Blikkið sem vekur upp spurningar: „Svona lagað gerist ekki hjá Frökkum“ Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 09:30 Nicolas Tournat virðist hér blikka til Melvyn Richardson í síðasta leikhléi Frakka gegn Portúgal, rétt áður en Richardson kastaði boltanum frá sér og Portúgal skoraði sigurmarkið. skjáskot/youtuberás IHF Króatar eru í öngum sínum eftir að hafa misst af sæti í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þjálfari þeirra furðar sig á því að Frakkar hafi klúðrað afar góðri stöðu gegn Portúgölum. Ef Frakkland hefði ekki tapað gegn Portúgal í gær, 29-28, hefði Króatía komist á Ólympíuleikana með Frakklandi. Frakkar, sem voru 28-25 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir, máttu hins vegar við því að tapa með allt að sex marka mun án þess að missa af ólympíusæti. Spurningar hafa vaknað eftir að Frakkar köstuðu frá sér forskoti sínu í lokin, um hvort þeir hafi einfaldlega frekar viljað fá Portúgal með sér til Tókýó en Króatíu. Ekki síst vegna frammistöðu Melvyn Richardson. Í síðustu sóknum Frakka átti Richardson tvö skot sem voru varin og svo kastaði hann boltanum glæfralega aftur fyrir sig í hendur Portúgala fyrir hraðaupphlaupið sem sigurmarkið kom úr í blálokin. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter má sjá Nicolas Tournat blikka auga í átt til Richardson, í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Hægt er að horfa á síðustu mínútur leiksins hér að neðan en Frakkland komst í 28-25 þegar 1 klukkutími og 32 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Hrvoje Horvat, nýr þjálfari Króata, var vonsvikinn eftir að niðurstaðan lá fyrir. Hann kvaðst ekki hafa horft á leik Frakklands og Portúgals en sagði: „Ég horfði ekki á leikinn en mér finnst það undarlegt að Frakkland hafi misst niður þriggja marka forskot í lokin, því svona lagað gerist ekki hjá Frökkum. Við unnum tvo leiki í þessu móti [gegn Portúgal og Túnis] en við unnum ekki Frakka og það reyndist dýrkeypt,“ sagði Horvat. Portúgalar spiluðu með hjartanu og við vitum fyrir hvern Nedim Remili, landsliðsmaður Frakka, var spurður hvernig liðið hefði farið að því að kasta svona frá sér forskotinu í lokin: „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður núna. Við náðum sæti á Ólympíuleikunum en ég er líka svolítið vonsvikinn yfir þessum síðasta leik. Við slökuðum á, vorum ekki eins ákafir í varnarleiknum… og Portúgalarnir spiluðu með hjartanu. Við vitum af hverju og fyrir hvern,“ sagði Remili og vísaði til Alfredo Quintana, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Portúgals, sem var bráðkvaddur í febrúar. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Tengdar fréttir Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Sjá meira
Ef Frakkland hefði ekki tapað gegn Portúgal í gær, 29-28, hefði Króatía komist á Ólympíuleikana með Frakklandi. Frakkar, sem voru 28-25 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir, máttu hins vegar við því að tapa með allt að sex marka mun án þess að missa af ólympíusæti. Spurningar hafa vaknað eftir að Frakkar köstuðu frá sér forskoti sínu í lokin, um hvort þeir hafi einfaldlega frekar viljað fá Portúgal með sér til Tókýó en Króatíu. Ekki síst vegna frammistöðu Melvyn Richardson. Í síðustu sóknum Frakka átti Richardson tvö skot sem voru varin og svo kastaði hann boltanum glæfralega aftur fyrir sig í hendur Portúgala fyrir hraðaupphlaupið sem sigurmarkið kom úr í blálokin. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter má sjá Nicolas Tournat blikka auga í átt til Richardson, í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Hægt er að horfa á síðustu mínútur leiksins hér að neðan en Frakkland komst í 28-25 þegar 1 klukkutími og 32 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Hrvoje Horvat, nýr þjálfari Króata, var vonsvikinn eftir að niðurstaðan lá fyrir. Hann kvaðst ekki hafa horft á leik Frakklands og Portúgals en sagði: „Ég horfði ekki á leikinn en mér finnst það undarlegt að Frakkland hafi misst niður þriggja marka forskot í lokin, því svona lagað gerist ekki hjá Frökkum. Við unnum tvo leiki í þessu móti [gegn Portúgal og Túnis] en við unnum ekki Frakka og það reyndist dýrkeypt,“ sagði Horvat. Portúgalar spiluðu með hjartanu og við vitum fyrir hvern Nedim Remili, landsliðsmaður Frakka, var spurður hvernig liðið hefði farið að því að kasta svona frá sér forskotinu í lokin: „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður núna. Við náðum sæti á Ólympíuleikunum en ég er líka svolítið vonsvikinn yfir þessum síðasta leik. Við slökuðum á, vorum ekki eins ákafir í varnarleiknum… og Portúgalarnir spiluðu með hjartanu. Við vitum af hverju og fyrir hvern,“ sagði Remili og vísaði til Alfredo Quintana, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Portúgals, sem var bráðkvaddur í febrúar.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Tengdar fréttir Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Sjá meira
Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47