Sigurjón dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 13:10 Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar dómara við Hæstarétt. Mál Sigurjóns við MDE var vísað frá eftir sátt við ríkið á sömu forsendum. Vísir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í endurupptöku á svokölluðu Ímon-máli. Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, var ekki gerð sérstök refsing. Þá var Sigurjón einnig dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í endurupptöku svokallaðs markaðsmisnotkunarmáls. Ríkissjóður greiðir helming málskostnaðar vegna málsmeðferðar við héraðsdóm en að fullu fyrir málsmeðferðina við Hæstarétt og enduupptöku. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 13 í dag. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruninu, eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Þau voru sýknuð í héraðdómi árið 2014 en dæmd sek af Hæstarétti árið 2015. Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og Elín í átján mánaða fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst seinna að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem einn dómaranna, Viðar Már Matthíasson, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans. Þá var mál Sigurjóns fyrir MDE fellt niður á dögunum eftir að íslenska ríkið féllst á að hann hefði ekki heldur fengið réttláta málsmeðferð og var meðal annars vísað til dóms MDE í máli Elínar. Hékk allt á „ásýnd“ hæfis dómara Áður, eða í maí 2019, hafði endurupptökunefnd fallist á endurupptöku mála Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétti. Þar var vísað í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, þar sem meðal annars var fjallað um hlutlægt mat á hæfi dómara. „Samkvæmt hinu hlutlæga viðmiði verður að ákvarða, án nokkurs tillits til gerða dómarans, hvort fyrir hendi séu atvik sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Í þessu efni kann ásýndin ein jafnvel að öðlast nokkuð mikilvægi. Það sem hér er í húfi er það traust, sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings,“ sagði í dóminum. Endurupptökunefnd féllst einnig á beiðni Sigurjóns um endurupptöku í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða á sömu forsendum. Í því máli var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi árið 2014 en átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016. Var honum gert að sök að hafa, ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins. Hrunið Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Þá var Sigurjón einnig dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í endurupptöku svokallaðs markaðsmisnotkunarmáls. Ríkissjóður greiðir helming málskostnaðar vegna málsmeðferðar við héraðsdóm en að fullu fyrir málsmeðferðina við Hæstarétt og enduupptöku. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 13 í dag. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruninu, eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Þau voru sýknuð í héraðdómi árið 2014 en dæmd sek af Hæstarétti árið 2015. Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og Elín í átján mánaða fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst seinna að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem einn dómaranna, Viðar Már Matthíasson, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans. Þá var mál Sigurjóns fyrir MDE fellt niður á dögunum eftir að íslenska ríkið féllst á að hann hefði ekki heldur fengið réttláta málsmeðferð og var meðal annars vísað til dóms MDE í máli Elínar. Hékk allt á „ásýnd“ hæfis dómara Áður, eða í maí 2019, hafði endurupptökunefnd fallist á endurupptöku mála Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétti. Þar var vísað í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, þar sem meðal annars var fjallað um hlutlægt mat á hæfi dómara. „Samkvæmt hinu hlutlæga viðmiði verður að ákvarða, án nokkurs tillits til gerða dómarans, hvort fyrir hendi séu atvik sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Í þessu efni kann ásýndin ein jafnvel að öðlast nokkuð mikilvægi. Það sem hér er í húfi er það traust, sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings,“ sagði í dóminum. Endurupptökunefnd féllst einnig á beiðni Sigurjóns um endurupptöku í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða á sömu forsendum. Í því máli var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi árið 2014 en átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016. Var honum gert að sök að hafa, ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins.
Hrunið Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira