Logi kom sínum mönnum til bjargar í síðasta leik á móti Stólunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 14:30 Logi Gunnarsson skoraði magnaða sigurkörfu í fyrri leik Njarðvíkur á móti Tindastól. Vísir/Vilhelm Njarðvík og Tindastóll hafa bæði tapað þremur leikjum í röð og þurfa svo sannarlega á sigri að halda þegar þau mætast í stórleik kvöldsins. Logi Gunnarsson stal sigrinum fyrir Njarðvík í síðasta leik á móti Tindastól en liðin mætast aftur í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem bæði lið þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík tekur á móti Tindastól í kvöld í síðasta leik fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Njarðvík vann fyrri leikinn á Sauðárkróki með einu stigi, 108-107, eftir framlengdan leik, þar sem Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út. Njarðvík átti þá innkast 1,7 sekúndu fyrir leikslok og var tveimur stigum undir. Logi náði að losa sig og tókst að ná skoti áður en tíminn rann út og eins og hans er venja þá rataði boltann réttu leiðina í körfuna. Það má sjá þessa mögnuðu flautukörfu hér fyrir neðan. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Þessi naumi sigur og sú staðreynd að liðin eru með jafnmörg stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar þýðir að liðin eru ekki aðeins að keppa um tvö stig í kvöld heldur einnig um betri stöðu í innbyrðis leikjum. Eins og staðan er núna gæti vel svo farið að þessir innbyrðis leikir munu ráða því hvort Njarðvík eða Tindastóll endi ofar í töflunni. Samkvæmt stigatöflunni eins og hún er núna, þá myndi það þýða það að vera í úrslitakeppni eða vera ekki úrslitakeppni. Gengi liðanna að undanförnu gerir sigur í kvöld enn mikilvægari því bæði liðin hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum og hafa samanlagt aðeins fagnað tvisvar sigri í síðustu tíu leikjum. Saga síðustu ára segir okkur líka að það sé von á spennuleik í kvöld. Leikurinn í janúar vannst á einu stigi en það var þriðji leikur liðanna á síðustu þremur árum sem endaði með eins stigs sigri. Njarðvík vann 103-102 sigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í mars 2018 og Tindastóll vann 76-75 sigur í Ljónagryfjunni í janúar 2019. Pétur Rúnar Birgisson skoraði sigurstig Tindastóls á vítalínunni í janúar 2019 en tæpu ári áður voru það víti Maciek Stanislav Baginski sem tryggðu Njarðvík sigur. Útsending frá leik Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Stjörnunnar og Þór Akureyrar á sömu stöð en útsendingin frá honum hefst klukkan 18.05. Dominos Körfuboltakvöld er síðan á dagskrá klukkan 22.00. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Logi Gunnarsson stal sigrinum fyrir Njarðvík í síðasta leik á móti Tindastól en liðin mætast aftur í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem bæði lið þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík tekur á móti Tindastól í kvöld í síðasta leik fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Njarðvík vann fyrri leikinn á Sauðárkróki með einu stigi, 108-107, eftir framlengdan leik, þar sem Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út. Njarðvík átti þá innkast 1,7 sekúndu fyrir leikslok og var tveimur stigum undir. Logi náði að losa sig og tókst að ná skoti áður en tíminn rann út og eins og hans er venja þá rataði boltann réttu leiðina í körfuna. Það má sjá þessa mögnuðu flautukörfu hér fyrir neðan. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Þessi naumi sigur og sú staðreynd að liðin eru með jafnmörg stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar þýðir að liðin eru ekki aðeins að keppa um tvö stig í kvöld heldur einnig um betri stöðu í innbyrðis leikjum. Eins og staðan er núna gæti vel svo farið að þessir innbyrðis leikir munu ráða því hvort Njarðvík eða Tindastóll endi ofar í töflunni. Samkvæmt stigatöflunni eins og hún er núna, þá myndi það þýða það að vera í úrslitakeppni eða vera ekki úrslitakeppni. Gengi liðanna að undanförnu gerir sigur í kvöld enn mikilvægari því bæði liðin hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum og hafa samanlagt aðeins fagnað tvisvar sigri í síðustu tíu leikjum. Saga síðustu ára segir okkur líka að það sé von á spennuleik í kvöld. Leikurinn í janúar vannst á einu stigi en það var þriðji leikur liðanna á síðustu þremur árum sem endaði með eins stigs sigri. Njarðvík vann 103-102 sigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í mars 2018 og Tindastóll vann 76-75 sigur í Ljónagryfjunni í janúar 2019. Pétur Rúnar Birgisson skoraði sigurstig Tindastóls á vítalínunni í janúar 2019 en tæpu ári áður voru það víti Maciek Stanislav Baginski sem tryggðu Njarðvík sigur. Útsending frá leik Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Stjörnunnar og Þór Akureyrar á sömu stöð en útsendingin frá honum hefst klukkan 18.05. Dominos Körfuboltakvöld er síðan á dagskrá klukkan 22.00. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira