Dæmdur til að greiða miskabætur fyrir að hafa veist að tveimur stúlkum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2021 17:53 Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða tveimur ólögráða stúlkum miskabætur fyrir að hafa beitt þær ofbeldi. Er honum gert að greiða annarri þeirra 450 þúsund krónur og hinni 200 þúsund krónur. Ákvörðun um frekari refsingu var frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í ágúst 2018 veist með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að annarri stúlkunni, rifið í hár hennar, hrint henni og slegið í höfuð með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á höfuð, yfirborðsáverka á hendi og olnboga og mar á hægra læri. Hina stúlkuna hafi maðurinn áreitt kynferðislega með því að káfa utan klæða á rassi hennar og brjóstum inni á veitinga- og skemmtistað. Þau hafi svo eftir að hafa yfirgefið staðinn farið á bryggjuna í bænum þar sem hann veittist að stúlkunni með ofbeldi, tók hana hálstaki þannig að þau féllu bæði á götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut óþægindi á hálsi, mar á brjóstkassa og mar og yfirborðshrufl á vinstri úlnlið og hægri vísifingur. Stúlkurnar tvær, sem eru vinkonur, fóru saman á veitingastaðinn þar sem þær hittu manninn sem gaf stúlkunni, sem hann áreitti kynferðislega, mikið áfengi og varð hún mjög ölvuð. Maðurinn reyndi síðan að káfa á henni og sagðist ætla heim með henni. Stúlkurnar voru báðar undir lögaldri. Þremenningarnir fóru af veitingastaðnum niður á bryggju þar sem ákærði varð pirraður þegar fyrri stúlkan sagði að hann fengi ekki að fara heim með vinkonu hennar. Hin stúlkan hafi þá byrjað að öskra á manninn sem tók hana hálstaki þannig að litlu munaði að leið yfir hana. Vinkona hennar hafi þá farið að öskra á hann með þeim afleiðingum að maðurinn nálgaðist hana á ógnandi hátt. Hún sparkaði þá í hann en hann tók hana hálstaki, setti hnefann undir kjálkann á henni og hrinti henni í jörðina, reif svo í hárið á henni og kýldi hana ofan við gagnauga. Hún missti þá meðvitund og maðurinn sparkaði í hana þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök í málinu. Dómsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í ágúst 2018 veist með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að annarri stúlkunni, rifið í hár hennar, hrint henni og slegið í höfuð með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á höfuð, yfirborðsáverka á hendi og olnboga og mar á hægra læri. Hina stúlkuna hafi maðurinn áreitt kynferðislega með því að káfa utan klæða á rassi hennar og brjóstum inni á veitinga- og skemmtistað. Þau hafi svo eftir að hafa yfirgefið staðinn farið á bryggjuna í bænum þar sem hann veittist að stúlkunni með ofbeldi, tók hana hálstaki þannig að þau féllu bæði á götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut óþægindi á hálsi, mar á brjóstkassa og mar og yfirborðshrufl á vinstri úlnlið og hægri vísifingur. Stúlkurnar tvær, sem eru vinkonur, fóru saman á veitingastaðinn þar sem þær hittu manninn sem gaf stúlkunni, sem hann áreitti kynferðislega, mikið áfengi og varð hún mjög ölvuð. Maðurinn reyndi síðan að káfa á henni og sagðist ætla heim með henni. Stúlkurnar voru báðar undir lögaldri. Þremenningarnir fóru af veitingastaðnum niður á bryggju þar sem ákærði varð pirraður þegar fyrri stúlkan sagði að hann fengi ekki að fara heim með vinkonu hennar. Hin stúlkan hafi þá byrjað að öskra á manninn sem tók hana hálstaki þannig að litlu munaði að leið yfir hana. Vinkona hennar hafi þá farið að öskra á hann með þeim afleiðingum að maðurinn nálgaðist hana á ógnandi hátt. Hún sparkaði þá í hann en hann tók hana hálstaki, setti hnefann undir kjálkann á henni og hrinti henni í jörðina, reif svo í hárið á henni og kýldi hana ofan við gagnauga. Hún missti þá meðvitund og maðurinn sparkaði í hana þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök í málinu.
Dómsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent