Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 23:11 Morgunblaðið hefur nú bannað birtingu efnis úr minningargreinum sem birtast í blaðinu. Vísir/Egill Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. Þetta staðfestir Guðlaug Sigurðardóttir, framleiðslustjóri hjá Morgunblaðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að aðstandendur látinna og höfundar minningargreina hafi upp á síðkastið sett sig í samband við Morgunblaðið vegna birtinga greina og texta upp úr þeim á öðrum miðlum. „Þeim hefur, að sögn, fallið illa að sjá efni frá þeim notað með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir sendu greinarnar til Morgunblaðsins,“ segir í svarinu. Þessi klausa birtist efst á minningargreinasíðu Morgunblaðsins.Skjáskot Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði í gær í samtali við Fréttablaðið að þar sem minningargreinarnar séu aðsendar sé höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en Morgunblaðið hafi aðeins útgáfurétt á þeim. „Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrulega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ sagði Andrés í gær. Morgunblaðið „lifir á dauðanum og Guðbjörgu“ Einhverjir netverjar hafa tekið klausunni fagnandi en þó ekki allir. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, birti í dag grein á Mannlífi þar sem hann gagnrýnir Morgunblaðið og ákvörðun þess um varnaglana við minningargreinarnar harðlega. „Rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið út minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi,“ skrifar Reynir í greininni sem ber fyrirsögnina „Lifir á dauðanum og Guðbjörgu.“ Hann segir þessa tilskipun ekki standast neina skoðun „og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum…“ eru lokaorð greinarinnar en þar vísar hann í stuðning Guðbjargar Matthíasdóttur við Morgunblaðið sem hann útlistar í greininni. Mannlíf hefur verið iðið við að birta fréttir um andlát þar sem vísað er í minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu.Skjáskot Þess má geta að Mannlíf hefur verið duglegt við að birta fréttir um andlát, þar sem iðulega er vitnað í minningargreinar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Braut ekki siðareglur við birtingu minningargreinar frá Morgunblaðinu Það skal þó taka fram að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði svo í desember síðastliðnum að fjölmiðillin man.is hafi ekki brotið siðareglur eftir að birt var frétt á miðlinum með útdráttum úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Var þar um að ræða mál þar sem aðstandandi hins látna og tveir aðrir höfðu skrifað minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu en sama dag birtist frétt um andlátið á man.is. Í fréttinni voru minningargreinarnar endursagðar og sláandi fyrirsögn sett á fréttina, samkvæmt bréfi kæranda til siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar segir að birting minningargreinar í dagblaði sé opinber birting og taldi siðanefnd að endurbirting eða útdráttur úr minningargrein á öðrum miðli bryti ekki á siðareglum BÍ. Fjölmiðlar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Þetta staðfestir Guðlaug Sigurðardóttir, framleiðslustjóri hjá Morgunblaðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að aðstandendur látinna og höfundar minningargreina hafi upp á síðkastið sett sig í samband við Morgunblaðið vegna birtinga greina og texta upp úr þeim á öðrum miðlum. „Þeim hefur, að sögn, fallið illa að sjá efni frá þeim notað með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir sendu greinarnar til Morgunblaðsins,“ segir í svarinu. Þessi klausa birtist efst á minningargreinasíðu Morgunblaðsins.Skjáskot Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði í gær í samtali við Fréttablaðið að þar sem minningargreinarnar séu aðsendar sé höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en Morgunblaðið hafi aðeins útgáfurétt á þeim. „Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrulega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ sagði Andrés í gær. Morgunblaðið „lifir á dauðanum og Guðbjörgu“ Einhverjir netverjar hafa tekið klausunni fagnandi en þó ekki allir. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, birti í dag grein á Mannlífi þar sem hann gagnrýnir Morgunblaðið og ákvörðun þess um varnaglana við minningargreinarnar harðlega. „Rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið út minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi,“ skrifar Reynir í greininni sem ber fyrirsögnina „Lifir á dauðanum og Guðbjörgu.“ Hann segir þessa tilskipun ekki standast neina skoðun „og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum…“ eru lokaorð greinarinnar en þar vísar hann í stuðning Guðbjargar Matthíasdóttur við Morgunblaðið sem hann útlistar í greininni. Mannlíf hefur verið iðið við að birta fréttir um andlát þar sem vísað er í minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu.Skjáskot Þess má geta að Mannlíf hefur verið duglegt við að birta fréttir um andlát, þar sem iðulega er vitnað í minningargreinar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Braut ekki siðareglur við birtingu minningargreinar frá Morgunblaðinu Það skal þó taka fram að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði svo í desember síðastliðnum að fjölmiðillin man.is hafi ekki brotið siðareglur eftir að birt var frétt á miðlinum með útdráttum úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Var þar um að ræða mál þar sem aðstandandi hins látna og tveir aðrir höfðu skrifað minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu en sama dag birtist frétt um andlátið á man.is. Í fréttinni voru minningargreinarnar endursagðar og sláandi fyrirsögn sett á fréttina, samkvæmt bréfi kæranda til siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar segir að birting minningargreinar í dagblaði sé opinber birting og taldi siðanefnd að endurbirting eða útdráttur úr minningargrein á öðrum miðli bryti ekki á siðareglum BÍ.
Fjölmiðlar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira