Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 14:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“. Jón Steinar sagði sig frá verkefninu á föstudag eftir harða gagnrýni á að hann hefði verið fenginn til verkefnisins. Nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigu fram og sögðu útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá voru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin sneri í grófum dráttum að því að ráðningin væri ekki til þess fallin að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð voru upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þóttu „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Skýrt hver ræður verkefninu Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Áslaug Arna að aldrei hafi staðið til að Jón Steinar fjallaði um kynferðisbrotamál sérstaklega þó að hún skildi að fólk hefði gert þau hugrenningartengsl. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti því sem ótrúlegum vonbrigðum að Jón Steinar hefði upphaflega verið fenginn til verksins. Benti hún á að Jón Steinar hefði sjálfur virst hafa skilið verkefnið sem svo að hann ætti að skila tillögum um meðferð kynferðisbrotamála. Áslaug Arna sagði athyglisvert að Rósa Björk teldi að maðurinn eigi að skilgreina verkefni sitt en ekki ráðherrann sem fékk hann til þess. „Það er auðvitað mjög skýrt hver ræður því hvert verkefnið er og ég hef alltaf verið mjög skýr með það þó að samningurinn hafi verið fullalmennur,“ sagði ráðherrann. Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, var fenginn í verkefnið í stað Jóns Steinars. Í því felst að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstigi. Tilefnið sé fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum. Hörður Felix varði meðal annars Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Jón Steinar sagði sig frá verkefninu á föstudag eftir harða gagnrýni á að hann hefði verið fenginn til verkefnisins. Nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigu fram og sögðu útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá voru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin sneri í grófum dráttum að því að ráðningin væri ekki til þess fallin að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð voru upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þóttu „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Skýrt hver ræður verkefninu Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Áslaug Arna að aldrei hafi staðið til að Jón Steinar fjallaði um kynferðisbrotamál sérstaklega þó að hún skildi að fólk hefði gert þau hugrenningartengsl. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti því sem ótrúlegum vonbrigðum að Jón Steinar hefði upphaflega verið fenginn til verksins. Benti hún á að Jón Steinar hefði sjálfur virst hafa skilið verkefnið sem svo að hann ætti að skila tillögum um meðferð kynferðisbrotamála. Áslaug Arna sagði athyglisvert að Rósa Björk teldi að maðurinn eigi að skilgreina verkefni sitt en ekki ráðherrann sem fékk hann til þess. „Það er auðvitað mjög skýrt hver ræður því hvert verkefnið er og ég hef alltaf verið mjög skýr með það þó að samningurinn hafi verið fullalmennur,“ sagði ráðherrann. Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, var fenginn í verkefnið í stað Jóns Steinars. Í því felst að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstigi. Tilefnið sé fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum. Hörður Felix varði meðal annars Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49
Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41