Börn verði skimuð á landamærunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2021 19:16 Þórólfur hyggst skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra á næstu tveimur dögum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. Fimm hafa í heildina greinst með kórónuveiruna síðustu daga og er í öllum tilfellum um að ræða breska afbrigði veirunnar. Einn þeirra sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld og var öllum tónleikagestum gert að fara í sýnatöku í kjölfarið. Seinni skimunin fór fram í gær og reyndist enginn þeirra smitaður. Fólkið er þó ekki alveg sloppið fyrir horn. „Það er kannski ekki alveg að öllu leyti komið í höfn því það getur tekið upp undir viku fyrir fólk að veikjast og við þurfum kannski að láta helgina líða til að vera alveg örugg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir á landamærunum. Þórólfur er með tillögur að næstu sóttvarnaaðgerðum í smíðum sem hann mun skila af sér í kringum helgina, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi á fimmtudag. Hugmyndir eru um harðari aðgerðir á landamærunum. „Það verða kannski tekin sýni af börnum sem eru að koma sem við höfum ekki gert fram að þessu og sömuleiðis að fólk geti verið sett oftar í farsóttahús,“ segir hann. Um bollaleggingar sé að ræða. „Við höfum verið að greina börn á landamærunum síðustu vikur og mánuði og þurfum kannski að taka það með í reikninginn,“ bætir Þórólfur við.Þá var í gær ákveðið að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca tímabundið í kjölfar alvarlegra aukaverkana. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á notkun þess en hér á landi verður málið skoðað ofan í kjölinn.„Við erum að skoða það mál frekar, athuga með tíðnitölur á þessum blóðsegamyndunum hér í samfélaginu og skoða þetta út frá þeim sjónarhóli og viljum taka okkur nokkra daga í það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Fimm hafa í heildina greinst með kórónuveiruna síðustu daga og er í öllum tilfellum um að ræða breska afbrigði veirunnar. Einn þeirra sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld og var öllum tónleikagestum gert að fara í sýnatöku í kjölfarið. Seinni skimunin fór fram í gær og reyndist enginn þeirra smitaður. Fólkið er þó ekki alveg sloppið fyrir horn. „Það er kannski ekki alveg að öllu leyti komið í höfn því það getur tekið upp undir viku fyrir fólk að veikjast og við þurfum kannski að láta helgina líða til að vera alveg örugg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir á landamærunum. Þórólfur er með tillögur að næstu sóttvarnaaðgerðum í smíðum sem hann mun skila af sér í kringum helgina, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi á fimmtudag. Hugmyndir eru um harðari aðgerðir á landamærunum. „Það verða kannski tekin sýni af börnum sem eru að koma sem við höfum ekki gert fram að þessu og sömuleiðis að fólk geti verið sett oftar í farsóttahús,“ segir hann. Um bollaleggingar sé að ræða. „Við höfum verið að greina börn á landamærunum síðustu vikur og mánuði og þurfum kannski að taka það með í reikninginn,“ bætir Þórólfur við.Þá var í gær ákveðið að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca tímabundið í kjölfar alvarlegra aukaverkana. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á notkun þess en hér á landi verður málið skoðað ofan í kjölinn.„Við erum að skoða það mál frekar, athuga með tíðnitölur á þessum blóðsegamyndunum hér í samfélaginu og skoða þetta út frá þeim sjónarhóli og viljum taka okkur nokkra daga í það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira