Ólíklegt að sprungan nái til sjávar með tilheyrandi öskugosi Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 14:47 Vísbendingar eru um að syðsti endi kvikugangsins liggi nú við dalinn Nátthaga, suður af Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að gossprunga sem opnast suður af Fagradalsfjalli nái til sjávar ef horft er til gossögunnar og jarðfræðirannsókna á svæðinu. Eins og staðan er núna er því ósennilegt að það gjósi neðansjávar með tilheyrandi öskugosi, að sögn vísindaráðs almannavarna. Skjálftavirkni nær nú upp af dalnum Nátthaga suður af Fagradalsfjalli sem gefur vísbendingar um að þar liggi syðsti endi kvikugangsins. Þetta kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Gögn sýna að kvikugangurinn heldur áfram að stækka en nokkur óvissa er um hversu hratt kvikuflæðið er. Síðustu daga hafa gögn bent til þess að kvikugangurinn hafi verið að færast í átt að suðurströndinni en nýjustu mælingar benda ekki til að gangurinn hafi færst að ráði síðasta sólarhringinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Líkt og fram hefur komið þarf að gera ráð fyrir því að það geti gosið á svæðinu á meðan kvikugangurinn heldur áfram að stækka. „Eftir því sem núverandi ástand varir lengur aukast líkur á gosi.“ Hafa bætt við mælistöðvum vegna mögulegrar gasmengunar Mikil skjálftavirkni hefur verið upp af dalnum Nátthaga frá miðnætti og klukkan 7.43 í morgun mældist skjálfti á svæðinu sem var 5,0 að stærð. Farið var yfir mögulega gasmengun ef kemur til goss á fundi vísindaráðs Almannavarna. Fór Umhverfisstofnun yfir þau mælitæki sem komið hefur verið fyrir til að fylgjast með mögulegri gasmengun, sem væri til dæmis í formi brennisteinsdíoxíðs (SO2). Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst.Vísir „Áður en þessar hræringar hófust var aðeins ein mælistöð á Reykjanesskaga sem mældi SO2 en það var stöð HS Orku í Grindavík. Umhverfisstofnun hefur sett upp tvo mæla til viðbótar, einn í Vogum og annan í Njarðvík og unnið er að því að fjölga enn frekar mælum í Reykjanesbæ til að fylgjast með styrk SO2,“ segir í tilkynningu. Þá hefur Veðurstofan sett upp dreifilíkan sem spáir fyrir um dreifingu gasmengunar út frá veðurspá hverju sinni. Með mælingum og dreifilíkaninu er hægt að meta áhrif mengunar af völdum mögulegs goss á íbúa á svæðinu og senda í framhaldinu út tilkynningar með skilaboðum um viðeigandi viðbrögð. Fréttin hefur verið uppfærð. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. 11. mars 2021 18:48 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. 11. mars 2021 18:31 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Skjálftavirkni nær nú upp af dalnum Nátthaga suður af Fagradalsfjalli sem gefur vísbendingar um að þar liggi syðsti endi kvikugangsins. Þetta kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Gögn sýna að kvikugangurinn heldur áfram að stækka en nokkur óvissa er um hversu hratt kvikuflæðið er. Síðustu daga hafa gögn bent til þess að kvikugangurinn hafi verið að færast í átt að suðurströndinni en nýjustu mælingar benda ekki til að gangurinn hafi færst að ráði síðasta sólarhringinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Líkt og fram hefur komið þarf að gera ráð fyrir því að það geti gosið á svæðinu á meðan kvikugangurinn heldur áfram að stækka. „Eftir því sem núverandi ástand varir lengur aukast líkur á gosi.“ Hafa bætt við mælistöðvum vegna mögulegrar gasmengunar Mikil skjálftavirkni hefur verið upp af dalnum Nátthaga frá miðnætti og klukkan 7.43 í morgun mældist skjálfti á svæðinu sem var 5,0 að stærð. Farið var yfir mögulega gasmengun ef kemur til goss á fundi vísindaráðs Almannavarna. Fór Umhverfisstofnun yfir þau mælitæki sem komið hefur verið fyrir til að fylgjast með mögulegri gasmengun, sem væri til dæmis í formi brennisteinsdíoxíðs (SO2). Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst.Vísir „Áður en þessar hræringar hófust var aðeins ein mælistöð á Reykjanesskaga sem mældi SO2 en það var stöð HS Orku í Grindavík. Umhverfisstofnun hefur sett upp tvo mæla til viðbótar, einn í Vogum og annan í Njarðvík og unnið er að því að fjölga enn frekar mælum í Reykjanesbæ til að fylgjast með styrk SO2,“ segir í tilkynningu. Þá hefur Veðurstofan sett upp dreifilíkan sem spáir fyrir um dreifingu gasmengunar út frá veðurspá hverju sinni. Með mælingum og dreifilíkaninu er hægt að meta áhrif mengunar af völdum mögulegs goss á íbúa á svæðinu og senda í framhaldinu út tilkynningar með skilaboðum um viðeigandi viðbrögð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. 11. mars 2021 18:48 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. 11. mars 2021 18:31 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. 11. mars 2021 18:48
Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. 11. mars 2021 18:31