100 milljóna króna göngu og hjólastígur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. mars 2021 12:35 Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem fagnar því að sveitarfélagið hafi fengið hæsta styrkin í ár úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Aðsend Nú styttist óðum í að framkvæmdir við lagningu göngu- og hjólastígs frá Svínafelli yfir í Þjóðgarðinn í Skaftafelli hefjist en Sveitarfélagið Hornafjörður fékk í vikunni tæplega hundrað milljónir króna styrk í verkið. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í vikunni styrki til 54 verkefna um allt land og nemur styrkupphæðin samtals 807 milljónum króna. Hæsta styrkinn hlaut Sveitarfélagið Hornafjörður, eða 97,4 milljónir króna til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri er hæstánægð með styrkinn. „Já, við sóttum í sjóðinn fyrir tveimur árum og fengum þá fjármagn í að hanna stíginn. Nú liggur hönnunin fyrir þannig að nú getum við farið að hefjast handa við að leggja göngu og hjólreiðastíginn, sem tengir Svínafell við Freysnes og við flugvöllinn í Skaftafelli og svo þjónustumiðstöð Vatnakjökulsþjóðgarðs inn í Skaftafelli“, Matthildur segir að stígurinn verði um 10 kílómetrar. „Það er frábært að fá þennan styrk. Á svæðinu erum við að glíma við náttúruöflin. Það er sprunga á Svínadalsheiðinni, sem gæti fallið hvenær sem er og við erum svona að reyna að bjóða upp á leiðir fram hjá svæðinu þannig að fólk staldri ekki allt of lengi á sama stað, heldur geti farið leiðar sinnar annað hvort hjólandi eða gangandi með fram skriðjöklunum,“ segir Matthildur. Nýi göngu og hjólreiðastígurinn verður um 10 kílómetrar í Sveitarfélaginu Hornafirði.Aðsend En hvenær ætlar Matthildur og hennar fólk að hefja framkvæmdir og hvenær mun þeim ljúka? „Vonandi sem fyrst. Ég er nú ekki með það á hreinu hvenær þeim lýkur en þetta felur í sér einhverja brúargerð þannig að við þurfum að bjóða verkefnið út. Við erum ekki alveg komin á það stig enn þá. Það þarf að fara að vinna að útboðsgögnum þannig að hægt sé að bjóða út þessa framkvæmd," segir bæjarstjórinn. Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í vikunni styrki til 54 verkefna um allt land og nemur styrkupphæðin samtals 807 milljónum króna. Hæsta styrkinn hlaut Sveitarfélagið Hornafjörður, eða 97,4 milljónir króna til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri er hæstánægð með styrkinn. „Já, við sóttum í sjóðinn fyrir tveimur árum og fengum þá fjármagn í að hanna stíginn. Nú liggur hönnunin fyrir þannig að nú getum við farið að hefjast handa við að leggja göngu og hjólreiðastíginn, sem tengir Svínafell við Freysnes og við flugvöllinn í Skaftafelli og svo þjónustumiðstöð Vatnakjökulsþjóðgarðs inn í Skaftafelli“, Matthildur segir að stígurinn verði um 10 kílómetrar. „Það er frábært að fá þennan styrk. Á svæðinu erum við að glíma við náttúruöflin. Það er sprunga á Svínadalsheiðinni, sem gæti fallið hvenær sem er og við erum svona að reyna að bjóða upp á leiðir fram hjá svæðinu þannig að fólk staldri ekki allt of lengi á sama stað, heldur geti farið leiðar sinnar annað hvort hjólandi eða gangandi með fram skriðjöklunum,“ segir Matthildur. Nýi göngu og hjólreiðastígurinn verður um 10 kílómetrar í Sveitarfélaginu Hornafirði.Aðsend En hvenær ætlar Matthildur og hennar fólk að hefja framkvæmdir og hvenær mun þeim ljúka? „Vonandi sem fyrst. Ég er nú ekki með það á hreinu hvenær þeim lýkur en þetta felur í sér einhverja brúargerð þannig að við þurfum að bjóða verkefnið út. Við erum ekki alveg komin á það stig enn þá. Það þarf að fara að vinna að útboðsgögnum þannig að hægt sé að bjóða út þessa framkvæmd," segir bæjarstjórinn.
Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira