólympíuleikana með Frakklandi. Frakkar, sem voru 28-25 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir, máttu hins vegar við því að tapa með allt að sex marka mun án þess að missa af ólympíusæti. Spurningar hafa vaknað eftir að Frakkar köstuðu frá sér forskoti sínu í lokin, um hvort þeir hafi einfaldlega frekar viljað fá Portúgal með sér til Tókýó en Króatíu. Ekki síst vegna frammistöðu Melvyn Richardson. Í síðustu sóknum Frakka átti Richardson tvö skot sem voru varin og svo kastaði hann boltanum glæfralega aftur fyrir sig í hendur Portúgala fyrir hraðaupphlaupið sem sigurmarkið kom úr í blálokin. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter má sjá Nicolas Tournat blikka auga í átt til Richardson, í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Hægt er að horfa á síðustu mínútur leiksins hér að neðan en Frakkland komst í 28-25 þegar 1 klukkutími og 32 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Hrvoje Horvat, nýr þjálfari Króata, var vonsvikinn eftir að niðurstaðan lá fyrir. Hann kvaðst ekki hafa horft á leik Frakklands og Portúgals en sagði: „Ég horfði ekki á leikinn en mér finnst það undarlegt að Frakkland hafi misst niður þriggja marka forskot í lokin, því svona lagað gerist ekki hjá Frökkum. Við unnum tvo leiki í þessu móti [gegn Portúgal og Túnis] en við unnum ekki Frakka og það reyndist dýrkeypt,“ sagði Horvat. Portúgalar spiluðu með hjartanu og við vitum fyrir hvern Nedim Remili, landsliðsmaður Frakka, var spurður hvernig liðið hefði farið að því að kasta svona frá sér forskotinu í lokin: „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður núna. Við náðum sæti á Ólympíuleikunum en ég er líka svolítið vonsvikinn yfir þessum síðasta leik. Við slökuðum á, vorum ekki eins ákafir í varnarleiknum… og Portúgalarnir spiluðu með hjartanu. Við vitum af hverju og fyrir hvern,“ sagði Remili og vísaði til Alfredo Quintana, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Portúgals, sem var bráðkvaddur í febrúar. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Tengdar fréttir Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Ef Frakkland hefði ekki tapað gegn Portúgal í gær, 29-28, hefði Króatía komist á Ólympíuleikana með Frakklandi. Frakkar, sem voru 28-25 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir, máttu hins vegar við því að tapa með allt að sex marka mun án þess að missa af ólympíusæti. Spurningar hafa vaknað eftir að Frakkar köstuðu frá sér forskoti sínu í lokin, um hvort þeir hafi einfaldlega frekar viljað fá Portúgal með sér til Tókýó en Króatíu. Ekki síst vegna frammistöðu Melvyn Richardson. Í síðustu sóknum Frakka átti Richardson tvö skot sem voru varin og svo kastaði hann boltanum glæfralega aftur fyrir sig í hendur Portúgala fyrir hraðaupphlaupið sem sigurmarkið kom úr í blálokin. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter má sjá Nicolas Tournat blikka auga í átt til Richardson, í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Hægt er að horfa á síðustu mínútur leiksins hér að neðan en Frakkland komst í 28-25 þegar 1 klukkutími og 32 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Hrvoje Horvat, nýr þjálfari Króata, var vonsvikinn eftir að niðurstaðan lá fyrir. Hann kvaðst ekki hafa horft á leik Frakklands og Portúgals en sagði: „Ég horfði ekki á leikinn en mér finnst það undarlegt að Frakkland hafi misst niður þriggja marka forskot í lokin, því svona lagað gerist ekki hjá Frökkum. Við unnum tvo leiki í þessu móti [gegn Portúgal og Túnis] en við unnum ekki Frakka og það reyndist dýrkeypt,“ sagði Horvat. Portúgalar spiluðu með hjartanu og við vitum fyrir hvern Nedim Remili, landsliðsmaður Frakka, var spurður hvernig liðið hefði farið að því að kasta svona frá sér forskotinu í lokin: „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður núna. Við náðum sæti á Ólympíuleikunum en ég er líka svolítið vonsvikinn yfir þessum síðasta leik. Við slökuðum á, vorum ekki eins ákafir í varnarleiknum… og Portúgalarnir spiluðu með hjartanu. Við vitum af hverju og fyrir hvern,“ sagði Remili og vísaði til Alfredo Quintana, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Portúgals, sem var bráðkvaddur í febrúar.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Tengdar fréttir Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47