Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. Hér verður stiklað á stóru yfir glæstan feril Britney Spears, slúðurmiðlana sem fóru um hana óvægnum höndum og óréttlætið sem mörgum þykir hún hafa verið beitt. Þá verður farið yfir vendingar sem orðið hafa í máli Britney síðan heimildarmyndin kom út. Hér fyrir neðan má fletta tímalínu um ævi og störf Britney Spears. Barnungt hæfileikabúnt Britney er fædd 2. desember 1981 í Mississippi í Bandaríkjunum. Hún komst snemma til metorða í skemmtanabransanum með dyggri hjálp móður sinnar, Lynne. Ætla má af heimildarmyndinni að faðir hennar, Jamie, hafi komið þar lítið nærri. Framan af, að minnsta kosti. Það kom snemma í ljós að Britney var miklum hæfileikum gædd. Hér fyrir neðan má horfa á flutning hennar á laginu Love can Build a Bridge í þættinum Star Search árið 1992. Atriðið er einmitt sýnt í byrjun heimildarmyndarinnar. Viðtal sem þáttastjórnandinn tók við hina tíu ára gömlu Britney að loknum flutningnum er ef til vill nokkuð lýsandi fyrir það sem koma skyldi. „Áttu kærasta?“ spurði hann Britney, sem svaraði því til að svo væri ekki, strákar væru andstyggilegir. Stjórnandinn þvertók fyrir það. „Ég er ekki andstyggilegur,“ sagði hann og spurði svo tíu ára stúlkuna: „Hvað með mig?“ Poppprinsessan og prinsinn hennar Næstu árin kom Britney fram í þáttunum Mickey Mouse Club ásamt Justin Timberlake, Christinu Aguilera, Ryan Gosling og fleirum. Hún skaust fyrir alvöru upp á stjörnuhimininn árið 1999, átján ára með fléttur í hárinu og klædd eins og skólastúlka. Skólastúlka í djarfari kantinum, vel að merkja. Britney átti sviðið um og eftir aldamótin. Hún var gjarnan kölluð Poppprinsessan – og jafnvel titluð drottning poppsins, hálfgerður arftaki Madonnu – á hátindi ferils síns. En það leið ekki á löngu áður en tónlistin hætti að vera aðalsmerki Britney. Britney kynntist áðurnefndum Justin Timberlake í Mickey Mouse Club, sjónvarpsþætti þar sem ungt hæfileikafólk kom fram; söng, dansaði og skemmti. Þau voru byrjuð saman strax árið 1998 þó að sambandið hafi ekki verið staðfest opinberlega fyrr en nokkru síðar. Parið hætti saman árið 2002 en fram að því höfðu fjölmiðlar fylgt því hvert fótmál. Það má enda færa rök fyrir því að Britney og Justin, sem þá var forsprakki strákasveitarinnar NSYNC, hafi verið stærstu stjörnur þess tíma. Justin Timberlake og Britney Spears á MTV Video Music Awards árið 2000.Getty/Dave Hogan Hvað gerði Britney eiginlega? Sambandsslitin voru þess vegna stórfrétt og hvert einasta smáatriði krufið til mergjar. Líkt og rakið er í heimildarmyndinni virðist umfjöllun fjölmiðla þó hafa verið talsvert hliðhollari Timberlake en Britney. Þeirri síðarnefndu var í raun kennt um sambandsslitin og hún sökuð um framhjáhald. Viðtal Diane Sawyer við Britney árið 2003, sem sýnt er frá í heimildarmyndinni, er talið skýrt dæmi um þessa orðræðu. „Þú gerðir eitthvað sem olli honum [Timberlake] svo miklum sársauka, svo mikilli þjáningu,“ segir Sawyer við Britney í viðtalinu. „Hvað gerðirðu?“ Timberlake fékk hins vegar að segja sína hlið sögunnar í gegnum eina vinsælustu smáskífu frá aldamótum, Cry Me a River. Í seinni tíð hefur honum einkum verið kennt um að hafa komið af stað þeirri hnignun í einkalífi Britney Spears sem hófst upp úr miðjum áratugnum. Timberlake bað Britney afsökunar á framferði sínu eftir að heimildarmyndin kom út nú í febrúar. „Ég sé mjög eftir þeim tíma í lífi mínu þar sem framkoma mín var hluti af vandamálinu, þar sem ég fór yfir strikið eða láðist að mótmæla því sem var rangt,“ sagði Timberlake í afsökunarbeiðni sinni sem hann birti á samfélagsmiðlum nú í febrúar. „Ég vil sérstaklega biðja Britney Spears og Janet Jackson afsökunar, vegna þess að mér þykir vænt um og ber virðingu fyrir þessum konum og ég veit að ég brást.“ Stóra meydómsmálið Á meðan á sambandi Britney og Justin stóð, og nokkru á eftir, veltu fjölmiðlar því jafnframt ítrekað upp hvort þau hefðu sofið saman. Kastljósinu var einkum beint að Britney í þessu samhengi; einblínt á það hvort hún væri „hrein mey“ eða ekki – og hún þráspurð út í það. Áðurnefnd Sawyer var þar ekki undanskilin. Meydómur Britney og kynlíf sem hún gæti mögulega hafa stundað er eitt helsta umræðuefni viðtalsins hér fyrir ofan. Þá þóttu það stórtíðindi þegar Britney viðurkenndi loks árið 2003 að hún væri ekki lengur „óspjölluð“. Hér á eftir er hluti úr grein sem birt var á vef MTV árið 2003 í kjölfar játningarinnar. „Það að Spears hafi viðurkennt að hafa sofið hjá Justin Timberlake, fyrrverandi kærasta sínum, ætti ekki að koma fólki á óvart, nema fyrir þær sakir að hún hefur loksins gert hreint fyrir sínum dyrum eftir stöðugar umleitanir um árabil. Spurningin hefur verið á allra vörum síðan hún hóf að hampa því að hún hygðist ekki stunda kynlíf áður en hún gifti sig en lék á sama tíma hlutverk „tálkvendisins“ og söng um að hún væri „ekki svo saklaus“.“ Oops, I did it again/ I played with your heart, got lost in the game/ Oh baby, baby/ Oops, you think/ I'm in love/ That I'm sent from above/ I'm not that innocent Úr texta lagsins Oops!...I Did It Again með Britney Spears sem kom út árið 2000. Það var þó alls ekki öll umfjöllun um Britney í þessum ásakandi tón, ef svo má að orði komast, líkt og hér fyrir ofan. Bloggfærsla Zoe Williams í Guardian fjórum árum síðar, þegar Britney var nýbúin að raka af sér hárið, horfir gagnrýnum augum á tvískinnungsháttinn sem oft einkenndi opinbera umræðu um Britney. „Strax og …Baby One More Time kom út var hún komin í þessa ótrúlega ruglingslegu og klígjulegu stöðu að vera holdgervingur kynlífs en þurfa á sama tíma að vera „ný úr kassanum“ og óspjölluð,“ skrifaði Williams. „[…] þetta gerir mann hálfsjóveikan, jafnvel þegar fylgst er með úr fjarlægð.“ Timberlake virðist hafa fengið aðra meðferð í fjölmiðlum eftir sambandsslitin en Britney. Hann svaraði því til dæmis glaður í bragði í útvarpsviðtali árið 2002 að þau Britney hefðu vissulega sofið saman og staðfesti svo í öðru útvarpsviðtali sama ár að þau hefðu stundað munnmök, við mikinn fögnuð þáttastjórnenda í báðum tilvikum. Hér fyrir neðan má svo sjá atriði úr Saturday Night Live frá árinu 2013. Þar grínast Timberlake enn með kynlíf þeirra Britney, rúmum áratug eftir að þau hættu saman. „Hefndarfantasíuleikur“ og upphaf hnignunarinnar Gréta Þorkelsdóttir hefur verið mikill aðdáandi Britney Spears allt frá því hún sá hana fyrst. Svo mikill aðdáandi að Britney var viðfangsefni Grétu í útskriftarverkefni hennar úr grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands fyrir um fimm árum. Að baki verkefninu er mikil rannsóknarvinna um ævi og störf stjörnunnar. Gréta segir í samtali við Vísi að það hafi byrjað að halla undan fæti hjá Britney strax árið 2004, líkt og farið er yfir í heimildarmyndinni. „Það var eftir að þau Justin Timberlake hætta saman og hann fer í einhvern hefndarfantasíuleik. Og eins og maður hefur komist að er hann algjör skíthæll og tækifærissinni í sinni listsköpun. Og þegar það byrjar að gerast þá stendur hún frammi fyrir því að enginn stendur með henni og það vilja allir sjá hana brenna,“ segir Gréta. Gréta Þorkelsdóttir hefur verið aðdáandi Britney Spears frá því hún sá hana fyrst.Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir Það er ekki ofsögum sagt að erfið ár hafi farið í hönd hjá Britney í kjölfar sambandsslitanna við Timberlake. Haustið 2004 giftist hún dansaranum Kevin Federline og nær sléttu ári síðar átti hún sitt fyrsta barn með honum, soninn Sean Preston. Líkt og tekið er fyrir í heimildarmyndinni varð gríðarlegt fjaðrafok í fjölmiðlum árið 2006 þegar myndir náðust af Britney aka bíl með son sinn í fanginu, sem þá var fimm mánaða gamall. Britney sagði að hún hefði verið í mikilli geðshræringu vegna ágengra ljósmyndara sem eltu hana og því hefði farist fyrir að setja barnið í bílstól. Þetta atvik er oft talið marka upphaf erfiðleikanna sem einkenndu næstu árin í lífi Britney, líkt og í þessari samantekt CBS News; Tímalína: Taugaáfall Britney. „Stjórnlaus“ í frjálsu falli á botninn Í kjölfarið rak hvert opinbera áfallið annað. Britney sótti um skilnað frá eiginmanni sínum síðla árs 2006, þegar yngri sonur þeirra var tveggja mánaða gamall. Í janúar 2007 fór Britney inn á hárgreiðslustofu í Los Angeles og rakaði af sér hárið. Ljósmyndarar fylgdust með öllu – og festu auðvitað á filmu. Bókverk Grétu um Britney Spears kom út árið 2016 og ber heitið Can You Handle My Truth? Hér er fjallað um það þegar Britney giftist skyndilega æskuvini sínum Jason Alexander í Las Vegas árið 2004. Hjónabandið fékkst ógilt 55 klukkustundum síðar.Aðsend Nokkrum dögum síðar kom upp ágreiningur milli Britney og ljósmyndara, sem lyktaði með því að hún lamdi í bíl hans með regnhlíf. Fram kemur í heimildarmyndinni að sama kvöld hafi hún gert tilraun til að hitta syni sína, sem hún hafði ekki séð lengi, en komið að lokuðum dyrum hjá Federline. Og slúðurblöðin fjölluðu vart um nokkuð annað. Britney var sögð „stjórnlaus“, „tímasprengja“ og „á botninum“. Myndir af henni snoðaðri og afskræmdri í framan prýddu flestar forsíður. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um forsíður sem birtar voru um þetta leyti. „Þarna var ábyrgð fjölmiðla ekki mikil varðandi sálrænt líf fólks í sviðsljósinu,“ segir Gréta. Á þetta hefur einmitt ítrekað verið beint; að stöðugur ágangur ljósmyndara og oft og tíðum óvægin fjölmiðlaumfjöllunin hafi, í það minnsta að einhverju leyti, ýtt Britney fram af brúninni. Þannig var því mjög fljótt velt upp á sínum tíma hvort Britney væri þolandi eða gerandi í eigin „sorgarsögu“. „Það var ekki talað um konur sem fólk“ Sýnt er frá því í heimildarmyndinni þegar Britney flýr þvögu ljósmyndara og segist hrædd við þá. Það sé heitasta ósk hennar að þeir láti hana í friði. Gréta segir að rannsóknarvinna hennar fyrir útskriftarverkefnið á sínum tíma hafi leitt í ljós að á þessum tíma, þ.e. á fyrsta áratug þessarar aldar, hafi fjölmiðlaumfjöllun um konur verið sérstaklega óvægin. Hún nefnir fyrirsætuna Önnu Nicole Smith sem dæmi. Smith lést úr ofskammti lyfja árið 2007, 39 ára að aldri. Stormasamt einkalíf hennar hafði um árabil verið undir smásjá slúðurmiðla. „Það var farið ótrúlega illa með hana [Smith]. Það var ekki talað um konur sem fólk,“ segir Gréta. „Og ég var alltaf að leita að byrjuninni. Hvenær byrjuðu erfiðleikarnir hjá Britney. Voru þeir hjá henni eða heiminum? Ég fór að lesa viðtöl við hana frá 99 og 98 þegar hún var nýorðin fræg og það var alltaf viðbjóðslegt hvernig fólk talaði við hana, henni var aldrei sýnd nein sérstök virðing og það er það sem ég skoðaði í verkefninu mínu: virðingarleysið og afleiðingar þess.“ Anna Nicole Smith á American Music Awards í nóvember 2004. Hún lést tæpum þremur árum síðar.Getty/Frank Micelotta Innræktað, keðjureykjandi fenjafyrirbæri Eins og með svo margar konur í sviðsljósinu hafi jafnframt ofuráhersla verið lögð á útlit Britney, einkum þegar hún var viðmælandi eldri karlmanna. „En líka konur. Og þær voru ekki með Britney í liði heldur. Það var enginn með henni í liði,“ segir Gréta. Hún bendir í því samhengi á grein eftir blaðamanninn Vanessu Grigoriadis sem birt var í hinu virta tónlistartímariti Rolling Stone árið 2008. Gréta telur þetta nokkuð lýsandi fyrir orðræðuna sem höfð var uppi um Britney á þessum tíma. „Hún er ekki góð stúlka,“ skrifar Grigoriadis meðal annars um Britney. „Hún er ekki augasteinn Ameríku. Hún er innræktað fenjafyrirbæri sem keðjureykir, snyrtir ekki á sér neglurnar, segir blaðamönnum til syndanna og öskrar á fólk sem vill taka myndir fyrir litlu systur sínar.“ Þá fullyrðir höfundur að Britney „njóti ringulreiðarinnar“, sem hún búi sjálf til, og byggir það á því hvernig Britney á að hafa verið glöð og spennt á svipinn þegar hún „grínaðist með ljósmyndurunum“. Justin Timberlake er lýst sem „bjargvætti“ Britney og „valdajafnvægið“ í sambandinu, sem þá var löngu lokið, sagt óyggjandi. „Það eru auðvitað ótrúlega margir þættir sem spila saman í þessu en að miklu leyti held ég að hún hafi upplifað algjört vonleysi í garð ótrúlega margra kima heimsins, þar á meðal fjölmiðla,“ segir Gréta. „Það gaf henni enginn séns. Það var bara verið að rýna í allt sem hún gerði og reynt að sjá það frá eins ömurlegu sjónarhorni og hægt var.“ Þrettán ár Britney var nauðungarvistuð á geðdeild í janúar árið 2008 eftir að hafa neitað að láta syni sína frá sér. Lögregla var kölluð út vegna málsins og Britney í kjölfarið lögð inn. Mánuðina á undan hafði hún ítrekað verið lögð inn á hin ýmsu meðferðarheimili og -stofnanir. Á meðan á nauðungarvistuninni stóð féllst dómari á að svipta hana fjárræði – og hluta sjálfræðis. Á íslensku mynda sjálfræði og fjárræði það sem kallað er lögræði. Úrræðinu er beitt þegar manneskja er metin vanhæf til að teljast ábyrg gerða sinna. Þetta getur til dæmis átt við þá sem eru þroskaskertir, eru haldnir elliglöpum eða glíma við alvarlega geðsjúkdóma. Faðir Britney, Jamie Spears, varð þannig lögráðamaður dóttur sinnar (e. conservator), ásamt lögmanninum Andrew Wallet. Jamie var falin alger umsjón með eignum Britney og ákvörðunum er vörðuðu heilsu hennar. Britney ásamt foreldrum sínum og systkinum. Frá vinstri: Jamie, Bryan, Jamie Lynn, Britney og Lynne.Getty/Kevin Mazur Ekki er þekkt hvað nákvæmlega felst í fyrirkomulaginu. Opinber tilgangur þess er þó að forða Britney frá því að taka slæmar fjárhagslegar ákvarðanir – og halda yfir henni hlífskildi gagnvart fólki sem gæti notfært sér viðkvæmt ástand hennar. Heimildarmyndin fjallar einkum um þetta forræði föður Britney yfir henni, sem nú hefur verið í gildi – með nokkrum breytingum – í þrettán ár. Britney var 26 ára þegar hún var svipt lögræði. Hún er nú 39 ára. Áratugur sleitulausrar vinnu Blaðamaðurinn Laura Newberry gerði ítarlega úttekt á málinu fyrir Los Angeles Times árið 2019. Hún hefur eftir lögfróðum að lögræðissvipting á við þessa sé „óvenjuleg“ í tilfelli jafn „ungrar og afkastamikillar“ konu og Britney. Þessu er einmitt velt upp í heimildarmyndinni. Afköst Britney áratuginn eftir að faðir hennar tók við umsjón með högum hennar eru enda gríðarleg. Hún gaf út plötuna Circus í desember 2008 og önnur plata, Femme Fatale, kom út í mars 2011. Þá fór hún í tónleikaferðalag um sumarið og var ráðin dómari í X-Factor árið 2012. Þá hélt hún áfram plötuútgáfu og lög á borð við Womanizer, Scream and Shout, Piece of Me og Work Bitch náðu miklum vinsældum á þessum árum. Britney hélt einnig úti gríðarvinsælli tónleikaröð í Las Vegas frá 2013 til 2017 og réðst í annað tónleikaferðalag sumarið 2018. Þá eru ótalin önnur verkefni á borð við ilmvötn undir merkjum Britney, fatalína og gestahlutverk í sjónvarpi. Það er ef til vill vegna þessara gríðarmiklu afkasta að fyrirkomulagið sem Britney hefur búið við síðan 2008 var ekki veitt sérstök athygli fyrr en eftir að hún dró sig til hlés árið 2018. Britney hefur ekki komið fram á sviði síðan í október það ár og árið 2019 lagðist hún inn á sjúkrastofnun vegna andlegra veikinda. #FREEBRITNEY Í kjölfarið fór að bera verulega á hreyfingu undir merkjum #FreeBritney, eða #FrelsumBritney, sem hafði þó komið fyrst fram á sjónarsviðið tíu árum fyrr. Að hreyfingunni standa áhyggjufullir aðdáendur söngkonunnar, og nú í seinni tíð starfssystkini hennar í Hollywood á borð við Söruh Jessicu Parker og Paris Hilton, sem halda því fram að Britney sé haldið þvingaðri í umsjón föður síns. Þá hafi fyrirkomulagið beinlínis skaðleg áhrif á Britney. Sambærilegum áhyggjum er velt upp úr nokkrum áttum í heimildarmyndinni. #FreeBritney— Sarah Jessica Parker (@SJP) February 7, 2021 Áðurnefnd Newberry fann þó ekkert til stuðnings síðastnefndu fullyrðingunni í rannsókn sinni árið 2019. Þá hefur Larry Rudolph, umboðsmaður Britney, ítrekað sagt fyrirkomulagið söngkonunni fyrir bestu. Ferill lögræðisins yfir Britney er rakinn ítarlega í úttekt miðilsins Insider frá því í febrúar. Talsverðar vendingar hafa orðið í málinu síðustu mánuði – sem renna stoðum undir það að Britney vilji aukið frelsi og sækist eftir því að faðir hennar verði sviptur því umboði sem hann hefur nú. Í ágúst síðastliðnum fór lögmaður Britney fram á að Jodi Montgomery, sem áður hafði verið falið forræði yfir Britney í fjarveru föður hennar, færi ein með forræðið. Í beiðninni segir að Britney sé „eindregið á móti því að faðir hennar fari áfram með forræði“. Dómari hafnaði beiðninni og framlengdi gildandi fyrirkomulag til 1. febrúar 2021. Britney sést hér haustið 2018, við hátíðlega en nokkuð einkennilega athöfn, þar sem tilkynnt var að hún hygði á nýja tónleikaröð í Las Vegas sem hefjast átti snemma árs 2019. Í janúar það ár aflýsti Britney tónleikaröðinni eftir að faðir hennar veiktist lífshættulega.Getty/Ethan Miller Í nóvember var málið enn einu sinni tekið fyrir og þá tjáði lögmaður Britney dómara að hún óttaðist föður sinn. Hún myndi enn fremur ekki koma aftur fram á meðan hann sitji við stjórnvölinn. Í desember var fyrirkomulagið þó aftur framlengt til september næstkomandi. Viku eftir að heimildarmyndin kom út hafnaði dómari beiðni Jamie um að hann fengi að fara einn með fjárráð dóttur sinnar. Hann deilir þeim nú með ráðgjafafyrirtækinu Bessemer Trust. Þingmenn fara fram á rannsókn Nú í vikunni óskuðu tveir fulltrúadeildarþingmenn repúblikana, Jim Jordan og Matt Gaetz, eftir því að sérstaklega verði fjallað um lögræðissviptingar í þinginu. Í beiðni þingmannana segir að þeir fari fram á að „rannsakað verði hvort Bandaríkjamenn séu sviptir lögræði á ólögmætum grundvelli“ og vísa til máls Britney og föður hennar. Þeir segja vissulega uppi ágreining um fyrirkomulagið en að þar búi þó að baki „vafasamar hvatir og lögfræðibrögð“ af hálfu föður hennar, Jamie. Jamie segir í yfirlýsingu til CNN vegna málsins síðasta miðvikudag að hann elski dóttur sína og beri hag hennar fyrir brjósti í hvívetna. „Ef Britney vill binda enda á fyrirkomulagið getur hún, hvenær sem er, beðið lögmann sinn um að óska eftir því að því verði rift. Hún hefur alltaf haft þennan rétt en á þrettán árum hefur hún aldrei notfært sér hann,“ segir í yfirlýsingu Jamie. Einkennileg hegðun á Instagram áhyggjuefni Britney hefur sjálf aldrei tjáð sig opinberlega um fyrirkomulagið. Líkt og áður segir hefur hún ekki komið fram á sviði síðan árið 2018 og ef marka má gögn frá lögmanni hennar hefur hún engan áhuga á því að snúa aftur á svið – í það minnsta eins og staðan er núna. Britney hefur þó verið mjög virk á samfélagsmiðlum síðustu ár og færslur hennar vakið athygli, einkum eftir að umræða um lögræðissviptinguna komst í hámæli. Flestar sýna færslurnar Britney njóta lífsins, oft með kærasta sínum Sam Ashgari (sem nýlega kallaði tengdaföður sinn „algjöran drullusokk“), og þá virðist hún hafa sérstaka ánægju af því að deila myndböndum af sér að dansa, líkt og sést hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Hegðun Britney á samfélagsmiðlum hefur einnig verið aðdáendum hennar áhyggjuefni. Hún birtist oft tætingsleg til fara og þykir stundum haga sér einkennilega í myndböndum sem hún deilir. Þannig hefur því verið velt upp hvort Britney sé með færslum sínum að reyna að senda einhvers konar leynileg skilaboð um lögræðissviptinguna – eða þá að henni sé alfarið ritstýrt af umsjónarmönnum og hún hreinlega neydd til að birta færslurnar. Cassie Petrey, sem fer fyrir samfélagsmiðlateymi Britney, fann sig knúna til að tjá sig um vangaveltur áhyggjufullra aðdáenda nú í byrjun febrúar. Petrey segir í yfirlýsingu að Britney velji sjálf hvað hún birti á samfélagsmiðlum, skrifi færslurnar sjálf og klippi almennt eigin myndbönd. „Britney er ekki að „biðja um hjálp“ eða að skilja eftir leynileg skilaboð í færslum á samfélagsmiðlum. Hún er bókstaflega að lifa lífinu og reyna að hafa gaman á Instagram.“ View this post on Instagram A post shared by Cassie Petrey (@cassiepetrey) Ekki er að sjá af færslum Britney á samfélagsmiðlum síðustu vikur að hún standi nú í málaferlum til að fá föður sínum vikið úr stöðu lögráðamanns. Það er þó tilfellið. Ef marka má gögn frá lögfræðingi hennar virðist hún jafnframt vita af #FreeBritney-hreyfingunni og þar kemur einnig fram að hún „taki upplýstum stuðningi fjölmarga aðdáenda sinna fagnandi.“ „Aldrei hamingjusamari“ Í nóvember birti Britney myndband á Instagram þar sem hún sagðist vita af „athugasemdum“ sem skrifaðar hefðu verið við færslur hennar og fullvissaði í kjölfarið aðdáendur sína um að allt væri í lagi. „Mér líður vel. Ég hef aldrei verið hamingjusamari á ævinni,“ segir Britney í myndbandinu, sem nálgast má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) En framhaldið er óljóst. Lögmaður Jamie Spears sagði í desember að Jamie þráði ekkert frekar en að Britney fengi á endanum yfirráð yfir sjálfri sér á ný. Málið fer næst fyrir dómara 17. mars. Innt eftir því hvort hún haldi að Britney losni einhvern tímann undan forræði föður síns segir Gréta að það sé erfitt að segja hvað framtíð hennar beri í skauti sér. „En ég vona það innilega að hún upplifi einhvers konar frelsi.“ Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Fréttaskýringar Bandaríkin Tengdar fréttir Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06 Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16 Barátta Spears og föður hennar fyrir dómara í dag Söngkonan víðfræga, Britney Spears, hefur höfðað mál með því markmiði að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. 10. nóvember 2020 09:08 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið
Hér verður stiklað á stóru yfir glæstan feril Britney Spears, slúðurmiðlana sem fóru um hana óvægnum höndum og óréttlætið sem mörgum þykir hún hafa verið beitt. Þá verður farið yfir vendingar sem orðið hafa í máli Britney síðan heimildarmyndin kom út. Hér fyrir neðan má fletta tímalínu um ævi og störf Britney Spears. Barnungt hæfileikabúnt Britney er fædd 2. desember 1981 í Mississippi í Bandaríkjunum. Hún komst snemma til metorða í skemmtanabransanum með dyggri hjálp móður sinnar, Lynne. Ætla má af heimildarmyndinni að faðir hennar, Jamie, hafi komið þar lítið nærri. Framan af, að minnsta kosti. Það kom snemma í ljós að Britney var miklum hæfileikum gædd. Hér fyrir neðan má horfa á flutning hennar á laginu Love can Build a Bridge í þættinum Star Search árið 1992. Atriðið er einmitt sýnt í byrjun heimildarmyndarinnar. Viðtal sem þáttastjórnandinn tók við hina tíu ára gömlu Britney að loknum flutningnum er ef til vill nokkuð lýsandi fyrir það sem koma skyldi. „Áttu kærasta?“ spurði hann Britney, sem svaraði því til að svo væri ekki, strákar væru andstyggilegir. Stjórnandinn þvertók fyrir það. „Ég er ekki andstyggilegur,“ sagði hann og spurði svo tíu ára stúlkuna: „Hvað með mig?“ Poppprinsessan og prinsinn hennar Næstu árin kom Britney fram í þáttunum Mickey Mouse Club ásamt Justin Timberlake, Christinu Aguilera, Ryan Gosling og fleirum. Hún skaust fyrir alvöru upp á stjörnuhimininn árið 1999, átján ára með fléttur í hárinu og klædd eins og skólastúlka. Skólastúlka í djarfari kantinum, vel að merkja. Britney átti sviðið um og eftir aldamótin. Hún var gjarnan kölluð Poppprinsessan – og jafnvel titluð drottning poppsins, hálfgerður arftaki Madonnu – á hátindi ferils síns. En það leið ekki á löngu áður en tónlistin hætti að vera aðalsmerki Britney. Britney kynntist áðurnefndum Justin Timberlake í Mickey Mouse Club, sjónvarpsþætti þar sem ungt hæfileikafólk kom fram; söng, dansaði og skemmti. Þau voru byrjuð saman strax árið 1998 þó að sambandið hafi ekki verið staðfest opinberlega fyrr en nokkru síðar. Parið hætti saman árið 2002 en fram að því höfðu fjölmiðlar fylgt því hvert fótmál. Það má enda færa rök fyrir því að Britney og Justin, sem þá var forsprakki strákasveitarinnar NSYNC, hafi verið stærstu stjörnur þess tíma. Justin Timberlake og Britney Spears á MTV Video Music Awards árið 2000.Getty/Dave Hogan Hvað gerði Britney eiginlega? Sambandsslitin voru þess vegna stórfrétt og hvert einasta smáatriði krufið til mergjar. Líkt og rakið er í heimildarmyndinni virðist umfjöllun fjölmiðla þó hafa verið talsvert hliðhollari Timberlake en Britney. Þeirri síðarnefndu var í raun kennt um sambandsslitin og hún sökuð um framhjáhald. Viðtal Diane Sawyer við Britney árið 2003, sem sýnt er frá í heimildarmyndinni, er talið skýrt dæmi um þessa orðræðu. „Þú gerðir eitthvað sem olli honum [Timberlake] svo miklum sársauka, svo mikilli þjáningu,“ segir Sawyer við Britney í viðtalinu. „Hvað gerðirðu?“ Timberlake fékk hins vegar að segja sína hlið sögunnar í gegnum eina vinsælustu smáskífu frá aldamótum, Cry Me a River. Í seinni tíð hefur honum einkum verið kennt um að hafa komið af stað þeirri hnignun í einkalífi Britney Spears sem hófst upp úr miðjum áratugnum. Timberlake bað Britney afsökunar á framferði sínu eftir að heimildarmyndin kom út nú í febrúar. „Ég sé mjög eftir þeim tíma í lífi mínu þar sem framkoma mín var hluti af vandamálinu, þar sem ég fór yfir strikið eða láðist að mótmæla því sem var rangt,“ sagði Timberlake í afsökunarbeiðni sinni sem hann birti á samfélagsmiðlum nú í febrúar. „Ég vil sérstaklega biðja Britney Spears og Janet Jackson afsökunar, vegna þess að mér þykir vænt um og ber virðingu fyrir þessum konum og ég veit að ég brást.“ Stóra meydómsmálið Á meðan á sambandi Britney og Justin stóð, og nokkru á eftir, veltu fjölmiðlar því jafnframt ítrekað upp hvort þau hefðu sofið saman. Kastljósinu var einkum beint að Britney í þessu samhengi; einblínt á það hvort hún væri „hrein mey“ eða ekki – og hún þráspurð út í það. Áðurnefnd Sawyer var þar ekki undanskilin. Meydómur Britney og kynlíf sem hún gæti mögulega hafa stundað er eitt helsta umræðuefni viðtalsins hér fyrir ofan. Þá þóttu það stórtíðindi þegar Britney viðurkenndi loks árið 2003 að hún væri ekki lengur „óspjölluð“. Hér á eftir er hluti úr grein sem birt var á vef MTV árið 2003 í kjölfar játningarinnar. „Það að Spears hafi viðurkennt að hafa sofið hjá Justin Timberlake, fyrrverandi kærasta sínum, ætti ekki að koma fólki á óvart, nema fyrir þær sakir að hún hefur loksins gert hreint fyrir sínum dyrum eftir stöðugar umleitanir um árabil. Spurningin hefur verið á allra vörum síðan hún hóf að hampa því að hún hygðist ekki stunda kynlíf áður en hún gifti sig en lék á sama tíma hlutverk „tálkvendisins“ og söng um að hún væri „ekki svo saklaus“.“ Oops, I did it again/ I played with your heart, got lost in the game/ Oh baby, baby/ Oops, you think/ I'm in love/ That I'm sent from above/ I'm not that innocent Úr texta lagsins Oops!...I Did It Again með Britney Spears sem kom út árið 2000. Það var þó alls ekki öll umfjöllun um Britney í þessum ásakandi tón, ef svo má að orði komast, líkt og hér fyrir ofan. Bloggfærsla Zoe Williams í Guardian fjórum árum síðar, þegar Britney var nýbúin að raka af sér hárið, horfir gagnrýnum augum á tvískinnungsháttinn sem oft einkenndi opinbera umræðu um Britney. „Strax og …Baby One More Time kom út var hún komin í þessa ótrúlega ruglingslegu og klígjulegu stöðu að vera holdgervingur kynlífs en þurfa á sama tíma að vera „ný úr kassanum“ og óspjölluð,“ skrifaði Williams. „[…] þetta gerir mann hálfsjóveikan, jafnvel þegar fylgst er með úr fjarlægð.“ Timberlake virðist hafa fengið aðra meðferð í fjölmiðlum eftir sambandsslitin en Britney. Hann svaraði því til dæmis glaður í bragði í útvarpsviðtali árið 2002 að þau Britney hefðu vissulega sofið saman og staðfesti svo í öðru útvarpsviðtali sama ár að þau hefðu stundað munnmök, við mikinn fögnuð þáttastjórnenda í báðum tilvikum. Hér fyrir neðan má svo sjá atriði úr Saturday Night Live frá árinu 2013. Þar grínast Timberlake enn með kynlíf þeirra Britney, rúmum áratug eftir að þau hættu saman. „Hefndarfantasíuleikur“ og upphaf hnignunarinnar Gréta Þorkelsdóttir hefur verið mikill aðdáandi Britney Spears allt frá því hún sá hana fyrst. Svo mikill aðdáandi að Britney var viðfangsefni Grétu í útskriftarverkefni hennar úr grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands fyrir um fimm árum. Að baki verkefninu er mikil rannsóknarvinna um ævi og störf stjörnunnar. Gréta segir í samtali við Vísi að það hafi byrjað að halla undan fæti hjá Britney strax árið 2004, líkt og farið er yfir í heimildarmyndinni. „Það var eftir að þau Justin Timberlake hætta saman og hann fer í einhvern hefndarfantasíuleik. Og eins og maður hefur komist að er hann algjör skíthæll og tækifærissinni í sinni listsköpun. Og þegar það byrjar að gerast þá stendur hún frammi fyrir því að enginn stendur með henni og það vilja allir sjá hana brenna,“ segir Gréta. Gréta Þorkelsdóttir hefur verið aðdáandi Britney Spears frá því hún sá hana fyrst.Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir Það er ekki ofsögum sagt að erfið ár hafi farið í hönd hjá Britney í kjölfar sambandsslitanna við Timberlake. Haustið 2004 giftist hún dansaranum Kevin Federline og nær sléttu ári síðar átti hún sitt fyrsta barn með honum, soninn Sean Preston. Líkt og tekið er fyrir í heimildarmyndinni varð gríðarlegt fjaðrafok í fjölmiðlum árið 2006 þegar myndir náðust af Britney aka bíl með son sinn í fanginu, sem þá var fimm mánaða gamall. Britney sagði að hún hefði verið í mikilli geðshræringu vegna ágengra ljósmyndara sem eltu hana og því hefði farist fyrir að setja barnið í bílstól. Þetta atvik er oft talið marka upphaf erfiðleikanna sem einkenndu næstu árin í lífi Britney, líkt og í þessari samantekt CBS News; Tímalína: Taugaáfall Britney. „Stjórnlaus“ í frjálsu falli á botninn Í kjölfarið rak hvert opinbera áfallið annað. Britney sótti um skilnað frá eiginmanni sínum síðla árs 2006, þegar yngri sonur þeirra var tveggja mánaða gamall. Í janúar 2007 fór Britney inn á hárgreiðslustofu í Los Angeles og rakaði af sér hárið. Ljósmyndarar fylgdust með öllu – og festu auðvitað á filmu. Bókverk Grétu um Britney Spears kom út árið 2016 og ber heitið Can You Handle My Truth? Hér er fjallað um það þegar Britney giftist skyndilega æskuvini sínum Jason Alexander í Las Vegas árið 2004. Hjónabandið fékkst ógilt 55 klukkustundum síðar.Aðsend Nokkrum dögum síðar kom upp ágreiningur milli Britney og ljósmyndara, sem lyktaði með því að hún lamdi í bíl hans með regnhlíf. Fram kemur í heimildarmyndinni að sama kvöld hafi hún gert tilraun til að hitta syni sína, sem hún hafði ekki séð lengi, en komið að lokuðum dyrum hjá Federline. Og slúðurblöðin fjölluðu vart um nokkuð annað. Britney var sögð „stjórnlaus“, „tímasprengja“ og „á botninum“. Myndir af henni snoðaðri og afskræmdri í framan prýddu flestar forsíður. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um forsíður sem birtar voru um þetta leyti. „Þarna var ábyrgð fjölmiðla ekki mikil varðandi sálrænt líf fólks í sviðsljósinu,“ segir Gréta. Á þetta hefur einmitt ítrekað verið beint; að stöðugur ágangur ljósmyndara og oft og tíðum óvægin fjölmiðlaumfjöllunin hafi, í það minnsta að einhverju leyti, ýtt Britney fram af brúninni. Þannig var því mjög fljótt velt upp á sínum tíma hvort Britney væri þolandi eða gerandi í eigin „sorgarsögu“. „Það var ekki talað um konur sem fólk“ Sýnt er frá því í heimildarmyndinni þegar Britney flýr þvögu ljósmyndara og segist hrædd við þá. Það sé heitasta ósk hennar að þeir láti hana í friði. Gréta segir að rannsóknarvinna hennar fyrir útskriftarverkefnið á sínum tíma hafi leitt í ljós að á þessum tíma, þ.e. á fyrsta áratug þessarar aldar, hafi fjölmiðlaumfjöllun um konur verið sérstaklega óvægin. Hún nefnir fyrirsætuna Önnu Nicole Smith sem dæmi. Smith lést úr ofskammti lyfja árið 2007, 39 ára að aldri. Stormasamt einkalíf hennar hafði um árabil verið undir smásjá slúðurmiðla. „Það var farið ótrúlega illa með hana [Smith]. Það var ekki talað um konur sem fólk,“ segir Gréta. „Og ég var alltaf að leita að byrjuninni. Hvenær byrjuðu erfiðleikarnir hjá Britney. Voru þeir hjá henni eða heiminum? Ég fór að lesa viðtöl við hana frá 99 og 98 þegar hún var nýorðin fræg og það var alltaf viðbjóðslegt hvernig fólk talaði við hana, henni var aldrei sýnd nein sérstök virðing og það er það sem ég skoðaði í verkefninu mínu: virðingarleysið og afleiðingar þess.“ Anna Nicole Smith á American Music Awards í nóvember 2004. Hún lést tæpum þremur árum síðar.Getty/Frank Micelotta Innræktað, keðjureykjandi fenjafyrirbæri Eins og með svo margar konur í sviðsljósinu hafi jafnframt ofuráhersla verið lögð á útlit Britney, einkum þegar hún var viðmælandi eldri karlmanna. „En líka konur. Og þær voru ekki með Britney í liði heldur. Það var enginn með henni í liði,“ segir Gréta. Hún bendir í því samhengi á grein eftir blaðamanninn Vanessu Grigoriadis sem birt var í hinu virta tónlistartímariti Rolling Stone árið 2008. Gréta telur þetta nokkuð lýsandi fyrir orðræðuna sem höfð var uppi um Britney á þessum tíma. „Hún er ekki góð stúlka,“ skrifar Grigoriadis meðal annars um Britney. „Hún er ekki augasteinn Ameríku. Hún er innræktað fenjafyrirbæri sem keðjureykir, snyrtir ekki á sér neglurnar, segir blaðamönnum til syndanna og öskrar á fólk sem vill taka myndir fyrir litlu systur sínar.“ Þá fullyrðir höfundur að Britney „njóti ringulreiðarinnar“, sem hún búi sjálf til, og byggir það á því hvernig Britney á að hafa verið glöð og spennt á svipinn þegar hún „grínaðist með ljósmyndurunum“. Justin Timberlake er lýst sem „bjargvætti“ Britney og „valdajafnvægið“ í sambandinu, sem þá var löngu lokið, sagt óyggjandi. „Það eru auðvitað ótrúlega margir þættir sem spila saman í þessu en að miklu leyti held ég að hún hafi upplifað algjört vonleysi í garð ótrúlega margra kima heimsins, þar á meðal fjölmiðla,“ segir Gréta. „Það gaf henni enginn séns. Það var bara verið að rýna í allt sem hún gerði og reynt að sjá það frá eins ömurlegu sjónarhorni og hægt var.“ Þrettán ár Britney var nauðungarvistuð á geðdeild í janúar árið 2008 eftir að hafa neitað að láta syni sína frá sér. Lögregla var kölluð út vegna málsins og Britney í kjölfarið lögð inn. Mánuðina á undan hafði hún ítrekað verið lögð inn á hin ýmsu meðferðarheimili og -stofnanir. Á meðan á nauðungarvistuninni stóð féllst dómari á að svipta hana fjárræði – og hluta sjálfræðis. Á íslensku mynda sjálfræði og fjárræði það sem kallað er lögræði. Úrræðinu er beitt þegar manneskja er metin vanhæf til að teljast ábyrg gerða sinna. Þetta getur til dæmis átt við þá sem eru þroskaskertir, eru haldnir elliglöpum eða glíma við alvarlega geðsjúkdóma. Faðir Britney, Jamie Spears, varð þannig lögráðamaður dóttur sinnar (e. conservator), ásamt lögmanninum Andrew Wallet. Jamie var falin alger umsjón með eignum Britney og ákvörðunum er vörðuðu heilsu hennar. Britney ásamt foreldrum sínum og systkinum. Frá vinstri: Jamie, Bryan, Jamie Lynn, Britney og Lynne.Getty/Kevin Mazur Ekki er þekkt hvað nákvæmlega felst í fyrirkomulaginu. Opinber tilgangur þess er þó að forða Britney frá því að taka slæmar fjárhagslegar ákvarðanir – og halda yfir henni hlífskildi gagnvart fólki sem gæti notfært sér viðkvæmt ástand hennar. Heimildarmyndin fjallar einkum um þetta forræði föður Britney yfir henni, sem nú hefur verið í gildi – með nokkrum breytingum – í þrettán ár. Britney var 26 ára þegar hún var svipt lögræði. Hún er nú 39 ára. Áratugur sleitulausrar vinnu Blaðamaðurinn Laura Newberry gerði ítarlega úttekt á málinu fyrir Los Angeles Times árið 2019. Hún hefur eftir lögfróðum að lögræðissvipting á við þessa sé „óvenjuleg“ í tilfelli jafn „ungrar og afkastamikillar“ konu og Britney. Þessu er einmitt velt upp í heimildarmyndinni. Afköst Britney áratuginn eftir að faðir hennar tók við umsjón með högum hennar eru enda gríðarleg. Hún gaf út plötuna Circus í desember 2008 og önnur plata, Femme Fatale, kom út í mars 2011. Þá fór hún í tónleikaferðalag um sumarið og var ráðin dómari í X-Factor árið 2012. Þá hélt hún áfram plötuútgáfu og lög á borð við Womanizer, Scream and Shout, Piece of Me og Work Bitch náðu miklum vinsældum á þessum árum. Britney hélt einnig úti gríðarvinsælli tónleikaröð í Las Vegas frá 2013 til 2017 og réðst í annað tónleikaferðalag sumarið 2018. Þá eru ótalin önnur verkefni á borð við ilmvötn undir merkjum Britney, fatalína og gestahlutverk í sjónvarpi. Það er ef til vill vegna þessara gríðarmiklu afkasta að fyrirkomulagið sem Britney hefur búið við síðan 2008 var ekki veitt sérstök athygli fyrr en eftir að hún dró sig til hlés árið 2018. Britney hefur ekki komið fram á sviði síðan í október það ár og árið 2019 lagðist hún inn á sjúkrastofnun vegna andlegra veikinda. #FREEBRITNEY Í kjölfarið fór að bera verulega á hreyfingu undir merkjum #FreeBritney, eða #FrelsumBritney, sem hafði þó komið fyrst fram á sjónarsviðið tíu árum fyrr. Að hreyfingunni standa áhyggjufullir aðdáendur söngkonunnar, og nú í seinni tíð starfssystkini hennar í Hollywood á borð við Söruh Jessicu Parker og Paris Hilton, sem halda því fram að Britney sé haldið þvingaðri í umsjón föður síns. Þá hafi fyrirkomulagið beinlínis skaðleg áhrif á Britney. Sambærilegum áhyggjum er velt upp úr nokkrum áttum í heimildarmyndinni. #FreeBritney— Sarah Jessica Parker (@SJP) February 7, 2021 Áðurnefnd Newberry fann þó ekkert til stuðnings síðastnefndu fullyrðingunni í rannsókn sinni árið 2019. Þá hefur Larry Rudolph, umboðsmaður Britney, ítrekað sagt fyrirkomulagið söngkonunni fyrir bestu. Ferill lögræðisins yfir Britney er rakinn ítarlega í úttekt miðilsins Insider frá því í febrúar. Talsverðar vendingar hafa orðið í málinu síðustu mánuði – sem renna stoðum undir það að Britney vilji aukið frelsi og sækist eftir því að faðir hennar verði sviptur því umboði sem hann hefur nú. Í ágúst síðastliðnum fór lögmaður Britney fram á að Jodi Montgomery, sem áður hafði verið falið forræði yfir Britney í fjarveru föður hennar, færi ein með forræðið. Í beiðninni segir að Britney sé „eindregið á móti því að faðir hennar fari áfram með forræði“. Dómari hafnaði beiðninni og framlengdi gildandi fyrirkomulag til 1. febrúar 2021. Britney sést hér haustið 2018, við hátíðlega en nokkuð einkennilega athöfn, þar sem tilkynnt var að hún hygði á nýja tónleikaröð í Las Vegas sem hefjast átti snemma árs 2019. Í janúar það ár aflýsti Britney tónleikaröðinni eftir að faðir hennar veiktist lífshættulega.Getty/Ethan Miller Í nóvember var málið enn einu sinni tekið fyrir og þá tjáði lögmaður Britney dómara að hún óttaðist föður sinn. Hún myndi enn fremur ekki koma aftur fram á meðan hann sitji við stjórnvölinn. Í desember var fyrirkomulagið þó aftur framlengt til september næstkomandi. Viku eftir að heimildarmyndin kom út hafnaði dómari beiðni Jamie um að hann fengi að fara einn með fjárráð dóttur sinnar. Hann deilir þeim nú með ráðgjafafyrirtækinu Bessemer Trust. Þingmenn fara fram á rannsókn Nú í vikunni óskuðu tveir fulltrúadeildarþingmenn repúblikana, Jim Jordan og Matt Gaetz, eftir því að sérstaklega verði fjallað um lögræðissviptingar í þinginu. Í beiðni þingmannana segir að þeir fari fram á að „rannsakað verði hvort Bandaríkjamenn séu sviptir lögræði á ólögmætum grundvelli“ og vísa til máls Britney og föður hennar. Þeir segja vissulega uppi ágreining um fyrirkomulagið en að þar búi þó að baki „vafasamar hvatir og lögfræðibrögð“ af hálfu föður hennar, Jamie. Jamie segir í yfirlýsingu til CNN vegna málsins síðasta miðvikudag að hann elski dóttur sína og beri hag hennar fyrir brjósti í hvívetna. „Ef Britney vill binda enda á fyrirkomulagið getur hún, hvenær sem er, beðið lögmann sinn um að óska eftir því að því verði rift. Hún hefur alltaf haft þennan rétt en á þrettán árum hefur hún aldrei notfært sér hann,“ segir í yfirlýsingu Jamie. Einkennileg hegðun á Instagram áhyggjuefni Britney hefur sjálf aldrei tjáð sig opinberlega um fyrirkomulagið. Líkt og áður segir hefur hún ekki komið fram á sviði síðan árið 2018 og ef marka má gögn frá lögmanni hennar hefur hún engan áhuga á því að snúa aftur á svið – í það minnsta eins og staðan er núna. Britney hefur þó verið mjög virk á samfélagsmiðlum síðustu ár og færslur hennar vakið athygli, einkum eftir að umræða um lögræðissviptinguna komst í hámæli. Flestar sýna færslurnar Britney njóta lífsins, oft með kærasta sínum Sam Ashgari (sem nýlega kallaði tengdaföður sinn „algjöran drullusokk“), og þá virðist hún hafa sérstaka ánægju af því að deila myndböndum af sér að dansa, líkt og sést hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Hegðun Britney á samfélagsmiðlum hefur einnig verið aðdáendum hennar áhyggjuefni. Hún birtist oft tætingsleg til fara og þykir stundum haga sér einkennilega í myndböndum sem hún deilir. Þannig hefur því verið velt upp hvort Britney sé með færslum sínum að reyna að senda einhvers konar leynileg skilaboð um lögræðissviptinguna – eða þá að henni sé alfarið ritstýrt af umsjónarmönnum og hún hreinlega neydd til að birta færslurnar. Cassie Petrey, sem fer fyrir samfélagsmiðlateymi Britney, fann sig knúna til að tjá sig um vangaveltur áhyggjufullra aðdáenda nú í byrjun febrúar. Petrey segir í yfirlýsingu að Britney velji sjálf hvað hún birti á samfélagsmiðlum, skrifi færslurnar sjálf og klippi almennt eigin myndbönd. „Britney er ekki að „biðja um hjálp“ eða að skilja eftir leynileg skilaboð í færslum á samfélagsmiðlum. Hún er bókstaflega að lifa lífinu og reyna að hafa gaman á Instagram.“ View this post on Instagram A post shared by Cassie Petrey (@cassiepetrey) Ekki er að sjá af færslum Britney á samfélagsmiðlum síðustu vikur að hún standi nú í málaferlum til að fá föður sínum vikið úr stöðu lögráðamanns. Það er þó tilfellið. Ef marka má gögn frá lögfræðingi hennar virðist hún jafnframt vita af #FreeBritney-hreyfingunni og þar kemur einnig fram að hún „taki upplýstum stuðningi fjölmarga aðdáenda sinna fagnandi.“ „Aldrei hamingjusamari“ Í nóvember birti Britney myndband á Instagram þar sem hún sagðist vita af „athugasemdum“ sem skrifaðar hefðu verið við færslur hennar og fullvissaði í kjölfarið aðdáendur sína um að allt væri í lagi. „Mér líður vel. Ég hef aldrei verið hamingjusamari á ævinni,“ segir Britney í myndbandinu, sem nálgast má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) En framhaldið er óljóst. Lögmaður Jamie Spears sagði í desember að Jamie þráði ekkert frekar en að Britney fengi á endanum yfirráð yfir sjálfri sér á ný. Málið fer næst fyrir dómara 17. mars. Innt eftir því hvort hún haldi að Britney losni einhvern tímann undan forræði föður síns segir Gréta að það sé erfitt að segja hvað framtíð hennar beri í skauti sér. „En ég vona það innilega að hún upplifi einhvers konar frelsi.“
Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06
Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16
Barátta Spears og föður hennar fyrir dómara í dag Söngkonan víðfræga, Britney Spears, hefur höfðað mál með því markmiði að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. 10. nóvember 2020 09:08