Búið að útfæra 970 milljóna króna greiðslur til bænda vegna Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 10:43 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm 970 milljónir króna verða greiddar út til sauðfjár- og nautgripabænda til að mæta áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. Veiting fjármunanna var samþykkt í fjárlögum ársins 2021 en Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur nú lokið við útfærslu á ráðstöfun þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að stuðningurinn sé liður í tólf liða aðgerðaáætlun til að styrkja stoðir íslensks landbúnaðar, meðal annars í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á greinina. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við afgreiðslu málsins var miðað við að 75% fjármagnsins rynnu til sauðfjárbænda og 25% til kúabænda. Liggur nú fyrir frekari útfærsla á dreifingu fjármunanna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda. Að sögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fara 727 milljónir til sauðfjárbænda og 243 milljónir til nautgripabænda. Skiptist stuðningurinn á eftirfarandi hátt: Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. Greitt í mars 2021. Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra) Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021. Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. Greitt í mars 2021. Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020. Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að stuðningurinn sé liður í tólf liða aðgerðaáætlun til að styrkja stoðir íslensks landbúnaðar, meðal annars í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á greinina. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við afgreiðslu málsins var miðað við að 75% fjármagnsins rynnu til sauðfjárbænda og 25% til kúabænda. Liggur nú fyrir frekari útfærsla á dreifingu fjármunanna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda. Að sögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fara 727 milljónir til sauðfjárbænda og 243 milljónir til nautgripabænda. Skiptist stuðningurinn á eftirfarandi hátt: Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. Greitt í mars 2021. Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra) Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021. Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. Greitt í mars 2021. Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020. Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira