100 milljóna króna göngu og hjólastígur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. mars 2021 12:35 Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem fagnar því að sveitarfélagið hafi fengið hæsta styrkin í ár úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Aðsend Nú styttist óðum í að framkvæmdir við lagningu göngu- og hjólastígs frá Svínafelli yfir í Þjóðgarðinn í Skaftafelli hefjist en Sveitarfélagið Hornafjörður fékk í vikunni tæplega hundrað milljónir króna styrk í verkið. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í vikunni styrki til 54 verkefna um allt land og nemur styrkupphæðin samtals 807 milljónum króna. Hæsta styrkinn hlaut Sveitarfélagið Hornafjörður, eða 97,4 milljónir króna til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri er hæstánægð með styrkinn. „Já, við sóttum í sjóðinn fyrir tveimur árum og fengum þá fjármagn í að hanna stíginn. Nú liggur hönnunin fyrir þannig að nú getum við farið að hefjast handa við að leggja göngu og hjólreiðastíginn, sem tengir Svínafell við Freysnes og við flugvöllinn í Skaftafelli og svo þjónustumiðstöð Vatnakjökulsþjóðgarðs inn í Skaftafelli“, Matthildur segir að stígurinn verði um 10 kílómetrar. „Það er frábært að fá þennan styrk. Á svæðinu erum við að glíma við náttúruöflin. Það er sprunga á Svínadalsheiðinni, sem gæti fallið hvenær sem er og við erum svona að reyna að bjóða upp á leiðir fram hjá svæðinu þannig að fólk staldri ekki allt of lengi á sama stað, heldur geti farið leiðar sinnar annað hvort hjólandi eða gangandi með fram skriðjöklunum,“ segir Matthildur. Nýi göngu og hjólreiðastígurinn verður um 10 kílómetrar í Sveitarfélaginu Hornafirði.Aðsend En hvenær ætlar Matthildur og hennar fólk að hefja framkvæmdir og hvenær mun þeim ljúka? „Vonandi sem fyrst. Ég er nú ekki með það á hreinu hvenær þeim lýkur en þetta felur í sér einhverja brúargerð þannig að við þurfum að bjóða verkefnið út. Við erum ekki alveg komin á það stig enn þá. Það þarf að fara að vinna að útboðsgögnum þannig að hægt sé að bjóða út þessa framkvæmd," segir bæjarstjórinn. Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í vikunni styrki til 54 verkefna um allt land og nemur styrkupphæðin samtals 807 milljónum króna. Hæsta styrkinn hlaut Sveitarfélagið Hornafjörður, eða 97,4 milljónir króna til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri er hæstánægð með styrkinn. „Já, við sóttum í sjóðinn fyrir tveimur árum og fengum þá fjármagn í að hanna stíginn. Nú liggur hönnunin fyrir þannig að nú getum við farið að hefjast handa við að leggja göngu og hjólreiðastíginn, sem tengir Svínafell við Freysnes og við flugvöllinn í Skaftafelli og svo þjónustumiðstöð Vatnakjökulsþjóðgarðs inn í Skaftafelli“, Matthildur segir að stígurinn verði um 10 kílómetrar. „Það er frábært að fá þennan styrk. Á svæðinu erum við að glíma við náttúruöflin. Það er sprunga á Svínadalsheiðinni, sem gæti fallið hvenær sem er og við erum svona að reyna að bjóða upp á leiðir fram hjá svæðinu þannig að fólk staldri ekki allt of lengi á sama stað, heldur geti farið leiðar sinnar annað hvort hjólandi eða gangandi með fram skriðjöklunum,“ segir Matthildur. Nýi göngu og hjólreiðastígurinn verður um 10 kílómetrar í Sveitarfélaginu Hornafirði.Aðsend En hvenær ætlar Matthildur og hennar fólk að hefja framkvæmdir og hvenær mun þeim ljúka? „Vonandi sem fyrst. Ég er nú ekki með það á hreinu hvenær þeim lýkur en þetta felur í sér einhverja brúargerð þannig að við þurfum að bjóða verkefnið út. Við erum ekki alveg komin á það stig enn þá. Það þarf að fara að vinna að útboðsgögnum þannig að hægt sé að bjóða út þessa framkvæmd," segir bæjarstjórinn.
Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira