Sigurjón dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 13:10 Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar dómara við Hæstarétt. Mál Sigurjóns við MDE var vísað frá eftir sátt við ríkið á sömu forsendum. Vísir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í endurupptöku á svokölluðu Ímon-máli. Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, var ekki gerð sérstök refsing. Þá var Sigurjón einnig dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í endurupptöku svokallaðs markaðsmisnotkunarmáls. Ríkissjóður greiðir helming málskostnaðar vegna málsmeðferðar við héraðsdóm en að fullu fyrir málsmeðferðina við Hæstarétt og enduupptöku. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 13 í dag. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruninu, eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Þau voru sýknuð í héraðdómi árið 2014 en dæmd sek af Hæstarétti árið 2015. Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og Elín í átján mánaða fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst seinna að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem einn dómaranna, Viðar Már Matthíasson, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans. Þá var mál Sigurjóns fyrir MDE fellt niður á dögunum eftir að íslenska ríkið féllst á að hann hefði ekki heldur fengið réttláta málsmeðferð og var meðal annars vísað til dóms MDE í máli Elínar. Hékk allt á „ásýnd“ hæfis dómara Áður, eða í maí 2019, hafði endurupptökunefnd fallist á endurupptöku mála Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétti. Þar var vísað í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, þar sem meðal annars var fjallað um hlutlægt mat á hæfi dómara. „Samkvæmt hinu hlutlæga viðmiði verður að ákvarða, án nokkurs tillits til gerða dómarans, hvort fyrir hendi séu atvik sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Í þessu efni kann ásýndin ein jafnvel að öðlast nokkuð mikilvægi. Það sem hér er í húfi er það traust, sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings,“ sagði í dóminum. Endurupptökunefnd féllst einnig á beiðni Sigurjóns um endurupptöku í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða á sömu forsendum. Í því máli var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi árið 2014 en átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016. Var honum gert að sök að hafa, ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins. Hrunið Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þá var Sigurjón einnig dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í endurupptöku svokallaðs markaðsmisnotkunarmáls. Ríkissjóður greiðir helming málskostnaðar vegna málsmeðferðar við héraðsdóm en að fullu fyrir málsmeðferðina við Hæstarétt og enduupptöku. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 13 í dag. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruninu, eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Þau voru sýknuð í héraðdómi árið 2014 en dæmd sek af Hæstarétti árið 2015. Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og Elín í átján mánaða fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst seinna að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem einn dómaranna, Viðar Már Matthíasson, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans. Þá var mál Sigurjóns fyrir MDE fellt niður á dögunum eftir að íslenska ríkið féllst á að hann hefði ekki heldur fengið réttláta málsmeðferð og var meðal annars vísað til dóms MDE í máli Elínar. Hékk allt á „ásýnd“ hæfis dómara Áður, eða í maí 2019, hafði endurupptökunefnd fallist á endurupptöku mála Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétti. Þar var vísað í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, þar sem meðal annars var fjallað um hlutlægt mat á hæfi dómara. „Samkvæmt hinu hlutlæga viðmiði verður að ákvarða, án nokkurs tillits til gerða dómarans, hvort fyrir hendi séu atvik sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Í þessu efni kann ásýndin ein jafnvel að öðlast nokkuð mikilvægi. Það sem hér er í húfi er það traust, sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings,“ sagði í dóminum. Endurupptökunefnd féllst einnig á beiðni Sigurjóns um endurupptöku í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða á sömu forsendum. Í því máli var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi árið 2014 en átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016. Var honum gert að sök að hafa, ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins.
Hrunið Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira