Opnuðu hótelið fyrirvaralaust fyrir veðurteppta fótboltakrakka og foreldra á leið norður Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2021 08:47 Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. Mynd/Örn Arnarsson Mikill fjöldi fótboltakrakka og foreldrar þeirra fengu óvænt inni á Hótel Laugarbakka eftir að þjóðveginum var lokað í Húnavatnssýslum vegna veðurs í gær. Krakkarnir eru á leið á Goðamótið á Akureyri. Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. „Þetta var eiginlega bara lyginni líkast. Það var lokað hjá okkur, en við höfum bara opið um helgar í mars. En svo byrjar síminn að hringja og hann hringir nær stöðugt. Svo fara bílar að koma inn á planið hjá okkur, fólk út úr bílunum. Og svo fleiri bílar og fleira fólk, þannig að þetta varð bara eins og vatn sem rann hingað til okkar,“ segir Örn. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þveruðu veginn. Kokkurinn rauk í gang Örn segir hótelstarfsmenn ekki hafa verið tilbúna að taka á móti gestum og það hafa verið tilviljun að það hafi yfir höfuð verið á staðnum. „Það skipti engum togum að tveimur tímum síðar þá er hótelið orðið fullt,“ segir Örn en hann telur að milli 130 og 140 manns séu nú á hótelinu. „Þetta var ótrúlega magnað.“ Örn segir að hótelið hafi boðið gestunum upp á samlokur í gærkvöldi. „Kokkurinn rauk í gang og steikti samlokur, franskar og kokteil, þannig að það fengu allir sína magafylli,“ segir Örn. „Mjög vel tekið á móti okkur“ Ágúst Karl Karlsson, foreldri fótboltastráks í KR, segir að allir hafi verið mjög fegnir að hafa fengið inni á hótelinu og að móttökurnar hafi verið höfðinglegar. „Það var tekið vel á móti okkur. Gæti ekki verið betra. Þetta er flott hótel og það voru grillaðar samlokur ofan í liðið. Allt upp á tíu.“ Hann segir veðrið nú vera orðið gott á svæðinu og er fólk að bíða eftir að geta haldið förinni áfram norður. Á vef Vegagerðarinnar segir að þjóðvegurinn við Hvammstangaafleggjara sé enn lokaður þar sem flutningabílar þvera veg og beðið sé með aðgerðir vegna veðurs. Húnaþing vestra Íþróttir barna Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. „Þetta var eiginlega bara lyginni líkast. Það var lokað hjá okkur, en við höfum bara opið um helgar í mars. En svo byrjar síminn að hringja og hann hringir nær stöðugt. Svo fara bílar að koma inn á planið hjá okkur, fólk út úr bílunum. Og svo fleiri bílar og fleira fólk, þannig að þetta varð bara eins og vatn sem rann hingað til okkar,“ segir Örn. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þveruðu veginn. Kokkurinn rauk í gang Örn segir hótelstarfsmenn ekki hafa verið tilbúna að taka á móti gestum og það hafa verið tilviljun að það hafi yfir höfuð verið á staðnum. „Það skipti engum togum að tveimur tímum síðar þá er hótelið orðið fullt,“ segir Örn en hann telur að milli 130 og 140 manns séu nú á hótelinu. „Þetta var ótrúlega magnað.“ Örn segir að hótelið hafi boðið gestunum upp á samlokur í gærkvöldi. „Kokkurinn rauk í gang og steikti samlokur, franskar og kokteil, þannig að það fengu allir sína magafylli,“ segir Örn. „Mjög vel tekið á móti okkur“ Ágúst Karl Karlsson, foreldri fótboltastráks í KR, segir að allir hafi verið mjög fegnir að hafa fengið inni á hótelinu og að móttökurnar hafi verið höfðinglegar. „Það var tekið vel á móti okkur. Gæti ekki verið betra. Þetta er flott hótel og það voru grillaðar samlokur ofan í liðið. Allt upp á tíu.“ Hann segir veðrið nú vera orðið gott á svæðinu og er fólk að bíða eftir að geta haldið förinni áfram norður. Á vef Vegagerðarinnar segir að þjóðvegurinn við Hvammstangaafleggjara sé enn lokaður þar sem flutningabílar þvera veg og beðið sé með aðgerðir vegna veðurs.
Húnaþing vestra Íþróttir barna Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira