Opnuðu hótelið fyrirvaralaust fyrir veðurteppta fótboltakrakka og foreldra á leið norður Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2021 08:47 Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. Mynd/Örn Arnarsson Mikill fjöldi fótboltakrakka og foreldrar þeirra fengu óvænt inni á Hótel Laugarbakka eftir að þjóðveginum var lokað í Húnavatnssýslum vegna veðurs í gær. Krakkarnir eru á leið á Goðamótið á Akureyri. Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. „Þetta var eiginlega bara lyginni líkast. Það var lokað hjá okkur, en við höfum bara opið um helgar í mars. En svo byrjar síminn að hringja og hann hringir nær stöðugt. Svo fara bílar að koma inn á planið hjá okkur, fólk út úr bílunum. Og svo fleiri bílar og fleira fólk, þannig að þetta varð bara eins og vatn sem rann hingað til okkar,“ segir Örn. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þveruðu veginn. Kokkurinn rauk í gang Örn segir hótelstarfsmenn ekki hafa verið tilbúna að taka á móti gestum og það hafa verið tilviljun að það hafi yfir höfuð verið á staðnum. „Það skipti engum togum að tveimur tímum síðar þá er hótelið orðið fullt,“ segir Örn en hann telur að milli 130 og 140 manns séu nú á hótelinu. „Þetta var ótrúlega magnað.“ Örn segir að hótelið hafi boðið gestunum upp á samlokur í gærkvöldi. „Kokkurinn rauk í gang og steikti samlokur, franskar og kokteil, þannig að það fengu allir sína magafylli,“ segir Örn. „Mjög vel tekið á móti okkur“ Ágúst Karl Karlsson, foreldri fótboltastráks í KR, segir að allir hafi verið mjög fegnir að hafa fengið inni á hótelinu og að móttökurnar hafi verið höfðinglegar. „Það var tekið vel á móti okkur. Gæti ekki verið betra. Þetta er flott hótel og það voru grillaðar samlokur ofan í liðið. Allt upp á tíu.“ Hann segir veðrið nú vera orðið gott á svæðinu og er fólk að bíða eftir að geta haldið förinni áfram norður. Á vef Vegagerðarinnar segir að þjóðvegurinn við Hvammstangaafleggjara sé enn lokaður þar sem flutningabílar þvera veg og beðið sé með aðgerðir vegna veðurs. Húnaþing vestra Íþróttir barna Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. „Þetta var eiginlega bara lyginni líkast. Það var lokað hjá okkur, en við höfum bara opið um helgar í mars. En svo byrjar síminn að hringja og hann hringir nær stöðugt. Svo fara bílar að koma inn á planið hjá okkur, fólk út úr bílunum. Og svo fleiri bílar og fleira fólk, þannig að þetta varð bara eins og vatn sem rann hingað til okkar,“ segir Örn. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þveruðu veginn. Kokkurinn rauk í gang Örn segir hótelstarfsmenn ekki hafa verið tilbúna að taka á móti gestum og það hafa verið tilviljun að það hafi yfir höfuð verið á staðnum. „Það skipti engum togum að tveimur tímum síðar þá er hótelið orðið fullt,“ segir Örn en hann telur að milli 130 og 140 manns séu nú á hótelinu. „Þetta var ótrúlega magnað.“ Örn segir að hótelið hafi boðið gestunum upp á samlokur í gærkvöldi. „Kokkurinn rauk í gang og steikti samlokur, franskar og kokteil, þannig að það fengu allir sína magafylli,“ segir Örn. „Mjög vel tekið á móti okkur“ Ágúst Karl Karlsson, foreldri fótboltastráks í KR, segir að allir hafi verið mjög fegnir að hafa fengið inni á hótelinu og að móttökurnar hafi verið höfðinglegar. „Það var tekið vel á móti okkur. Gæti ekki verið betra. Þetta er flott hótel og það voru grillaðar samlokur ofan í liðið. Allt upp á tíu.“ Hann segir veðrið nú vera orðið gott á svæðinu og er fólk að bíða eftir að geta haldið förinni áfram norður. Á vef Vegagerðarinnar segir að þjóðvegurinn við Hvammstangaafleggjara sé enn lokaður þar sem flutningabílar þvera veg og beðið sé með aðgerðir vegna veðurs.
Húnaþing vestra Íþróttir barna Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira