„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2021 10:42 Einar Sveinn Ólafsson einn af farþegunum tuttugu sem fastir eru um borð í ferjunni Baldri vinnur á Bíldudal en býr í Grundafirði. Hann fer á milli með ferjunni vikulega. Skjáskot af myndskeiði Landhelgisgæslunnar. Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Fólkið sem fast er um borð í skipinu hefur nú verið á sjó í heilan sólarhring. Einar Sveinn segir vind hafi lægt mjög og öldugangurinn minnkað. Í nótt voru uppi gjörólíkar aðstæður. „Eftir að við vorum tekin í tog af Árna Friðrikssyni [rannsóknarskipinu] þá var farið að draga okkur hérna vestur úr. Þegar var verið að snúa okkur upp í vind þá valt ferjan allsvakalega og það fór um fólk. Allt lauslegt rúllaði hér um. Fólk var hrætt og það var sjóveikt. En síðan eftir að búið var að snúa skipinu þá lægði og fór mikið betur á þessu, öllum leið betur. Fólk fór í kojur og aðrir sváfu á bekkjum hérna í nótt.“ Einar Sveinn kveðst aðspurður að það hafi aukið öryggiskennd fólksins um borð að hafa varðskipið Þór, þyrlu gæslunnar og björgunarskipið Björg til taks. „Það róaði sálu fólks að vita að við værum ekki ein hérna. […] Það var gott að vera með allt þetta vana fólk og ekki síður áhöfnina sem var með allt sitt á tæru til að bregðast við svona ástandi.“ Síðastliðna daga hefur verið ófært vestur landleiðina. Búðir hafa ekki fengið vistir í um þrjá daga. „Þannig að þetta snýst ekki bara um okkur. Vonda veðrið, ófærðin og síðan þetta bitnar á öllu samfélaginu fyrir vestan.“ Samskonar bilun kom upp í Baldri síðastliðið sumar en þá var ferjan úr rekstri í um hálfan mánuð. Einari Sveini var mikið niðri fyrir þegar hann ítrekaði að ríkisstjórnin yrði að tryggja öruggari siglingarmáta. „Við erum að skammast út í að það sé gamalt skip hérna og láta það bitna á útgerðinni en ástæðan fyrir því að við erum ekki með betra og yngra skip er sú að ríkið semur ekki nema til eins árs í einu.“ Margir hafi varað því að nákvæmlega þessi staða eða verri gæti komið upp. Nú sé nóg komið og tími til kominn að stjórnvöld tryggi öryggi. Um sé að ræða ákveðna lífæð. „Menn verða að standa upp og ákveða hvort þetta eigi að vera öryggisventill okkar í samgöngum og flutningum á meðan ekki er búið að laga þessa farartálma sem eru á leiðinni vestur landleiðina þá verður þessi bátur að vera. Hann er lífæðin okkar“. Ferjan Baldur Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Fólkið sem fast er um borð í skipinu hefur nú verið á sjó í heilan sólarhring. Einar Sveinn segir vind hafi lægt mjög og öldugangurinn minnkað. Í nótt voru uppi gjörólíkar aðstæður. „Eftir að við vorum tekin í tog af Árna Friðrikssyni [rannsóknarskipinu] þá var farið að draga okkur hérna vestur úr. Þegar var verið að snúa okkur upp í vind þá valt ferjan allsvakalega og það fór um fólk. Allt lauslegt rúllaði hér um. Fólk var hrætt og það var sjóveikt. En síðan eftir að búið var að snúa skipinu þá lægði og fór mikið betur á þessu, öllum leið betur. Fólk fór í kojur og aðrir sváfu á bekkjum hérna í nótt.“ Einar Sveinn kveðst aðspurður að það hafi aukið öryggiskennd fólksins um borð að hafa varðskipið Þór, þyrlu gæslunnar og björgunarskipið Björg til taks. „Það róaði sálu fólks að vita að við værum ekki ein hérna. […] Það var gott að vera með allt þetta vana fólk og ekki síður áhöfnina sem var með allt sitt á tæru til að bregðast við svona ástandi.“ Síðastliðna daga hefur verið ófært vestur landleiðina. Búðir hafa ekki fengið vistir í um þrjá daga. „Þannig að þetta snýst ekki bara um okkur. Vonda veðrið, ófærðin og síðan þetta bitnar á öllu samfélaginu fyrir vestan.“ Samskonar bilun kom upp í Baldri síðastliðið sumar en þá var ferjan úr rekstri í um hálfan mánuð. Einari Sveini var mikið niðri fyrir þegar hann ítrekaði að ríkisstjórnin yrði að tryggja öruggari siglingarmáta. „Við erum að skammast út í að það sé gamalt skip hérna og láta það bitna á útgerðinni en ástæðan fyrir því að við erum ekki með betra og yngra skip er sú að ríkið semur ekki nema til eins árs í einu.“ Margir hafi varað því að nákvæmlega þessi staða eða verri gæti komið upp. Nú sé nóg komið og tími til kominn að stjórnvöld tryggi öryggi. Um sé að ræða ákveðna lífæð. „Menn verða að standa upp og ákveða hvort þetta eigi að vera öryggisventill okkar í samgöngum og flutningum á meðan ekki er búið að laga þessa farartálma sem eru á leiðinni vestur landleiðina þá verður þessi bátur að vera. Hann er lífæðin okkar“.
Ferjan Baldur Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira