Þá verður fjallað um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, en á annað hundrað hafa losnað úr sóttkví í gær og í dag. Eins verður fjallað um faraldurinn úti í heimi, en Ítalir hafa gripið til harðra aðgerða í þeirri von að koma í veg fyrir enn aðra bylgju faraldursins þar í landi.
Eins verður fjallað um söfnun fyrir Tækniminjasafnið á Austurlandi, sem varð fyrir miklum skemmdum í skriðuföllunum á Seyðisfirði í desember. Söfnunin gengur hægt, en með fjármunum sem safnast er fyrirhugað að ráðast í endurbyggingu á safninu, sem hefur að geyma miklar menningarminjar.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu, bæði í útvarpi og hér á Vísi, klukkan tólf.