Eldgos í sjó möguleiki Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2021 11:57 Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga í dag. Skjáskot/Map.is Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó. Sterkasti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist 5,0 að stærð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Tvö þúsund og sexhundruð mældust á svæðinu í gær en það sem af er degi hafa þegar mælst mörg hundruð skjálftar, þar af 22 sem eru stærri en 3M. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ganginn í kvikunni svipaðan og síðustu daga. „Svo staðan er frekar óbreytt miðað við í gær en skjálftavirkni er mjög mikil í dag og heldur áfram. Eins og flestir eru búnir að finna fyrir að þá hefur fólk vaknað í morgun við skjálfta uppá 5,0 að stærð,“ segir Bjarki. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hefur færst til um að minnsta kosti 500 metra á sólarhring síðustu daga þó hreyfing frá miðnætti hafi verið lítil og enn er líklegur uppkomustaður eldgoss syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga. Vísindaráð almannavarna kom saman nú á tólfta tímanum þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Bjarki segir að ekki sé að sjá að kvika hafi færst nær yfirborði en sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgoss gæti komið upp í sjó. „Já, hún er áfram sama sviðsmyndin eins og í gær þar sem talið er að þetta geti farið út í sjó en við erum ekki viss um það enn þá. Eins og er að þá er ekki mikil hreyfing á kvikunni í suðsuðvesturátt svo hún liggur inni í Nátthaga enn þá,“ segir Bjarki. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt á fundi sínum að skipa hóp ráðuneytisstjóra í samráði við viðeigandi stofnanir og heimamenn að tryggja vernd mikilvægra innviða komi til eldgoss. „Þar er ég auðvitað að tala um orkukerfið, vatnsból og fjarskipti. Þannig að við ætlum í raun og veru að hefja þessa vinnu þó að ekkert eldgos sé hafið og við vitum í sjálfu sér hvort eða hvenær það verður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Sterkasti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist 5,0 að stærð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Tvö þúsund og sexhundruð mældust á svæðinu í gær en það sem af er degi hafa þegar mælst mörg hundruð skjálftar, þar af 22 sem eru stærri en 3M. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ganginn í kvikunni svipaðan og síðustu daga. „Svo staðan er frekar óbreytt miðað við í gær en skjálftavirkni er mjög mikil í dag og heldur áfram. Eins og flestir eru búnir að finna fyrir að þá hefur fólk vaknað í morgun við skjálfta uppá 5,0 að stærð,“ segir Bjarki. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hefur færst til um að minnsta kosti 500 metra á sólarhring síðustu daga þó hreyfing frá miðnætti hafi verið lítil og enn er líklegur uppkomustaður eldgoss syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga. Vísindaráð almannavarna kom saman nú á tólfta tímanum þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Bjarki segir að ekki sé að sjá að kvika hafi færst nær yfirborði en sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgoss gæti komið upp í sjó. „Já, hún er áfram sama sviðsmyndin eins og í gær þar sem talið er að þetta geti farið út í sjó en við erum ekki viss um það enn þá. Eins og er að þá er ekki mikil hreyfing á kvikunni í suðsuðvesturátt svo hún liggur inni í Nátthaga enn þá,“ segir Bjarki. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt á fundi sínum að skipa hóp ráðuneytisstjóra í samráði við viðeigandi stofnanir og heimamenn að tryggja vernd mikilvægra innviða komi til eldgoss. „Þar er ég auðvitað að tala um orkukerfið, vatnsból og fjarskipti. Þannig að við ætlum í raun og veru að hefja þessa vinnu þó að ekkert eldgos sé hafið og við vitum í sjálfu sér hvort eða hvenær það verður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47
Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23